Búrið mitt

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Búrið mitt

Post by RagnarI »

bætast nýir fiskar í búrið á morgun, keypti mér par af Fiðrildasíkliðum í Fiskó

þá verða í búrinu

2x Pínulitlir Gúbbýkarlar
3x Gúbbýkerlingar
3x Sverðdragar
8x Neon Tetrur
?x Procambarus sp. humrar
2x Fiðrildasíkliður
1x Ancistra


gæti þetta ekki alveg gengið?

ps. sverðdragarnir eru að fara
Last edited by RagnarI on 08 Jan 2009, 16:22, edited 1 time in total.
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta ætti að geta gengið nema ég þekki ekki inná humra.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Humrarnir eiga til að snæða fiskana.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

skulum orða það þannig að þessi er frekar rólegur, hann er ekkert að bögga fiskana, ekki einu sinni ryksuguna sem er alltaf undir rótinni með honum, klípur að vísu stundum í sporðinn á henni, hann er bara þarna undir og planar heimsyfirráð
hann gerir ekki annað en að fjölga sér h**vítið á honum

edit er búinn að vera með hann síðan 23 ágúst í búrinu
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

er að spá í að gefa humarinn, gúbbýana og sverðdragana og gera þetta búr að gróðurbúri með tetrum og blue ram, hvernig lítur sú hugmynd út?

einnig fór ég að pæla, er algengara að fiðrildasíkliður séu viltar eða ræktaðar, þar sem það stendur að viltu fiskarnir séu með rendur á búknum en ekki ræktaðir fiskar, mínir eru nenfilega með rendur en ekki mikið af bláum doppum á búknum :roll:
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

hvað er humarinn stór?......ef þú ættlar að gefa hann og hann er ekki huge þá er ég kannski til í hann.

er hann kynþroska?
kristinn.
-----------
215l
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

ég er búinn að gefa félaga mínum hann, getið þið mælt með einhverjum auðveldum en fallegum plöntum sem ég get haft í mínu 60 lítra búri, í búrinu verður GBR par ,neon tetrur og ancistra
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

humarinn er farinn, og gotfiskarnir á leiðinni út, þá liggur bara beinast við í næstu rvk ferð að versla sér neon tetrur og plöntur, einhver reccommends með plöntur í svona lítið og asnalegt búr?, líka hversu mörgum tetrum ætti ég að geta bætt í búrið

staðan eftir að gotfiskarnir eru farnir

8x neontetrur
2x Microgeophagus Ramirezi (german blue ram)
1x ancistra
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

ok smá aðstoð hérna

Fiðrildasíkliðu hrygnan er með svona eins og rör út um gotraufina, hún er einnig búin að moka ofan af litlum flötum steini úti horni undir javamosanum og sýnir mjög sterka liti, sérstaklega rauða litinn á kviðnum, hún hikar heldur ekki við að reka sverðdragana sem eru 3x stærri í burtu, þýðir þetta að það sé hrygning í nánd, kallinn er samt ekki að sýna mikla tilburði, hef séð hann einu sinni hrista sig fyrir hana, og hann er ekkert með henni þarna, hann er bara úti um allt
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

fiðrildasíkliðurnar eru að hrygna =D, versta er að hængurinn tekur ekki þátt
:x
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er leitt, þ.e. að hann skuli ekki vera með.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

jamm frekar, gengur vonandi næst
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, já, og ef ekki þá hlýtur hann að átta sig einhvern tímann.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

hún liggur bara og hrygnir á steininn
hanner þarna í kring en er alveg gjörsamlega áhugalaus, kannski hann sé hinsegin :cry:
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég veit ekki hvort þessir fiskar þurfi að ná einhverjum ákveðnum aldri til að verða kynþroska?
Kannski getur einhver svarað því.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

sumir vilja gera svona í friði og það er best þegar fiskar hrygna að láta sig hverfa
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

já gæti ekki verið meira horfinn er bara að horfa á þetta úr rúminu,það hjálpar þeim ekkert að slökkva ljósin er það? þori ekki fyrir mitt litla líf að slökkva búrljósið
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

jæja vonandi gengur þetta næst, gotfiskarnir eru farnir og það er enginn að hugsa um eggin, bara hrúga af eggjum a steininum og það virðist enginn ætla að éta þau, tók eftir einu að hængurinn og hrygnan eru alls ekki vinir, hann eltir hana á röndum og er bara leiðinlegur við hana, vona að það lagist
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

Dauði og djöfull!
dælan drapst einhverntímann og var farin að lykta frekar illa. Ég gerði 90% vatnsskipti, plönturnar mínar hafa líka visnað og drepist svo að búrið er afskaplega dökkt og tómleitt, en virðist þó töluvert stærra eftir að dælukassinn er farinn úr því.

fiðrildasíkliðurnar urðu hinsvegar aldeilis hjónalegar eftir þessa umhverfisbreytingu og hængurinn gerir ekki annað en að hrista sig fyrir hrygnunni, það væri óskandi að þau hrygndu bráðlega :)

