Hvaða fiskur er þetta?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
corydos
Posts: 11
Joined: 01 Nov 2007, 09:51
Location: út á landi

Hvaða fiskur er þetta?

Post by corydos »

Þið vitið líklega hvaða tegund þessi fiskur heitir. Gíska á að þetta sé einhverskonar barbi en er búinn að eiga þennan fallega stóra fisk í alveg tvö ár en fékk hann frá vini mínum og hann þekktan ekkert.

Image

En er einhver ógn af honum. T.d. að hafa hann með öðrum fiskum lítlum svosem gúbbý eða öðrum. Er með hann í 160 L búri. væri til í að fá upplýsingar um hann. (Er líka með mikið af þörungavandamál á glerinu eins og sést á myndinni)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Aruliusarbarbi (arulius barb) er fiskurinn. Verður stór og hentar ekki með smáfiskum. Aðrir barbar og jafnvel sikliður eru ágætir búrfélagar.

Þörungavandamálið kemur sennilega vegna þess að þú þrífur ekki glerið. :)
Óeðlilega mikill þörungavöxtur gæti td orsakast af of miklu ljósi, gömlum perum, offóðrum og lélegum vatnsskiptum.
corydos
Posts: 11
Joined: 01 Nov 2007, 09:51
Location: út á landi

Post by corydos »

ég fór að skoða þennan fisk sem þú benntir á en mér finnst þeir samt svo ólíkir. Fiskurinn minn er með tvær lóðréttar rendur niður á bakið og svo kemur ein löng lárétt rönd en fiskanir sem ég skoðaði var ekki með svona lárrétta rönd?
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

þetta er t bar barb, þekki ekkert inná fiskinn en þetta er amk nafnið á honum
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ahh, játa á mig smá fljótfærni. Þetta er auðvitað T-bar barbi ( Puntius lateristriga ) eins og Ragnar segir.
Hann er reyndar svipaður í atferli og umhirðu nema hvað hann getur orðið allt að 20 cm í fiskabúrum.
Post Reply