Endalaus fiskabúravesen!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Endalaus fiskabúravesen!

Post by bryndis »

ég er alveg að brjálast... Ætla að koma með nokkur atriði - ef þið hafið einhverja reynslu/svör af einhverju þeirra þá endilega commentið :S er alveg komin með ógeð af þessu veseni.

1. Í 60l fiskabúri er ég með 2 gullfiska, ryksugu, 2 danio (zebra og með doppum) og 1 bardagafisk. Þar er vandamálið þörungur! Það er endalaus þoka í búrinu og ég hef gert ALLT. Ég fékk e-ð þörungadót í fiskó sem átti að safna honum saman og svo myndi dælan taka við honum. En það gerði ekki neitt, svo í 3ju tilraun tókum við dæluna úr og þá settist hann allur á botninn (græn slikja yfir allan bottninn). Þá varð vatnið tært í nokkra daga en svo kom þetta aftur. Ég notaði endurtekið þessa aðferð þangað til ég var búin með það sem ég fékk úr fiskó (veit ekki hvað það er, fékk það bara í lítið plastbox). Svo prófaði ég annað sem ég fékk gefins (ekkert nafn á því heldur, er í brúnni glerflösku með rauðu dropateljaraloki) og það virkar ekki eins vel og dótið í fiskó en eitthvað af þörunginum sest þó á botninn (ef dælan er ekkki - annars sýnir það engan árangur)...
Hvað get ég gert?? Það er tímastyllir á ljósinu og passað sérstaklega að ekki er gefið of mikið fóður.

2. Annað 60l búr með gotfiskum. Þar er vandamálið flugur!! Í hvert skipti sem ég opna fiskabúrið fljúga út c.a. 10 flugur! misjafnt á milli daga.. ég hélt þetta væri útaf flotgróðri í búrinu en er núna búin að henda öllum flotgróðri úr búrinu, en það lagaðist ekki. Ógeðslegt að geta ekki opnað búrið til t.d. að gefa fiskunum án þess að fá flugur flögrandi útum allt herbergið :S

3. Í sama búri er öðruvísi þörungur (held ég) að bögga mig. Þar byrjar eins og að vaxa örmjóar "plöntur" útúr gleurunum, steinunum og allstaðar. Það s.s. koma grænir blettir og þar byrjar þetta að vaxa, nokkrir svoleiðis á hverja hlið og svo stækkar hver "planta" og stækkar.

4. Bæði í 60 gotbúrinu og í öðru 160l búri virðist ekki vera hægt að halda plöntum heilum. Er alltaf kaupandi rándýrar plöntur og þær bara minnka og visna smám saman og á endanum eru það bara 2 stönglar eftir.. Ég gef fiskunum mjög mikið grænfóður, er með daylight peru (amk í 160l búrinu) og hef prófað plöntunæringu (bæði sem ég helli í búrið og töflur). Í 160l búrinu eru þær orðnar dökkbrúnar af þörung. Er búin að prófa að nudda hann úr, hann kemur bara strax aftur. Þar er ljósatíminn frekar langur, eða svona um 13 tíma á dag.

Í öllum búrunum eru vatnaskipti á 10 daga fresti og tímarofi á ljósum (nema reyndar í 160l). Ekki er gefið of mikið fóður og yfirleitt fylgst með því hvort það verði ekki allt étið. Veit ekki hvaða frekari upplýsingar ég þarf að gefa..

Það nenntu örugglega ekki allir að lesa þetta allt, en ef þið sáuð e-ð topic sem þið getið hjálpað, ekki sitja á því :) Maður verður svo ótrúlega þreyttur og óspenntur fyrir að halda áfram/gera meira í þessu áhugamáli ef maður getur ekki leyst örfá (en alveg óþolandi) vandamál.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Myndir

Post by bryndis »

Ákvað að setja inn myndir til að lýsa þessu betur.

Image
Hér er ein plantan, er tiltölulega nýbúin að nudda smá af þörunnum af, en samt er e-ð komið fremst... Ótrúlegt en satt, þá lítur hún betur út á myndinni en í alvöru!