ég henti nokkrum humarseiðum í búrið áðan til þess að láta þau vaxa en þau eru ennþá bara um 3 - 7 millimetrar eftir veruna í 16 lítra búrinu

hvernig dælu er best að fá sér, er ekki hægt að gera einhverskonar loftfilter?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ég er með Rena Filstar iV2 dælu í mínu Tetru búri :) var orðin þreytt á þessari hrikalega stóru dælu í því og tók hana úr og fékk eina svona litla sem gerir sama gagn :) notaði svo bara hitarann úr gömlu dælunni :) Kemur mikið betur út og hægt að hafa svona smá eins og loftdælu á henni :) sem sé hægt að láta koma loftbólur út úr henni þannig að meira súrefni verður í búrinu. Allavega finnst mér þessi dæla hreinsa alveg svakalega vel og lúkkið á búrinu er allt annað :P þegar dælan tekur ekki allt búrið.
200L Green terror búr
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

nýir fiskar bættust við á miðvikudaginn

í búrinu eru núna

4x tígrisbarbar
1x M.Ramirezi kk
1x M,Ramirezi kvk
8x neon tetrur

loksins er fiðrildasíkluðu hængurinn hættur að lemja á hrygnunni því að nú hefur hann nýja fiska til að bera, barbarnir eru ekki með neitt bökk eða neitt og fiðrildasíkliðurnar hafa aldrei sýnt flottari liti, sérstaklega hrygnan þar sem hún er laus við dökka stress litinn eftir að kallinn hætti að lemja hana
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

jæja, humrarnir komnir í sér tank, strax í nótt hrygndi sá stærsti og ég fór og týndi grjót í hleðslu í dag og á eftir að stækka hana

heildarmynd af "búrinu"
Image

nærmynd á hleðsluna
Image

biðst afsökunar á lélegum gæðum, þetta var tekið með webcam (á ekki myndavél)
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

var að koma heim úr bænum en gerði ekki stór kaup í fiskadeildinni, keypti eina dælu í 60 lítra búrið og fóður en fékk svo gefins bakgrunn á það og 2 sverðdraga frá frænda mínum.

humrunum hefur fækkað mikiðupp á síðkastið og er ég farinn að veiða þá frá sem að ég sé að stutt er í hamskipti hjá og setja þá í heimatilbúið flotbúr til að þeir verði ekki étnir, á svo eftir að tína meira grjót í hleðsluna og gera hana almennilega.
hrognin hjá stærsta humrinum fara líka að klekjast út bráðum.

2 humrar eru í hamskiptum as we speak! :shock:
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

enn meiri fjölgun, bættust í búrið 5 mosabarbar eða semsagt græna afbrigðið af tígrisbarba, þá er komið gott af fiskum í búrið í bili

í búrinu eru semsagt:
9x tígrisbarbar þarf af 4 venjulegir og 5 grænir
8x neon tetrur
1x ancistra sem gleymist alltaf í upptalningu
2x fiðrildasíkliður

eina sem mér finnst vanta í búrið núna er smá gróður til að fá gott contrast, btw...

hvernig festir maður bakgrunn?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

plaggat eða 3D sem fer ofaní?

plaggat festiru bara með límbandi á bakhliðina en 3D kíttaru ofaní þurrt búrið (sýrulaust kítti)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

plaggat, prufaði að festa það með því að setja vatn á milli og það var miklu fallegra nema að vatnið þornaði smátt og smátt út frá pínulitlum loftbólum sem voru á milli og náðust ekki með kortinu
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

RagnarI wrote:hvernig festir maður bakgrunn?
Ég festi minn með venjulegri handsápu. Smurði það yfir, passaði að engar loftbólur voru og svo notaði ég smá límband á hornin.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

ég brá á það ráð að festa hann með matarolíu og hann hefur alveg tollað.

er kominn með ógeð af þessum tígrisbörbum, allt of fjörugir fiskar, er að pæla í að setja nokkra þeirra í grisjunarstörf í humrabúrið þar sem það er orðið ansi þétt setið af smáhumrum.....
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

jæja update;

barbarnir fóru ekkert, fiðrildasíkliðurnar gerðu það hinsvegar, nú er kominn í búrið lifandi gróður aftur og par af kribbum einnig eplasnigill.

8x neontetrur
9x tígrisbarbar
2x kribbar (par)
2x kk sverðdragar (pínu útúr)
1x kvk ancistra
1x eplasnigill


veit ekkert hvað þessi gróður heitir veit bara að búrið kemur svona 30 sinnum betur út


kribbarnir eru búnir að vera mikið í kring um rótina að finna sér "helli" og ég var að ljúka við svöl vatnsskipti þannig að búrhitinn féll um 2 gráður, sjáum hvort eitthvað kemur út úr því
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

Þá eru kribbarir búnir að hrygna, býst ekki við því að það komist neitt upp í þessu búri svo hvað er til bragðs að taka til að ná einhverju upp, asnaðist til þess að lyfta upp rótinni áðan þegar ég var að ryksuga mölina og sá þá helling af gulum hrognum.
Post Reply