Ég var að kaupa mér nýja plöntu og tók ég hana úr pottinum og setti hana útí. Það var eitthvað svona mosadæmi í kringum rótina sem kom svo í ljós að var eitthver svampur til að halda þessu saman. Plantar var búin að liggja þarna með svampinn á sér í 3 daga og einn fiskur er dauður og bardagafiskurinn minn orðinn slappur og gúbbý kellingarnar komnar með eitthvað svart í kringum munninn. Fiskarnir hafa tætt svampinn eða eitthvað í þá áttina.
Búinn að taka plöntuna úr. Hvað á ég að gera ? Nóg að gera 50% vatnaskipti ? eða þarf ég kannski ekki að gera neitt ?
Gúbbý fiskarnir voru frekar slappir í morgun og þegar að bardagafiskurinn var ekki fastur á affallinu þá voru það gúbbý kellingarnar
Slappleikinn í fiskunum tengist ekki þessum svampi, settu plöntuna aftur í búrið, en án svampsins. Svampurinn er bara til þess að halda raka á rótunum við flutninga en er annars meinlaus. Það er hinsvegar ekki gott að planta svampinum með plöntunni til frambúðar.
Það er allavega eins og þessir fiskar sem eru búnir að verað narta í þetta hafa fengið svart í kringum munninn.
Tók allan svampinn og henti honum
Veit ekki hvort að bardagafiskurinn nái sér...skil samt ekki hvað hefur komið fyrir hann, er allur slappur og með hvítt framaná nefinu.
Eins og Sven sagði tengist þetta ekki þessum svampi eða ull sem er um plöntuna.
Oft nenni ég ekki að planta og hendi því bara plöntunni ofan í búrið með öllu draslinu og þannig er það oft í marga daga, fiskunum að meinalausu.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Ég veit ekki hvað þetta getur verið. Allavega er einn dauður, reyndar gekk bardagafiskurinn frá honum en nú er bardagafiskurinn að fara, setti hann í svona líters box og hann varla hreyfir sig
Get ég gert eitthvað eða er hann bara lost case ?