Ljós fyrir minni fiska búr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Ljós fyrir minni fiska búr

Post by Birgir Örn »

Ég var að skoða aðeins á netinu og rakst á svona lampa sem festist á kantinn á búrinu og var að spá hvort einhver hafi séð svona hér heima?

Image
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta eru einmitt brilliant ljós - góð og mikil birta af þessu. Kallast compact fluorescent. Það eru einhverjar útgáfur til í innigarðar.is sem gætu hentað, og þetta kemur stundum innbyggt í lokin í verksmiðjubúrum, en annars veit ég ekki. Kannski spurning um að athuga í flúorlampa í hafnarfirðinum?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Tek undir með fyrra commenti, mjög góð ljós, í raun eru þetta bara beygðar T5 perur og því mjög afkastamiklar, þ.e.a.s. nýta orkuna að miklu leyti í ljós og minna fer í hita.
Svo er í mörgum tilfellum hægt að fá gróðurperur sem passa í þetta.
Post Reply