Búrin okkar 54L og 180L! Breyttum 180L búrinu!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Búrin okkar 54L og 180L! Breyttum 180L búrinu!

Post by Bob »

**EDIT**
Búrin okkar.

Þessi þráður er um 3 af okkar búrum. 1 20L búr, 1 Seiðabúr 54L og 1 fiskabúr 180L. Kemur vonandi meira fljótlega

Erum einnig með eitt 60L búr með kuðungasikliðum og kardinalum og má sjá meira um það hérna: http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=5879

--- --- --- ---

Eins og staðan er í dag eru íbúarnir eftirfarandi:

20L:
1x Bardagakall

54L:
12 Gúbbý seiði.
3x Guli Eplasniglar
2x Corydorar (koparsugur)
1x Brúsk Ancistrus KK ca. 8-9 Cm
1x Brúsk Ancistrus KvK ca 8-9Cm

180L:
4x KvK Gubbý (2x Medium, 1x Large og 1x XL)
2x KK Gubbý
2x Skalar
2x Corydoras aeneus (kopar botnsugur) ca. 4-5 cm
2x Segl molly's (1xkk og 1xKvK)
1x Dalmatiu molly KvK
1x Bardagakall
1x Black ghost knife fish. mældist 14cm.
1x Sverðdragara KvK
1x Gibbi 5cm
1x Whiptail Pleco 12cm
1x Common Pleco 14cm
--- --- --- ---

Þar sem við Eigum ekki Myndavél í lagi þá áhváðum við bara einfaldlega að setja saman videos í staðin. Myndir koma svo seinna

21.12.2008
VIDEO NR. 1 -http://www.youtube.com/watch?v=ZtQE3OAJRj0

Henti þessu video saman í fljótu bragði. Fyrsta videoið sem sett er saman af fiskunum okkar. Þarna áttum við 2 stóra gibba. nú erum við bara með 1 stórann og 1 lítinn *edit* síðar á að líta virðast þeir vera pleggar.
allavega skv. http://www.planetcatfish.com/catelog/im ... ge_id=5588 þá er sá stóri sem við eigum núna common pleco.

02.01.2009
VIDEO NR. 2 - http://www.youtube.com/watch?v=e4a04pIFsK0
Video af flestum fiskunum okkar. Black ghost þar á meðal.

03.01.2009
VIDEO NR. 3 - http://www.youtube.com/watch?v=HIkJxSPbNoA
Jæja áhváðum að breyta aðeins búrinu. fengum okkur nokkrar plöntur og rætur. persónulega fynst mér breytingin alveg rosaleg :)

--- --- --- ---

Þeir fiskar sem við höfum mist frá því við byrjuðum á þessu eru:

1x Black ghost :( (vorum með 2 saman. stærri lagði þann sem dó í einelti)

1x skali Höfum ekki hugmynd afhverju þessi dó. Gæti hafa verið útaf því að hann var alltof stór fyrir 54L búrið (var ca 10-15cm hár. en rétt áður en við náðum nýja búrinu í gang þá var hann búinn að missa nánast allan uggann og slörin og lá bara uppvið dæluna eða á botninum :s hann dó þegar við byrjuðum að láta vatnið renna í 180L búrið. :(

2x gubbý Mistum þá í hvítblettaveikinni ógurlegu sem geysaði hjá okkur um tíma.

1x gubbý sem var étinn af pictus katfish sem við vorum með í smá stund í kringu jólin...

1x gibbi sem virtist vera gallaður þegar við fengum hann. um leið og hann kom í búrið byrjaði hann að synda á hvolfi og snúast um sjálfann sig. steypast frammyfir sig og lyggja hreifingarlaus inná milli rétt andandi. settum hann þá í 54L búrið og hann virtist hressast aðeins við það. var nokkuð normal í ca hálfann sólahring en þá fékk hann annað flogakast og það gerði endaslagið.


Við viljum þakka eftirfarandi kærlega fyrir alla hjálpina:
Vargur fyrir búrið og ábendingar
Dýragarðurinn fyrir íhluti, fiska og góða þjónustu
Allir þeir notendur spjallsins sem hafa leiðbeint okkur og gefið okkur góð svör :)
Last edited by Bob on 10 Jan 2009, 00:50, edited 20 times in total.
Ekkert - retired
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég hlakka til að sjá myndir af þessu.

Eruð þið með einhvern gróður með þessu?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Eini gróðurinn eins og er er í 54L búrinu. s.s. javar mosi fyrir seiðin. ég veit að það er ekki mikil þörf fyrir honum þegar þau eru bara með sniglum og 1 ancistru í búri en fyrst hann var þarna fyrir áhváðum við að hafa hann áfram. gæti hjálpað þeim að fynnast safe.

