Vinskapur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Vinskapur

Post by EiríkurArnar »

Er búinn að vera með bardagafisk í búrinu mínu í viku og allt búið að vera í góðu og svo fékk ég mér black molly kall og kellu að ég held og bardagafiskurinn er eitthvað að ybba sig við kallinn sem er soldið stór.
Er það bara eðlilegt eða verður hann soldið tættur í fyrramálið ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

mollynn ætti að ná að forða sér frá bardagakarlinum en maður veit aldrei.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

það er búið að narta strax smá í molly-inn :?
Allt í lagi með hann sýndist það bara í myrkrinu í gær :D
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Eru bardagafiskar með leiðindi við alla fiska ? nema að þeir séu nánast gegnsæir ?
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Ég er nú með bardagafisk í búrinu okkar og það var bara vesen á honum fyrsta daginn þegar hann og black ghost voru að slást um hver væri bossinn í búrinu. black ghostinn vann :)

eftir það er ekkert vesen þótt að nýjir fiskar komi í búrið. er með molly, gubby, gibba, black ghost, skala og fl. no problems.

Er samt rosalega persónubundið hjá þeim. sumir eru víst afar aggresive á meðan aðrir eru nokk rólegir :)
Ekkert - retired
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Mér var sagt áður en að ég fékk black molly og platy að gúbbýinn gæti verið í hættu útaf bardagafiskurinn verður að vera flottastur í búrinu. Hann er búinn að fá að vera alveg í friði, en bardagafiskurinn réðst á platyinn og black mollyinn þegar að þeir komu. Black mollyinn nær alltaf að forða sér en littli platy var svo rólegur að það var gengið frá honum :(
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

jæja. þetta sem ég skrifaði fyrir ofan breytist snögglega í dag...

Bardagakallinn er búinn að vera mjög svo pirraður í dag. er að böggast mjög mikið í gulu molly kellunni minni. búinn að ná að býta part úr sporðinum og hægri ugganum :s

Hann er nú kominn í einangrun í smá stund. ættla að hafa hann þar í nótt og frammá annað kvöld. sjá svo hvort hann verði einhvað rólegri annað kvöld.

setti hann bara í gotbúr hehe
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

segið mér eitt. hvað er lámarksstærð á búri fyrir bardagakall?

og hvaða fiskatýpur getur hann lifað í ró og næði meðÐ?
Ekkert - retired
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég er með minn í 4L búri, það er það allra minnsta sem ég myndi troða bardagafisk í. Hann virðist mjög sáttur og er alltaf að búa til bubblenest. Ég gef honum TubiFex orma, 2x á dag. Ég myndi ekki hafa hann með fiskum sem eru slöra/sporða nartarar og hægsyndir. Bestir samt einir í búri.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply