Brichardi

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Brichardi

Post by Steini »

er svolítið hrifinn af hugmyndinni að setja brikka par í búrið mitt.
búrið er 130 l.

er hægt að hafa eitthvað með þeim? hef heyrt að þeir séu voða aggressívir,
það sem ég hafði í huga eru nokkrar bótíur og/eða ankistrur

ef maður vill par, þarf maður þá að kaupa fullt af fiskum og bíða eftir að þeir parist?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sæll Steini.
Það ætti að fara vel um Brickhardi í þessu búri og það ætti líka að vera í lagi að setja einhverja ancistrur þó þær yrðu örugglega lamdar ef þær færu of nálægt. Ég myndi helst ekki setja neitt annað.
Ef þú færð ekki par úr búðinni er hætt við að þú verðir að fá þér nokkra, ég veit ekki um marga sem geta kyngreint Brichardi.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

ok

önnur spuning.
ég á tvo flying fox, gætu þeir fengið að vera áfram í búrinu?
yrðu þeir þá bara drepnir?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég þekki ekkert inn á þessa f.f. hvort þeir eru um allt búr eða hvað svo ég get ekki svarað þér með það.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Ég hef átt Brichardi, og var með malawi siklíður með þeim í búri.

Þetta var btw. þegar ég var að byrja í fiskum og búrið var alltof lítið fyrir þetta.

Ég myndi í þínum sporum fá mér 4 stk Brichardi fiska til að eiga góðan séns á að fá Par úr þessu, en ég myndi ekki treysta Flying Fox með þeim. Brichardi eru agressívir, sérstaklega á hrygningartíma. Líkur er á því að það sem þú setur með þeim verði undir í baráttunni um yfirráðasvæði og því þurfa það að vera fiskar sem eru snöggir og geta stungið Birchana af ef þeir þurfa.

Persónulega myndi ég hafa einungis Brichardi í búrinu. Ancistur ættu þó að vera í lagi eins og Ásta kom inn á.

Gangi þér vel með þetta.
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

ok, takk takk
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ef þú skiftir búrinu upp með steinum ( steina hrúgur í hornin og stóra steina í miðjuna ) þá gætir þú komist upp með aðra tanganyika fiska með í búrið td. julidochromis tegund

svipuð hugmynd http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Gre ... _grein.htm
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply