Okei
#1
þú gætir byrjað á því að losa 180 lítra búrið, þrífa það með vatni og þurrka það
#2
Farið og keypt salt eða náð í sjó einhverstaðar þar sem bryggja er hvergi nálægt (Mæli með stað rétt hjá gróttu vitanum), en saltið er alltaf best! og ef þú reiknar út kostnað við það að sækja sjóinn og vesenið í kringum það þá borgar það sig að kaupa gott salt í gæludyraverslun, ég notaði þó sjó til þess að fylla búrið mitt til að spara smá salt, en geri svo vikuleg vatn skipti með salti
Þú þarft seltumælir til þess að mæla seltuna í vatninu, svoleiðis gripur er til í mörgum dýrabúðum
skimmer hjálpar til að fjarlægja óhreinindi í vatninu, getur fengið ódýran skimmer hjá Sono hérna á spjallinu
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=5757
Ég er að nota sama skimmer og er mjög ánægður með hann
Seltan á að vera í kringum 1.025
Hitastigið i kringum 25°C
#3
Svo þarftu Live Rock, einhver 15.kg til að byrja með og örugglega 15-20.kg af Live sand, mæli með að fá þessa tvo hluti í dýragarðinum
No3 Mælisett, ég nota No3 test kit frá tetra og finnst það mjög fínnt
#4
Og þá þarftu bara 2 - 4 fiska (t.d. Yellow tail dampsel, þeir eru harðgerðir og oft notaðir til þess að starta búrum) til að koma búrinu í gang í sirka 3 - 4 vikur og þá er búrið tilbúið fyrir fleiri fiska (Hægt og rólega auðvitað)
2 - 3 vika þá bætir þú sniglum og hermit kröbbum við þeir sjá um að hreinsa búrið