En við ættlumað býða frammyfir áramót með gróður í 180L búrið. leyfa flórunni að komast almennilega af stað og vera viss um að vera ekki með einhverja veiki. erum með 2 gerðir af sandi í borninum. sona 60-70% er fínn hvitur sandur og svo er rest grófur rauð/svartur sandur þar sem að plönturnar koma.. þetta verður eflaust sona rainforest / desert fílingur þegar plönturnar eru komnar :D

bara miðað við hvítblettaveikarvesenið þegar við byrjuðum með 54L búrið og söltun og lyfjagjöf sem fylgdi því þá viljum við vera viss með hitt. þetta drepur svo plönturnar :)
Ekkert - retired
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Góðir hlutir gerast hægt.
Alltaf hægt að fá gróður.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Satt segiru :) verðum að fynna flottann gróður þegar búrið er tilbúið :)
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Hvernig er það. Geta ancistrur eignast afkvæmi í venjulegu búri eða þurfa þessir fiskar einhverjar sér aðstæður? Langar svolitið að fynna maka fyrir hann bob okkar sem er ca 8-9cm brúskur
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já já, brúskar eignast afkvæmi í venjulegum búrum.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok. heyrði einhverstaðar að þeir þyrftu sér aðstæður. einhvað með það að skipta ekki oft um vatn og einhvað.. en prófa bara þegar ég get leyft mér að kaupa annan :)
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Jæja mér áskornaðist hérna 2 stk segl molly. skjannahvítann og fallegan kall og gula og fallega konu. mér skyldist að kellan sé seiðafull.

Gildir sama reglan um molly's eins og með gubbý að það þurfi 2kvk á hvern 1 kk?

því að kallinn lætur ekki kellu í friði. er að "hömpast" á henni stanslaust nánast hehe.

mér áskornaðist líka flottur pictus kattfish. eða minnir að það hafi verið nafnið á honum.
Image allavega mjög líkur þessum.
Mynd tekin af fiskabúr.is
á að vera með einhverja lömunareiginleika í hliðaruggunum og einhvað svaka svaka :)
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Hmm skrítið. eplasniglarnir eru búnir að vera á sama stað núna í 2 daga og í morgun snéri annar á hvolfi. snéri honum við og hann fór bara á hvolf aftur. hvernig getur maður séð að þeir séu danir því að ég hef lent í því áður að þeir eru inní kuðungnum í slatta tíma og fara svo aftur á kreik :s vill ekki vera að taka þá uppúr nema þeir séu dauðir forshure :)

someone plz help :þ
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eru sniglarnir ekki í seiðabúrinu ?
Getur verið að það sé salt í vatninu ? Sniglum er ekki vel við salt.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Þessir 2 eru í stóra búrinu og það var saltað síðustu helgi. þeir virtust alveg hressir fyrst. þegar ég tók þá upp núna eru þeir sona dökkir undir. hálf brúnir.

spurning um að prófa að setja þá í litla búrið.?

eða eru þeir bara dauðir?
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef þeir eru alveg lokaðir þá eru þeir sennilega lifandi.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok takk fyrir það. ættla að sjá hvað setur og færi þá eflaust yfir í hitt búrið þegar að ég kem heim úr næsta jólaboði.. :)
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Jæja. ég tók semsagt sniglana og færði þá yfir í seiðabúrið. Þeir voru ekki lengi að ranka við sér og eru núna að skríða um allt á fullu :) Hef reyndar ekki séð einn snigilinn sem var fyrir í því búri lengi. getur verið að hann sé inní rótinni einhverstaðar. eða ég vona það allavega hehe

Myndir koma vonandi fljótlega. ættla að reyna að plata vin minn í að koma og taka myndir sem fyrst. helst á morgun
Ekkert - retired
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ef sniglarnir eru stórir fer heldur ekki á milli mála ef þeir eru dauðir, það kemur ógó íldufýla :æla:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok hehe :lol: en hvernig sér maður það? any idea?
Ekkert - retired
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég hef bara fundið það á lyktinni ef þeir eru dauðir, sést kannski ekki strax á þeim en ef þú tekur þá upp og lyktar af þeim fer það ekki milli mála ef þeir eru dauðir!
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Ok takk fyrir það andri :) skal hafa það í huga.

Því miður misstum við einn úr fjölskyldunni í dag. Eldur, 1 af okkar allra skemmtilegustu gubbý fiskum hvarf á mjög dularfullann hátt sporlaust í dag. sáum hann eldhressann í morgun en nú er hann hvergi sjáanlegur.

Ég veit að þetta er bara gubbý fiskur en þetta er fyrsti gubbý fiskurinn sem við fengum okkur og sá eini af KK gubbý sem lifði af hvítablettisfaraldurinn hjá okkur og var manni byrjað að þykja mjög vænt um litla greyið. hann var mjög lítill miðað við hina þannig að hann hefur verið auðveldur biti fyrir stærri fiskana. Verður hans sárt saknað.

