Búrin okkar 54L og 180L! Breyttum 180L búrinu!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Jæja fór til andra pogo áðan og fékk hjá honum 1 stk whiptail . virkilega flottann. og er hann að spóka sig vel í nýja heimilinu. :)

Takk fyrir andri

**edit**

Gibbinn stærri er nú seldur, því miður. var virkilega skemtilegur og flottur fiskur
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Jæja. komið annað video og örlítið skárra af flestum fiskunum okkar.

http://www.youtube.com/watch?v=e4a04pIFsK0

Búrið er mjög tómlegt þarna og allt í rúst eftir gibbann. Ættla að laga búrið um helgina þegar ég verð búinn að fá nýjann sand í botninn.
vantar grófan hvítann sand. þessi fíni er ekki alveg að gera sig fynst mér

ættla líka að setja nokkrar plöntur og rót til að fylla aðeins uppí. :)

Allar tillögur vel þegnar!

Takk
Ekkert - retired
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Sá minni er gibbi, þessi stærri kallast víst Common Pleco. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

hmm ok. guess I am wrong.. hvernig sér maður munin á þeim? og eru pleggar einhvað betri/verri?
Ekkert - retired
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

VIDEO NR. 3 - http://www.youtube.com/watch?v=HIkJxSPbNoA
Jæja áhváðum að breyta aðeins búrinu. fengum okkur nokkrar plöntur og rætur. persónulega fynst mér breytingin alveg rosaleg :)

Nýtt video. breytingarnar sýndar í grófu bragði sem gerðar voru á 180L búrinu í dag. Alveg magnað hvað nokkrar plöntur, steinar og rætur geta gert.

Fór semsagt í Dýragarðinn í dag og keypti mér nokkrar plöntur og rætur, kom svo við í Trítlu og fann mér 20 kg af hvítri möl í botninn og kom heim með einn nýjann íbúa í leiðinni. kvk anchistru til að reyna að para saman við brúskinn okkar :)

Fórum svo niður í fjöru og á einhver byggingarsvæði til að fynna örfáa steina. fundum einhverja brúklega..

Hauskúpan og bíllinn fengu að fjúka :)

bara natural skraut í búrinu núna

Endilega segjið ykkar skoðun. :)
Ekkert - retired
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Svaka breytingar, Þetta er orðið rosa flott :-)
Minn fiskur étur þinn fisk!
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

náttúrlega orðið náttúrulegra
þetta hefur þá verið þú og frúin sem voruð að kaupa ancistru af Vigdísi í Trítlu í dag þegar ég var að fara út
vantar alveg að þú setjir tattoo á ennið
Im Bob
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

hehe já passar..

Nei fer ekki að ganga þar langt :p fórum út með einmitt anchistru og möl. :)
Ekkert - retired
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta er orðið fínt, heimavideoið af frúnni var líka fín viðbót hehe :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

hehe ;)

en segið mér. núna eru skalarnir mínir einhvað jumpy. eru að "ráðast" á alla í kringum sig, rekandi alla í burtu frá sér og sniffandi af öllu.

Any ideas hvað er í gangi þar?
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Andri Pogo wrote:þetta er orðið fínt, heimavideoið af frúnni var líka fín viðbót hehe :)
Andri er ekki lengi að spotta þetta. :-)
Annars er þetta ekkert, þið ættuð að sjá videoið hennar á Redtube. :P


Skalarnir eru sennilega par og eru að velja sér stað.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

haha hlynur... shhhh

nei ok. back on subject hérna

má semsagt fara að búast við hrigningu fljótlega frá þeim?

endar það ekki alltaf eins þá... s.s. þau hrigna og sjá svo hlaðborð og fá sér að éta... ...?
Ekkert - retired
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ef þú sérð þá vera að snyrta einhvern hlut, sem sagt kroppandi af honum, þá eru þeir að gera hann að væntanlegum hrygningarstað.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

allright. fylgist með því :) takk fyrir
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok.. another question.. mér var sagt af henni vigdísi í trítlu að ef kk ancistran væri að elta kvk á fullu (eins og þau séu að slást ) þá væri hann að reyna við hana og þau líkleg til að hrigna.. er þetta einhvað rétt?

því þegar ég setti kellu útí búrið þá liðu nokkrar min þar til kallinn fór að elta hana og núna er hann að því reglulega...
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Erum að gæla við hugmyndina að fara útí dýrabúð eftir helgi og kaupa okkur Kribba par. Væri gaman að sjá hvernig það mun ganga. :)

Einhverjar reynslusögur?
Ekkert - retired
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Vargur wrote:
Andri Pogo wrote:þetta er orðið fínt, heimavideoið af frúnni var líka fín viðbót hehe :)
Andri er ekki lengi að spotta þetta. :-)
Annars er þetta ekkert, þið ættuð að sjá videoið hennar á Redtube. :P


Skalarnir eru sennilega par og eru að velja sér stað.
öömmm :roll:

En helvíti flott vídeó, öll. :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Jæja. gerðum smávegist head count í seiðabúrinu núna

Erum með í heildina 12 gubby seiði þarna.
sem þýðir að afföllin hafa verið 7 stk sem hafa látist

fengum úr fyrsta goti 23 stk
bættist síðan úr næstu 2 götum bara 3 stk.
Hlynur fékk 6 stk
1 stk var fargað. var með rosalega S laga sporð og einhvað skakt og seinfara. skalarnir voru ekki ósáttir með þessa aukamáltíð sína.

sem þýðir að við höfum einhverstaðar á leiðini myst 7 stk. höfum aldrei séð dáin seiði í búrinu. spurning hvort anchistran og sniglarnir hafi ekk bara verið svona snögg að éta þau.. enda ekki neitt svaka stór seiði.

:)
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

jæja. kominn tími á smá update hérna.

54L seiðabúrið
Enþá sami fjöldi fiska þar oní.. eða 12 stk. stæðstu seiðin eru u.þ.b. 2 cm og er enginn kominn með lit. allir jafn gráir og mamma sín. nema þessi 3 minstu sem fæddust fyrir 2 vikum síðan. eitt þeirra er alveg skjanna hvítt og 2 þeirra eru græn og hafa alltaf verið hálf græn...

20L Bardagakallinn
Bættum við einu búri um daginn. fengum 20L fiskabúr sér undir bardagakallinn þar sem hann var í morðhugleiðingum. hann er mjög sáttur núna og er á fullu að búa til bubblenest.

180L
Erum í bölvuðum vandræðum með 180L búrið núna
Rosalega margir íbúar búrsins eru nú með mjög tættan bakugga og sporð. annar skalinn, cory-arnir (koparsugurnar), 1molly, 2 gubby's, Litli gibbinn, o.fl eru með skemda ugga og sporða. Koparsugurnar eru þó verstar og er ugginn á þeim bara mjög tættur..

Vorum að taka fyrst eftir þessu í gærkvöldi. Spurning hver af íbúunum sé að gera þetta.. hvort að kribba parið sem er tiltörulega ný komið í búrið sé svona aggresive. Tók reyndar eftir því núna áðan þegar allir voru að narta í botntoflu nálægt kókoshnetunni sem mér sýnist þau vera búin að eigna sér þá var kallinn mjög duglegur í að reka gotfiskana í burtu...
KK skallinn er búinn einhvað að vera að narta í kvk skallan. og kk molly er einhvað aggresive við kvk molly, þetta er einhvað skrítið
Ekkert - retired
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ef að kribba parið er ekki tætt þá er þetta líklega þau, en annars gæti þetta verið sporðáta. :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

sporðáta?? :shock: and that would be??

