Ancistrurnar mínar voru að hrygna, og mig langar endilega að koma seiðunum upp. Get ég sogið hrognin upp í slöngu og komið þeim yfir í seiðabúrið mitt? Án þess semsé að skemma fyrir einhverju.
Hrognin eru semsé gul á litin, veit ekki hvort það þýði að þau séu frjó eða ekki. Öll tips eru vel þegin Og, hrognin myndu fara í búr sem er með ancistru í fyrir, gæti hún verið ósátt við það? (kk ancistra)
Þurfa hrognin að vera á hreyfingu? En gæti ég ekki bara sogið þau upp með slöngu og látið þau liggja í seiðabúrinu? (og þá auðvitað fært hina ancistruna)
Ég tók hrognin úr stóra búrinu mínu og setti þau í seiðabúrið mitt. Búin að vera með loftdælu í gangi þar mestan tímann, en núna eru sum hrognin orðin hvít og önnur eru enn gul.
Eru þau að skemmast? og hvaða hiti á að vera á fyrir klakningu?
ég er með brúsk ancistru í seiðabúrinu. ef ég fengi maka fyrir hana og þau myndu hrigna. þyrfti ég þá einhvað að pæla í hrognunum eða bara leifa þeim að sjá um þetta? þarf maður kanski alltaf að setja einhvern loftstein og einhvað?
hefur bara par af ancistrum í búri, karlinn hugsar um hrognin. Ancistrur vilja hrygna inn í þröngar glufur, t.d milli steina eða í kokos hnetur t.d, þar sem þær verða látnar í friði og fiskar komast ekki að þeim.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
ok en nú er ég með brúsk ancistru sem mig vantar maka fyrir. er bara ekki viss hvort þetta er kk eða kvk. eru kvk alveg sléttar á nebbanum? eða fá þær ekki smá svona "brúsk" s.s. sona litla brodda fremst á trýninu? eða eru það bara KK sem fá einhvað.. og kvk alveg sléttir?
ok þá þarf ég að bíða aðeins lengur hugsa ég. er ekki viss með minn hvort hann sé kk eða kvk. hann er með smá bruska fremst á nefinu svo nuna um daginn þá tók ég eftir einum stilk sem stendur uppur lengra uppá nefinu en hinir ...