R.I.P Eldur
Ekkert - retired
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Getur kannski verið að kisi (kattfiskurinn pictus) hafi tekið smá í hann? :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

það kæmi mér ekkert á óvart. grunsamlegt að hann hvarf aðeins stuttu eftir að kisi kom ofaní búrið. ég efa að black ghost hafi gert þetta þar sem að hann hefur lifað með þessum fiski frá byrjun. og algjörlega látið hann í friði. einnig eftir að kisi kom þá misti gula molly kellingin part úr sporðinum.. :s hmmm
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Jæja. Við erum búin að losa okkur við katfishinn. fengum að skila pictus-inum þar sem að hann var engan veginn að passa í búrið. hann æsti hina fiskana svo mikið upp. rólegu koparsugurnar okkar voru ekki rólegar lengur.

Um leið og hann fór uppúr þá róaðist allt niður og fór á sinn rétta farveg.

Fengum okkur í staðinn 1 dalmatiu molly kellu, 1 XL Gula gubbý kellu sem er stútfull af seiðum og 1 stk svartan/grábláan gubbý kall.

Vonum að þetta komi smá jafnvægi á 180L búrið :)

Erum samt að glíma enþá við helv. hvítblettaveikina í 54L búrinu og erum að missa nokkur seiði útaf því. :( þetta búr er alveg ótrúlegt. Það er eins og það framleiði þessa veiki. Maður hefur bara verið að passa sig á að taka ekkert úr því yfir í 180L búrið þannig að það er alveg laust við alla veiki :) vonum bara að við förum að losan við þetta helv. úr seiðabúrinu :(
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Jæja. komu 2 nýjir íbúar í viðbót í búrið í kvöld. fengum gott tilboð á 2 stk gibbum og náðum að skrapa saman klinki hérna til að kaupa þá...pínu blankheit í gangi sona í lok desember mánaðar en baukurinn innihélt rétt svo nóg hehe :?

þetta eru semsagt 2 gibbar, annar er 13cm og hinn er 19cm. Virkilega fallegir og flottir fiskar :)

Ég heyrði einhverstaðar að það væri hægt að setja gúrkubita og kartöflubita í búrið til að þeir fengu öruglega nót að borða. sá það gert í fiskó allavega. er það ekki alveg örugglega í lagi?

Kem með myndir fljótlega :D
Last edited by Bob on 29 Dec 2008, 13:19, edited 1 time in total.
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Jæja komið video í efsta postinn. Kanski í lengri kantinum. en fiskaáhugafólk gæti haft gaman af því bara :) endilega commentið ef einhvað mætti betur fara.

Ég mun koma svo með almennilegt og vandaðara video síðar :)

þetta var bara gert í algjöru flíti
Ekkert - retired
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

búrið er mjög tómlegt í videoinu vantar að innrétta það
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

væri flott ef þú myndir setja rót í búrið, myndi gefa því smá fyllingu og hún er fín fyir gibbana, bæta við nokkrum plöntum, svo sem risa vallisneriu og cabomba.

Er mjög hrifin af seglmolly kk hjá þér. Mjög flottur.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Já ég veit :þ þetta búr er tiltörulega ný komið upp. ættlum að leifa því að braggast frammyfir áramót áður en plöntur fara ofaní. ættlum okkur að setja rót og flotta plöntur ofaní. það er ástæðan fyrir dökka grófa sandinum þarna. þar koma plönturnar. einhver flott rót í "eyðimörkina" s.s. hvíta sandinn.

Þetta er allt í uppsetningu hjá okkur og ég þakka fyrir góðar hugmyndir. :D

og já þessi KK seglmolly er svaka flottur. jólagjöf frá konunni :D Köllum hann Sesar. mjög tignarlegur og flottur. einnig flottur liturinn fynst mér. svona perlu hvítur :)

Fleiri ráð og ábendingar vel þegnar :D alltaf gaman að fá comments um hvað hægt er að gera :)

Takk takk :)
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Er samt í rosalegu veseni með Stærri gibbann. hann er alltaf að slá sporðinum til og með einhvern buslagang og rótar öllum hvíta sandinum til :? Ætli maður endi ekki með að selja hann :roll:
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

gat nú verið. búrið komið aftur í rúst. alltof fínn sandur til að hafa svona stórann gibba í því. :)

Gibbinn er því til sölu :) tilboð óskast í pm :)
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Jæja. ein af gubby kellunum gaut í nót.. nokk spes. hún var sett uppí skáp í könnu og í morgun voru 2 seiði í fötuni og voru þau 4falt stærri en seiðin sem við fengum úr fyrsta gotinu hjá annari kellingu samt. en bara 2 sseiði. hugsanlegt að hún hafi bara verið sona dugleg að éta hin.. :?

En hún er komin aftur í búrið og XL gubby kellan er núna í gotbúri og fer vonandi að skjóta einhverju út.. verst að litlu seiðin sem eru þar fyrir (þessi 2) eru af einhverri ástæðu búin að fynna leið til að fara upp fyrir ofan grindina og niður aftur. eru alltaf að trufla kelluna...
Ekkert - retired
Post Reply