fór að skoða kribbana betur. þeir eru nú nokk nýjir í þessu búri og það er ekki mikið að sjá á þeim. þó er eins og sporðurinn á kellu er einhvað örlítið tættur og einhvað smávegis á sporðinum á kallinum líka sem og einhvað aðeins aftast á ugganum.....

what do I do?
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er bara einhver nartari í búrinu. Fylgstu með fiskunum og þá ættir þú að finna sökudólginn fljótlega.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

hef verið að fylgjast með búrinu og það sem ég hef tekið eftir er:

Segl molly kallinn er frekar harður við molly kelluna.. eltir hana útum allt frekar harkalega. sé bara ekki hvort hann sé einhvað að narta í hana

KK skalinn er einhvað að narta í sporðinn á kvk skalanum. en hvort það sé honum að kenna að bak ugginn á henni sé ónýtur veit ég ekki. hann er klofinn til helminga og tættur efst

Kribbarnir eru að ýta öllum í burtu frá kókoshnetuni. en bara sona með að synda hratt að þeim. hef ekki getað séð að þeir séu að narta einhvað

Tek einnig eftir því að:

Hvíti segl molly fiskurinn er gulur efst á seglinu(bakugganum)
Litli gibbinn er brúnn efst á bakugganum og aftast á sporðinum

Svo er nátturulega spurningin hvort þetta sé bara allt saman eftir bardagakallinn sem var í þessu búri þar til fyrir nokkrum dögum síðan.. að ég sé bara fyrst að taka eftir þessu núna :)

:?
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Ok búinn að vera að fylgjast aðeins með búrinu í kvöld. og tek þa allra mest eftir því að kribbarnir eru einhvað að pirrast útí hina fiskana, glefsandi í þá.
Ættli þeir eigi eftir að hætta því einhverntima?

eða fara hinir kanski að læra bara að fara ekki innan x radius af heimi þeirra.
ps. þetta gerist nánast bara nálægt heimilinu þeirra... a.k.a kókoshnetunni.
Ekkert - retired
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Bara ósköp venjulegt síkliðu par að passa svæðið sitt, síkliður henta yfirleitt ekki vel með gotfiskum, minni tetrum og svoleiðis, en þetta gæti gengið. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kribbarnir henta á gætlega með þínum fiskum í þessari stærð af búri og hinir fiskarnir læra fljótlega að passa sig. Það eru einna helst corydorasarnir sem eru líklegir til að verða fyrir barðinu á þeim.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

hehe passar. þeir eru líka tættastir af þeim öllum :D :lol:

ég prófað að færa 1 af cory yfir í hitt búrið með kuðungasíkliðunum. sjitt hélt að hann ættlaði að deyja úr hræðslu. sikliðurnar voru svo harðar við hann hehe.. spurning hvort maður setji þær bara í seiðabúrið? hehe

nema kanski þeir læri bara að passa sig. eða þá að þeir enda uggalausir :roll:
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Corydoras eru auðveld fórnarlömb, þú áttir að færa þá í seiða búrið ef þetta lagast ekki, þeir eru fínir þar. Fá þér svo td. bótíur, hoplosternum eða fleiri ancistur í stóra búrið en þeir fiskar þola mun meira en coryarnir.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok. pæling

nú er ég með í seiðabúrinu: (54L búr)
12 stk gubby seiði
2x ancistrur
3x gula eplasnigla

Ætti ég að bæta 2x cory's í það búr eða ætti ég að taka þá kanski ancistrurnar og setja þær í annað búr? þá annaðhvort með kuðungasikliðunum (60L búr) eða í 180L búrið.. eða hafa þær bara áfram í 54l seiðabúrinu. hafa verið þar from the begininng.

í búrinu með kuðungasikliðunum eru engir fiskar sem þrífa botninn né glerið

í 180L búrinu er ég með einn 13cm plegga, 1 5-6cm gibba, 1 12cm whiptail pleco

hvernig fynst fólki að ég ætti að hagræða þessu?
Ekkert - retired
Post Reply