Ég fór að fá hugdettu um að fá mér einn lítinn bláhumar, eða einhvernveginn annan humar, því ég hef heyrt að bláhumrarnir séu svolítið skæðir í fjölgun...
Allavega, hver stórt búr er alveg lágmark fyrir einn svoleiðis?
Ég fór að hugsa um 30lítra, en ef hann þarf stærra, þá endilega segið mér það
Er einhver annar humar sem er flottur en fjölgar sér ekki eins og brjálæðingur ?
ég hef verið með bláhumra bæði í hitaralausu og með hitara, þeir hafa stækkað hraðar hjá mér í meiri hita, þeir borða allt sem þeir komast í , bæði fiskaflögur og botntöflur eru fínar fyrir þá(bara að það sökkvi) þeir éta líka plöntur ef þú ert með svoleiðis í búrinu og þeir reyna líka að éta fiskana þína