Vargur á ferðinni.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Vargur á ferðinni.
Ég hef verið nokkuð duglegur við að heimsækja fiskafólk enda alltaf gaman að skoða hjá öðrum, slíkt gefur manni hugmyndir og iðulega sér maður nýjar hliðar á hobbýinu.
Ég er að hugsa um að nota þennan þráð í að sýna ykkur hinum hvað aðrir eru að stússast og reyna að stíla inn á að segja frá heimsóknum til þeirra sem kannski eru ekki endilega virkir í skrifum hér á spjallið þó þeir jafnvel lesi allt efni sem hér birtist.
Í dag tók ég hús á Guðmundi Erni sem oft er kenndur við diskus.
Það verður þó að segjast að ekki var það diskusinn sem vakti athygli mína heldur fremur 8000 lítra Koi tjörnin sem Guðmundur hefur í garðinum hjá sér.
Tjörnin er hin glæsilegasta og fiskarnir hreint út sagt svaðalegir að sjá.
Sírensli er í tjörnina og einnig loftdæla og öflugur hreinsibúnaður.
Hér eru nokkrar myndir af dýrðinni.
Handfylli.
Matartími - Cheerios.
Engar smá sleggjur.
Hreinsibúnaðurinn.
Heildarmynd af dýrðinni.
Guðmundur er einnig ötull í diskusa rækt og í bílskúrnum hjá honum er allt stútfullt af þeim fallegu fiskum.
Diskusarnir eru greinilega aldir af kostgæfni og hef ég sjaldan séð jafn fallega fiska og greinilegt að mikil vinna er lögð í diskuseldið.
Aðstaðan samanstendur af 4 ca 300 lítra uppeldisbúrum og svo eru ræktunapör annars vegar í ca 200 lítra búri og um 500 lítra kari.
Ég er að hugsa um að nota þennan þráð í að sýna ykkur hinum hvað aðrir eru að stússast og reyna að stíla inn á að segja frá heimsóknum til þeirra sem kannski eru ekki endilega virkir í skrifum hér á spjallið þó þeir jafnvel lesi allt efni sem hér birtist.
Í dag tók ég hús á Guðmundi Erni sem oft er kenndur við diskus.
Það verður þó að segjast að ekki var það diskusinn sem vakti athygli mína heldur fremur 8000 lítra Koi tjörnin sem Guðmundur hefur í garðinum hjá sér.
Tjörnin er hin glæsilegasta og fiskarnir hreint út sagt svaðalegir að sjá.
Sírensli er í tjörnina og einnig loftdæla og öflugur hreinsibúnaður.
Hér eru nokkrar myndir af dýrðinni.
Handfylli.
Matartími - Cheerios.
Engar smá sleggjur.
Hreinsibúnaðurinn.
Heildarmynd af dýrðinni.
Guðmundur er einnig ötull í diskusa rækt og í bílskúrnum hjá honum er allt stútfullt af þeim fallegu fiskum.
Diskusarnir eru greinilega aldir af kostgæfni og hef ég sjaldan séð jafn fallega fiska og greinilegt að mikil vinna er lögð í diskuseldið.
Aðstaðan samanstendur af 4 ca 300 lítra uppeldisbúrum og svo eru ræktunapör annars vegar í ca 200 lítra búri og um 500 lítra kari.
Last edited by Vargur on 25 Mar 2007, 20:15, edited 2 times in total.
- Hrannar E.
- Posts: 98
- Joined: 18 Jan 2007, 06:27
- Location: Grindavík
- Herra Plexý
- Posts: 208
- Joined: 11 Jan 2007, 13:17
- Location: Vogar.
- Contact:
Er þetta ekki tilvalið sem diskusa tjörn, það væri töff.keli wrote:Ég er strax farinn að sjá eftir að hafa ekki mokað stærri í sumarbústaðinum hjá mér, hún er bara 3000 lítrar. Hefði auðveldlega getað haft hana 4x stærri. Svo er ég með sírennsli af ofnunum í bústaðnum í hana þannig að hún er meiraðsegja of heit, eða um 33 gráður.
Svo mikið til að gera, svo lítill tími.
- ~*Vigdís*~
- Posts: 525
- Joined: 20 Sep 2006, 19:03
- Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
- Contact:
Í dag fór karlinn í Vogana (póstnúmer 190) og var tilefnið félagsfundur hjá Skrautfisk. Fundurinn var haldinn hjá honum Hr. Plexy, ekki ætla ég að koma eitthvað sérstaklega með myndir af hans búri, læt hann frekar sjálfan um það enda má lesa um búrið í þræði hér á spjallinu.
Læt þó flakka eina mynd af kappanum við búrið og tvær úr búrinu.
Eftir fundinn leit ég við á hverfispöbbnum í Vogunum, nafnið fór alveg fram hjá mér en staðurinn er hinn huggulegasti, rúmgóður og að sjálfsðgðu er þar fiskabúr.
Búrið er 750 lítra og í því nokkrar stórar Malawi sikliður, Óskarar, bótíur, álar og ýmsir kattfiskar, þar á meðal 2 long fin Pangasius, framtíðar skrímsli.
Þór, eigandi staðarinns við búrið.
Í búrinu er Fluval tunnudæla af stærstu sort.
Óskarar.
Fínt að fá sér kaldan og horfa á búrið.
Læt þó flakka eina mynd af kappanum við búrið og tvær úr búrinu.
Eftir fundinn leit ég við á hverfispöbbnum í Vogunum, nafnið fór alveg fram hjá mér en staðurinn er hinn huggulegasti, rúmgóður og að sjálfsðgðu er þar fiskabúr.
Búrið er 750 lítra og í því nokkrar stórar Malawi sikliður, Óskarar, bótíur, álar og ýmsir kattfiskar, þar á meðal 2 long fin Pangasius, framtíðar skrímsli.
Þór, eigandi staðarinns við búrið.
Í búrinu er Fluval tunnudæla af stærstu sort.
Óskarar.
Fínt að fá sér kaldan og horfa á búrið.
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
Ég var að lesa aftur greinina sem birtist í Víkurfréttum um daginn, skondið að sú grein hjá litlu blaði er miklu betur unnin en grein Fréttablaðsins.
Fréttablaðsgreinin kom upprunalega til vegna skrifa minna í þennan þráð, þ.e. blaðamaðurinn rakst á þráðinn og hafði samband, hann var þó einungis í sambandi símleiðis og kom aldrei sjálfur á staðinn.
Til samanburðar má lesa greinina úr Víkurfréttum hér
http://vikurfrettir.is/tolublad/704/sid ... fault.aspx
Reyndar frekar pirrandi hvað blaðamaðurinn þar virðist vera að reyna að lengja greinina með lýsingaorðum.
Fréttablaðsgreinin kom upprunalega til vegna skrifa minna í þennan þráð, þ.e. blaðamaðurinn rakst á þráðinn og hafði samband, hann var þó einungis í sambandi símleiðis og kom aldrei sjálfur á staðinn.
Til samanburðar má lesa greinina úr Víkurfréttum hér
http://vikurfrettir.is/tolublad/704/sid ... fault.aspx
Reyndar frekar pirrandi hvað blaðamaðurinn þar virðist vera að reyna að lengja greinina með lýsingaorðum.
Vargurinn var að setja upp fiskabúr á elliheimilinu Grund, búrið er 240 lítra og í því eru nokkrar Malawi sikliður. Búrið er staðsett á alzheimer deild sem þarna er og var gjöf frá einum aðstandenda.
Ég hef heyrt í fréttum að ansi dökk mynd er dregin upp af dvalar og hjúkrunarheimilum, skortur á starfsfólki og þrengsli. Ekki varð ég var við annað en góða hluti þarna, starfsfólk einstaklega alúðlegt og heimilismenn virtust almennt hressir og allir á staðnum einstaklega vingjarnlegir og áhugasamir um búrið, bæði starfsfólk og heimilismenn.