Image
Hérna sést þokan í búrinu. Í gær lá hann allur á botninum svo ég ryksugaði hann út og vatnið var þá frekar fínt.. En er strax komin þoka aftur (og þetta er mjög gott miðað við venjulega þar sem ég var að vesenast í þessu bara í gær).

Image
Ég dró hring utan um 2 lengjur sem sáust best.. sést ekkert of vel, kann ekkert á þessa myndavél, en ég vona að þið sjáið þetta almennilega.

Image
Og hér er aftur önnur planta, þessi er í 60l búrinu og er öll að visna. Ég var með mjög mikinn gróður í báðum búrum, en þetta er langstærsta plantan sem er eftir (og búin að minnka um helming á stuttum tíma).
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Skín dagsbyrja á búrin ?

Í búri 1 myndi ég segja að búrið sé ekki komið í jafnvæg
hefur þú mælt vatnið eitthvað (Ammonia, Nitrat og Nitrit) ?
Og lítur búrið út eins og einhver hafi skellt smá mjólk út í vatnið eða er þetta meira eins og grænt á litinn ? (Eða er það bara bakgrunnurinn sem lætur þetta líta úr fyrir að vera grænt á myndinni?)

Í búri 2 sýnist mér þetta vera hárþörungur sem kemur oft vegna dagsbirtu sem nær að komast að búrinu eða þá að peran í lokinu sé farin að missa gyldi sit, hvað eru perurnar gamlar(Búnar að vera í notkun lengi ?)

Hefur þú hreinsað mölina eitthvað ? þá með sérstakri malar ryksugu
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Allavega með skýjaða búrið þá ættiru að prófa að myrkva búrið alveg í svona 3 daga, setja teppi yfir það og ekki gefa neitt þessa 3 daga :) fiskarnir lifa það af. Gerðist hjá mér og ég gerði þetta og allt í fína lagi eftir það :D svo bara muna að skipa um vatn eftir þessa 3 daga. Hef ekki fengið svona skýjun eftir það, en búrið var einmitt nýlega sett upp þegar þetta gerðist :)

Með plönturnar þá ættiru að prófa að hafa kolsýrukerfi :) gerir slatta fyrir plönturnar. Allavega lýta mínar betur út ef ég hef það :). Ekki nóg fyrir þær að fá bara ljós, þurfa oft líka auka kolsýru :)

Ég fæ svona skrítinn hárþörung á eina plöntuna hjá mér en það er af því að hún vex svo hægt, eina plantan sem fær þetta hjá mér og SAE virðist ekki taka þetta :S en ég hef ekkert gert í því, nema að taka blöðin sem eru þakin :P
200L Green terror búr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held að Squincy hafi þetta.

Ef gróðurinn þrýfst illa hjá þér þá er lýsingin sennilega ekki næg og perurnar gamlar, þú þarft helst að hafa tvö perustæði í búrinu og gróðurperu í öðru þeirra.
Þú getur líka reynt að kaupa einfaldari plöntur sem þurfa minna ljós.

Ég kann ekki skýringu á flugunum en sennilega hefur flugufjölskylda tekið sér bólfestu í búrinu en þar eru kjöraðstæður fyrir ýmis skorkvikindi.
Þú gætir prófað að ryksuga upp flugurnar og skella síðan lokinu í plastpoka og setja það út í frostið yfir nótt.

Hér er svo góð síða þar sem farið er í helstu týpur af þörung og ástæður fyrir því að hann kemur.
http://www.aquariumalgae.blogspot.com/
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það hefur ekkert að segja að setja búrið í myrkur ef vatnið er hvítleitt, en ef það er grænt þá hefur það áhrif þar sem þetta græna er svifþörungur sem þrífst á næringarefnum í vatninu(oftast rotnað fóður) og ljóstilífar

Ef vatnið er hvítt er vatnið fullt af bakteríu sem er að nærast á næringarefnum í vatninu (Ekki rotnuðu fóðri) þannig að vatnskipti munu ekki fjarlægja þessa bakteríu heldur mun það auka fæðu fyrir bakteríuna og hún mun þrífast lengur í búrinu

Já gleymdi með flugurnar, þetta eru ekki ósvipaðar flugur og eru oft í grænmeti og eru meinlausar þó þær séu algjör pest að fá og þær verpa í vatnið, erting á yfirborði vatnsins getur hömlað flugurnar frá því að verpa í vatnið

