Það er hægt að vera klikkaður í ýmsu, þetta er ekkert verra en hvað annað. Þú ættir nú að finna þessi frímerki Guðmundur og setja í ramma og hafa í búðinni.
Þetta mynnir mig á söguna af manninum sem var forfallinn mörgæsa aðdáandi. Blaðamaður kom að ræða við hann vegna áhugans.
Maðurinn bjó í húsi sem var í laginu eins og mörgæs, átti bara styttur af mörgæsum, rúmfötin voru með myndum af mörgæsum, hann átti ekkert nema bækur um mörgæsir og alls staðar voru myndir af mörgæsum !!
Blaðamaðurinn spurði mannin hvort hann ætti ekkert áhugamál annað en mörgæsir. Maðurinn hugsaði sig aðeins um og svaraði svo, "´jaaah, ég safna nú reyndar líka frímerkjum".
Blaðamaðurinn spurði þá hvort hann ætti mörg frímerki.
"nei" svaraði maðurinn, "ég á bara ca 100 stk, reyndar öll með myndum af mörgæsum"
