Búrið mitt

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Búrið mitt

Post by stebbi »

Ég tók mig til fyrir þónokkru síðan, og breytti búrinu allhressilega. Reif niður vegginn sem var á bakvið búrið, og í hans stað reisti ég annann vegg utanum það.
Reyndar er þeim aðgerðum ekki alveg lokið sökum kreppu, en þetta klárast á endanum ;)

Búrið er s.s. 430 lítra, og íbúar þess eru:
3 Skalar
1 Blue acara
2 Bala hákarlar
1 Platty
5 Cherry barbar
8 Corydoras
1 Ancistra
14+ Tígrisbarbar


Image
Svona leit dæmið út fyrir breytingu

Image
Búið að rífa vegginn og stilla búrið af, og byrjað að smíða

Image
Hálfnað verk þá hafið er... varð að setja upp búrið í flýti þarsem fiskarnir voru byrjaðir að týna tölunni í stóra balanum

Image
Og svona lýtur þetta út núna að framan

Image
Og svona að aftan, á eftir að loka þarna

Image

Image
Smá svipmyndir úr búrinu
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Rosa flott! :-)
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Geggjað :wink:
Kemur vel út.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Helv. flott.
hefur tígrisbörbunum fækkað eitthvað, varstu ekki með 30 ?
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Vargur wrote:Helv. flott.
hefur tígrisbörbunum fækkað eitthvað, varstu ekki með 30 ?
eitthvað hefur fækkað á náttúrulegann hátt

Frændi minn fékk svo nokkra líka
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er flott! Hvernig ætlarðu að ganga frá bakinu, uppá aðgang að búrinu og svona?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Flott
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ahhh mig hefur alltaf langað að gera svona. geggjað flott hjá þér :) verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út með bakhliðina :D

Good luck :)
Ekkert - retired
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

keli wrote:Þetta er flott! Hvernig ætlarðu að ganga frá bakinu, uppá aðgang að búrinu og svona?
Það sést nú ekki á myndinni en veggurinn er alveg slatta breiðari en búrið, svo það verður alveg nóg pláss til að athafna sig þar á bakvið þegar veggurinn verður kominn
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Þetta er bara flott hjá þér :góður:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já þetta er mjög flott og lofar góðu!
-Andri
695-4495

Image
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Frændi minn vaknaði upp við þann yndislega draum að botninn á búrinu var farinn að leka.
Þessvegna var ég rifinn á fætur eldsnemma í morgun og látinn taka í "pössun" allt sem kvikt var í búrinu.

Ég hef ekki hugmynd um hversu margir fiskar þetta eru en þeir eru margir

allavegana það sem ég veit eru

1 black ghost 15-20 cm hann er virkilega töff
1 perlugúrami
1 blágúrami
1 SAE
3 dverg SAE
2 bótíur af sitthvorri tegundinni önnur sennilega yoyo og hin veit ég ekkert hvað heitir hún er blá
2 dvergsíkliður held það sé bolivian ram
nokkrir kardínálar
hellingur af cherrybörbum
og svo smá blandípoka af tetrum og börbum, erfitt að átta sig almennilega á þessu strax þarsem allt er gjörsamlega á iði í búrinu og hálflitlaust eftir bröltið.

Reini að ná einhverjum myndum við tækifæri
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Post Reply