Og flotgróður hjálpar til með að fela eggin/Lirfunnar svo að fiskarnir finni þær ekki, þannig að gott er að þú sért búinn að fjarlægja fotgróðurinn

Gott er að fá sér loftdælu og loftstein ofan í búrið til að erta yfirborðið eða koma hreinsi dælunni fyrir ofar í búrinu svo að hún erti yfirborðið á vatninu, þá ætti flugurnar að hætta að geta fjölgað sér og drepast allar á endanum
Kv. Jökull
Dyralif.is
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Squinchy – Það skýn alveg örugglega dagsbirta á skýjaða búrið, en frekar lítið á hitt (með hárþörungnum).

Þokan í skýjaða búrinu er ljósgræn, sést líka best þegar þetta dettur á botninn, þá er það dökkgrænt. Ég hef ekki mælt ammoniu, né neitt svoleiðis, því það myndi örugglega gera lítið þar sem ég veit hvorki hversu mikið magn á að vera, né hvernig er hægt að ná settu magni.

Búr 2: búrið er svona 3ja mánaða gamalt, keypti það nýtt svo perurnar ættu ekki að vera gamlar. Og ég hvert skipti sem ég skipti um vatn (þeas á svona 10 daga fresti) þá nota ég ryksuguna til að tæma, og ryksuga í leiðinni mölina.

Og seinna svarið – vatnið er ekki hvítt, en ég prófaði samt að skipta ekki um vatn í 2 vikur því ég var fyrst ekki alveg viss hvort þetta væri, fannst það vera alveg hvítt. Og ég ætla að breyta dælunni aftur þannig að hún sprauti ofan í vatnið (kann ekki að lýsa þessu, rör með nokkrum götin kemur upp, og gerir svona „fossahljóð“ í búrið, mjög kósí en var alveg óþolandi þegar ég var með flotgróður, þarsem hann fór alltaf undir fossinn og hentist um allt búr).


Sirius Black – Ég prófaði einmitt að myrkva það, lét tvö þykk teppi algjörlega hylja búrið og passaði að engin birta kæmist inn, hvorki gaf né átti við búrið á annan hátt í þessa 3 daga, en það breytti engu :S

Kolsýrukerfi? Veit ekki einusinni hvað það er :oops: en ég skoða mig til hérna á spjalliu / google :) takk fyrir þetta.


Vargur – Sama og Squinchy, þeas 60l búrið er tiltölulega nýtt og við skiptum um perur í 160l búrinu fyrir svona 1,5 mánuði. Í 160l er ein daylight og ein blá (veit ekki hvernig, fengust saman í pakka), og í 60l er bara 1 ljós með mjóum perum, einni blárri en hin venjuleg, veit eiginlega ekki meira um þær því þær fylgdu bara búrinu..

Hahh já ég ætla sko að prófa það! Ryksuga og frysta þessi kvikindi, geri það um leið og ég er búin í prófum og hef meiri auka tíma en bara að kíkja á netið og nöldra ;) (býst reyndar við að ég eigi eftir að pirrast svo ótrúlega næst þegar ég gef þeim að ég hleyp og næ í ryksuguna!). :twisted:

Takk fyrir síðuna, á eftir að hella mér í hana:D


Takk allir fyrir að svara svona fljótt, og bjarga þ.a.l. geðheilsunni minni
:reiður:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Nú víst að þetta er grænleitt þoka þá er málið að myrkva búrið og skipta um smá vatn, því aðal orðsök græn vatns er úrgangur í formi rotnað fóðurs eða undan fiskunum (Nitrit = No3) og mikil ljósbirta

Hvernig eru annars vatnskipta hlutföllin þín, hvað ertu að taka marga lítra sirka ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Þegar ég myrkvaði búrið síðast, þá skipti ég um 50% vatn fyrir, myrkvaði búrið í 3 daga, og skipti svo um 50% strax á eftir. Myrkvunin hafði engin áhrif, það bara þynntist aðeins úr þokunni við vatnaskiptin, en það var fljótt að jafna sig.

Venjulega þegar ég skipti þá tek svona 20l úr.. c.a. 1/3. En í þessu búri erum við búin að reyna svo margar aðferðir að við erum alltaf að skipta um vatn, og mjög oft þá í kringum 50% jafnvel örlítið meira.

Þetta búr er hjá litlu systur minni, ég er búin að hamra því að henni að gefa þeim lítið, og hef oft séð hana gefa, og þá vandar hún sig mjög að gefa bara nákvæmlega það sem þeir borða, svo mér finnst skrítið ef þetta er offóðrun, en ég er ekki sjálf að gefa þeim svo ég get auðvitað ekkert fullyrt.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Í öllu þessu fiskastússi er höfuðatriði að það séu bakteríur til staðar sem vinna úr næringarefnum sem eru til staðar í búrinu, fáðu þér efni sem heitir cycle og settu útí búrin, minnkaðu matargjöf, mögulega öflugri dælur og góða loftun.
Ace Ventura Islandicus
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú verður að myrkra búrið þangað til að þetta græna hverfur, vanalega gerist það eftur 3-4 daga en getur tekið lengri tíma.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Já ókei... ég var bara svo hrædd um fiskgreyin að ég þorði ekki að myrkva það lengur, hélt að fyrst þetta væri ekki farið að virka þá væri þetta ekkert að hafa áhrif... lifa þeir alveg í 4-5 daga í myrkri og matarlausir?

Ég ætla að fara á morgunn að kaupa þetta cycle dót.. Ein pæling, ég kíkti í fiskabúðina í mjóddinni í gær og sýndist fiskarnir vera mun ódýrari þar en annarsstaðar. Af hverju er það? Ég hef aðallega heyrt ykkur tala um tjörvar, dýragarðinn, fiskó og trítlu.. Er einhver slæmt reynsla af mjóddinni? :) Vil bara vera viss :roll:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef fiskarnir myndu ekki lifa það þá væri ég varla að ráðleggja það.

Dýraland er fínasta verslun en fiskaúrvalið þar er lítið til að tala um, þess vegna fer lítið fyrir þeim umræðum.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

haha nei það er rétt, kjánaleg spurning :)

En já, þá er ég ófeimin við að versla við Mjóddina :) Úrvalið var reyndar alveg lítið en ég sá fiska sem mig langaði í, svo ég kíki þangað aftur á morgunn.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

keypti gára hjá Dýralandi í mjóddinni um síðustu helgi, hafði ekki komið þar inn lengi. Fiskabúrin voru mjög snyrtileg og flott hjá þeim.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Jæja.. búin í prófum og loksins búin að hafa tíma til að standa í þessu... Á meðan ég var í prófum opnaði ég burið með flugunum nánast ekki neitt (nema þegar ég gaf að borða, þá var ég tilbúin með matinn, opnaði í 1sek, henti matnum inn og lokaði strax ;)). Svo þegar ég var búin í prófum, þá voru flugurnar horfnar! ótrúlegt, þær urðu á tímabili alveg fáránlega margar, það er eins og þeim hafi bara fjölgað of mikið og drepist svo? En ég er mjög sátt, þurfti ekkert að frysta neitt.. Samt tók ég allt í gegn, þreif lokið mjög vel ofl.

Ég tók þá fiska sem voru eftir í þokubúrinu og setti í annað búr (fyrrv.flugubúrið:)) og tæmdi svo þokubúrið algjörlega, og fyllti aftur.. Ég veit að það er ekkert svo sniðugt, því ég hef heyrt að þokan komi í nýuppsett búr, en ef ég sé þokuna aftur þá get ég myrkvað það eins lengi og ég vil, og þarf ekkert að hafa áhyggjur af neinum fiskum :) svo núna er það bara í prufukeyrslu án fiska.

Hárþörunginn skafa ég bara af þegar ég sé hann. Það er reyndar einn steinn alveg á kafi í þörung og ég get ekki skafað hann því hann er svo hrufóttur. Plönturnar í "flugubúrinu" líta strax örlítið betur út, án þess að ég gerði neitt samt.. En plönturnar í 160l eru svipaðar og áður..

