1. Í 60l fiskabúri er ég með 2 gullfiska, ryksugu, 2 danio (zebra og með doppum) og 1 bardagafisk. Þar er vandamálið þörungur! Það er endalaus þoka í búrinu og ég hef gert ALLT. Ég fékk e-ð þörungadót í fiskó sem átti að safna honum saman og svo myndi dælan taka við honum. En það gerði ekki neitt, svo í 3ju tilraun tókum við dæluna úr og þá settist hann allur á botninn (græn slikja yfir allan bottninn). Þá varð vatnið tært í nokkra daga en svo kom þetta aftur. Ég notaði endurtekið þessa aðferð þangað til ég var búin með það sem ég fékk úr fiskó (veit ekki hvað það er, fékk það bara í lítið plastbox). Svo prófaði ég annað sem ég fékk gefins (ekkert nafn á því heldur, er í brúnni glerflösku með rauðu dropateljaraloki) og það virkar ekki eins vel og dótið í fiskó en eitthvað af þörunginum sest þó á botninn (ef dælan er ekkki - annars sýnir það engan árangur)...
Hvað get ég gert?? Það er tímastyllir á ljósinu og passað sérstaklega að ekki er gefið of mikið fóður.
2. Annað 60l búr með gotfiskum. Þar er vandamálið flugur!! Í hvert skipti sem ég opna fiskabúrið fljúga út c.a. 10 flugur! misjafnt á milli daga.. ég hélt þetta væri útaf flotgróðri í búrinu en er núna búin að henda öllum flotgróðri úr búrinu, en það lagaðist ekki. Ógeðslegt að geta ekki opnað búrið til t.d. að gefa fiskunum án þess að fá flugur flögrandi útum allt herbergið :S
3. Í sama búri er öðruvísi þörungur (held ég) að bögga mig. Þar byrjar eins og að vaxa örmjóar "plöntur" útúr gleurunum, steinunum og allstaðar. Það s.s. koma grænir blettir og þar byrjar þetta að vaxa, nokkrir svoleiðis á hverja hlið og svo stækkar hver "planta" og stækkar.
4. Bæði í 60 gotbúrinu og í öðru 160l búri virðist ekki vera hægt að halda plöntum heilum. Er alltaf kaupandi rándýrar plöntur og þær bara minnka og visna smám saman og á endanum eru það bara 2 stönglar eftir.. Ég gef fiskunum mjög mikið grænfóður, er með daylight peru (amk í 160l búrinu) og hef prófað plöntunæringu (bæði sem ég helli í búrið og töflur). Í 160l búrinu eru þær orðnar dökkbrúnar af þörung. Er búin að prófa að nudda hann úr, hann kemur bara strax aftur. Þar er ljósatíminn frekar langur, eða svona um 13 tíma á dag.
Í öllum búrunum eru vatnaskipti á 10 daga fresti og tímarofi á ljósum (nema reyndar í 160l). Ekki er gefið of mikið fóður og yfirleitt fylgst með því hvort það verði ekki allt étið. Veit ekki hvaða frekari upplýsingar ég þarf að gefa..
Það nenntu örugglega ekki allir að lesa þetta allt, en ef þið sáuð e-ð topic sem þið getið hjálpað, ekki sitja á því
