Fínar breytingar, mun náttúrulegra búrið.
hægra megin í búrinu sýnist mér þú vera með anubias plöntu, athugaðu að ræturnar á henni mega ekki vera ofan í sandinum, plantan mun deyja ef hún er höfð þannig. Best er að binda plöntuna á stein eða rót.
Búrið er mun snyrtilegra eftir breytinguna. ég hefði reyndar gengið skrefinu lengra og skellt á það bakgrunn og látið "no fishing" skiltið hverfa.
Það rifjast upp skemmtileg orð sem mr. skúli lét falla hér á spjallinu fyrir nokkru, "burtu með no fishing skiltið, þú ert ekki 12 ára stelpa".
ég fæ mér bakgrunn eftir hátíðarnar...no fishing er bara gamallt og var svona fyrsti hluturinn sem ég fékk þegar að ég var fyrst með gúbbý. sem er þá 10-15 ára gamallt þannig að það fær að halda sér