En svo er það önnur spurning - það er einn black molly sem er eins og hann sé geislavirkur? Kann ekki alveg að lýsa því, en hann er s.s. svartur, en svo glampar á hann, ég hélt hann væri með sveppi, en prófaði þannig lyf sem virkaði ekki (kannski var það þessvegna sem plönturnar voru svona slæmar á tímabili). Svo keypti ég mér aðra black molly um daginn úr búri sem vantaði peru í, og tók eftir því að hún var líka smá glansandi, en það hefur samt ekkert aukist.

Svo hafa kerlingarnar ekkert orðið seiðafullar. Ég keypti fyrst 2xkvk og 1xkk, en mér sýndist svo að ég væri með 2xkk og 1xkvk (og þessi kvk var sá sem var "geislavirkur"), svo ég bjóst við að það væri ástæðan fyrir að ég væri ekkert a´ná neinu frá þeim. En svo bætti ég við einni kvk, og enn hefur ekkert gerst. Skil þetta ekki.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

bryndis wrote:En svo er það önnur spurning - það er einn black molly sem er eins og hann sé geislavirkur? Kann ekki alveg að lýsa því, en hann er s.s. svartur, en svo glampar á hann, ég hélt hann væri með sveppi, en prófaði þannig lyf sem virkaði ekki (kannski var það þessvegna sem plönturnar voru svona slæmar á tímabili). Svo keypti ég mér aðra black molly um daginn úr búri sem vantaði peru í, og tók eftir því að hún var líka smá glansandi, en það hefur samt ekkert aukist.

Svo hafa kerlingarnar ekkert orðið seiðafullar. Ég keypti fyrst 2xkvk og 1xkk, en mér sýndist svo að ég væri með 2xkk og 1xkvk (og þessi kvk var sá sem var "geislavirkur"), svo ég bjóst við að það væri ástæðan fyrir að ég væri ekkert a´ná neinu frá þeim. En svo bætti ég við einni kvk, og enn hefur ekkert gerst. Skil þetta ekki.
Hver er spurningin ? Hvort hann sé geislavirkur ? Ég efast um að fiskurinn sé geislavirkur, hvað mundir þú þá halda um neon tetrur ? :)
Glampar ekki bara á hreisturflögurnar eins og á flestum fiskum.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

sumir black molly eru með einhverjar hreisturflögur sem eru öðruvísi á litinn, t.d skær grænar/bláar.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Haha nei það var reyndar ekki spurningin. Ég set tvær myndir þar sem ég virðist ekki geta lýst þessu nákvæmt :) (hefði reyndar átt að strjúka aðeins af glerinu áður, en þið sjáið amk hvað ég er að tala um með fiskinn :))

Image
Image

Kannski sniðugt að taka fram að ég tók fyrst eftir þessu eftir að ég náði niður hvítblettaveiki fyrir svona 2 mán.. Þessvegna hélt ég að þetta væri fungus, en lyfið fyrir það virkaði samt ekkert.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Er þetta ekki bara Dalmatíublandaður Black mollý ???
Ég er með Dalmatíu Segl Mollý og þeir eru missvartir.
Kellurnar eru t.d. mjög svartar.
Þessi lítur út eins og mínir.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

hmm.. já. kannski, en af hverju kom þetta þá allt í einu? Hann var kolsvartur þegar ég fékk hann..
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ég er með einn dalmatiu molly í búrinu hjá mér. og þegar ég keypti hann þá gat ég valið á milli hvítra með svörtum blettum og svartra með hvítu í.. og skildist mér að þeir eiga það til að breyta um lit. sesmagt dekkjast upp og eflaust líka lýsast upp. gæti verið case-ið hjá þér að þeir séu að lýsast einhvað upp. :)
Ekkert - retired
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

já ég vona að það sé málið, þá er ekkert að honum... en þá hef ég ekki hugmynd af hverju þeir "eignast engin börn".. búin að eiga þá í nokkra mánuði og enginn kerling hefur orðið seiðafull. Það er reyndar búið að minnka bara yfir höfuð, miðað við áður hjá mér, þá voru þær alltaf annaðhvort nýbúnar að gjóta eða seiðafular, allar 4 kerlingarnar sem ég hafði þá (þá voru það plattý og sverðdragar, nú er ég með molly og sverðdraga og enginn verður seiðfull).
Post Reply