Slikur er áhuginn að ekki er ólíklegt að fleiri búr verði sett upp á staðnum.
Ég hef heyrt í fréttum að ansi dökk mynd er dregin upp af dvalar og hjúkrunarheimilum, skortur á starfsfólki og þrengsli. Ekki varð ég var við annað en góða hluti þarna, starfsfólk einstaklega alúðlegt og heimilismenn virtust almennt hressir og allir á staðnum einstaklega vingjarnlegir og áhugasamir um búrið, bæði starfsfólk og heimilismenn.
Slikur er áhuginn að ekki er ólíklegt að fleiri búr verði sett upp á staðnum.
Frábært! Þetta mætti sko gera á fleiri hjúkrunardeildum, hefur pottþétt góð áhrif á bæði starfs- og heimilismenn.
Gaman að heyra svona jákvætt talað um elliheimili, ég er sammála þér að umræðan er oft neikvæð og hrikalega ósanngjörn. Þessi þrengslamál hafa sem betur fer (fyrir alla aðila málsins, heimilismenn og starfsfólk) stórbatnað á síðustu árum og mín reynsla er sú að starfsfólki þykir mjög vænt um skjólstæðinga sína og sinnir þeim vel.
Gaman að heyra svona jákvætt talað um elliheimili, ég er sammála þér að umræðan er oft neikvæð og hrikalega ósanngjörn. Þessi þrengslamál hafa sem betur fer (fyrir alla aðila málsins, heimilismenn og starfsfólk) stórbatnað á síðustu árum og mín reynsla er sú að starfsfólki þykir mjög vænt um skjólstæðinga sína og sinnir þeim vel.
Fer allt eftir tjörninni.
Svo myndi ég mæla með að stofna nýjan þráð frekar en að pósta einhverju ótengdu þráðnum sem þú póstar í
Svo myndi ég mæla með að stofna nýjan þráð frekar en að pósta einhverju ótengdu þráðnum sem þú póstar í
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Tók sunnudagsbíltúr í dag til Keflavíkur og þjónustaði í leiðinni eitt búr.
Búrið er frekar lítið en þó smekklegt búr á veitingastaðnum Thai-Keflavík. Í búrinu eru nokkrir smærri fiskar, sverðdragarapar, 4 kardinálar, glersuga, 2 skalar, 2 bala hákarlar og gullfallegur Long-fin Pangasius, framtíðar skrímsli sem á eftir að vaxa upp úr búrinu.
Hér eru einhverjar slappar myndir en frekar bjart var og búrið er opið í gegn þannig það myndaðist fremur illa.
Heildarmynd af búrinu.
Pangasius á fullu.
Annar bala durgurinn.
Ég hvet mannskapinn til að líta við á þessum fallega og mjög svo snyrtilega stað. Þarna má fá frábæran mat á hóflegu verði og ekki spillir fyrir að geta litið á Pangasiusinn meðan borðað er.
Búrið er frekar lítið en þó smekklegt búr á veitingastaðnum Thai-Keflavík. Í búrinu eru nokkrir smærri fiskar, sverðdragarapar, 4 kardinálar, glersuga, 2 skalar, 2 bala hákarlar og gullfallegur Long-fin Pangasius, framtíðar skrímsli sem á eftir að vaxa upp úr búrinu.
Hér eru einhverjar slappar myndir en frekar bjart var og búrið er opið í gegn þannig það myndaðist fremur illa.
Heildarmynd af búrinu.
Pangasius á fullu.
Annar bala durgurinn.
Ég hvet mannskapinn til að líta við á þessum fallega og mjög svo snyrtilega stað. Þarna má fá frábæran mat á hóflegu verði og ekki spillir fyrir að geta litið á Pangasiusinn meðan borðað er.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact: