
Ég tók myndir af ferlinu þegar við settum það upp, vil bara minna á að hann réð "þemanu" í búrinu

Ég veit að myndirnar eru á engan hátt rétt teknar, glampi hér og þar.
En það allavegana sést hvað er á myndunum, ég læri hitt seinna

- Þarna erum við búin að koma búrinu fyrir á staðnum sem það á að vera á.

- Því næst komum við steinunum fyrir á sinn stað


- Þarna vorum við komin með loka ákvörðun um það hvernig við ætluðum að raða í búrið, langað bara að sýna ykkur


- Svo byrjuðum við að fylla búrið af vatni.

- Hálfnað verk þá hafið er.

- Þegar við vorum búin að fylla búrið setti ég rétt magn af Aqua-Tan í búrið, setti dælurnar í gang og ætla að leyfa því að rúlla þannig í kvöld, og svo líka á morgun.

- Þá lítur það svona út, engir fiskar farnir í það enn.
Líkkistan er tengd við loftdæluna, svo hún opnast á nokkurra sekúntna fresti með loftbólur.

Á morgun fer ég niður í búð og ætla að ná mér í einhverjar Neon Tetrur til að byrja á að hafa þarna, bara einhver 5 stykki.
Eftir helgi bæti ég svo einhverjum fiskum við.
Hvernig lýst ykkur á þetta, so far?
