Sjávarbúrs uplýsingar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Regína
Posts: 49
Joined: 03 Jan 2009, 19:01

Sjávarbúrs uplýsingar

Post by Regína »

Hæhæ

Getur einhver bennt mér á hvar ég get fundið upplýsingar um sjávarfiskabúr? helst á íslensku er svo skelfileg í enskunni. Allt frá stærð búrs upp í uppsett flott búr sem er fullt af lífríki.
:D :roll:
takk takk

Regína
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hérna er smá ræma sem ég fann í dýraspjallinu

"1) Hefuru nægan tíma?
Saltvatnsbúr eru ekki auðveld í uppsetningu né umhirðu og þarf að gefa sér nægan tíma. Ef þér liggur mikið á að koma upp fallegu búri, þá er saltvatnsbúr líklegast ekki það rétta fyrir þig. Til þess að gera búrið sem allra sterkast hvað bakteríuflóru varðar og koma því í jafnvægi, þá gerast góðir hlutir hægt.

2) Hefuru fjármagn?
Saltvatnsbúr og það sem þeim viðkemur kostar sinn skilding. Dýrast er í byrjun að kaupa búr og allan þann búnað sem þarf að hafa. Lestu þér vel til um hvaða búnað þú þarft að hafa og leitaðu þér ráðlegginga. Dýralífið; live rock, fiskar og aðrar lífverur, í búrinu er líka kostnaðarsamt og mun dýrara þegar borið er saman við ferskvatnsfiska. Hafðu þetta allt í huga og vertu viss um að geta staðið undir þessu áður en farið er út í saltvatnsbúr.

3) Vatnaskipti
Vatnaskipti er ekki eins auðveld og í ferskvatnsbúrum þar sem þarf að blanda saltið og vatnið ofan í karaldi áður en því er dælt ofan í búrið. Rétt hitastig þarf einnig að vera á vatninu áður en því er blandið við lífríkið í búrinu. Þetta veldur mörgum fiskafólki ama til lengdar og oft sóðaskap. Hafðu í huga að þú þarft að skipta út vatni á 2-4 vikna fresti eftir því hversu marga fiska þú hefur í búrinu. Ertu örugglega tilbúin/n að standa í þessum vatnaskiptum?

4) Hvernig búr viltu hafa?
Sennilega eitt það mikilvægasta og geturu lesið þér til um hina ýmsu möguleika hér á spjallinu. Viltu hafa bara fiska eða kóralla og live rock? Hvaða stærð af búri ætlaru að hafa? Lítil búr og fiskamikil eru ekki ráðlögð fyrir byrjendur."

Ef þú telur þig geta upp fyllt þessar kröfur og átt 150 - 200.000.kr til þess að eyða þá æti þetta verið fyrir þig

Hefur þú einhverja reynslu í fiskum ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
Regína
Posts: 49
Joined: 03 Jan 2009, 19:01

Post by Regína »

já svona smá... ekki samt eins mikið og flestir hérna inni :roll: en ég er með 2 búr hjá mér. eitt 180l og eitt 500l.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei
#1
þú gætir byrjað á því að losa 180 lítra búrið, þrífa það með vatni og þurrka það

#2
Farið og keypt salt eða náð í sjó einhverstaðar þar sem bryggja er hvergi nálægt (Mæli með stað rétt hjá gróttu vitanum), en saltið er alltaf best! og ef þú reiknar út kostnað við það að sækja sjóinn og vesenið í kringum það þá borgar það sig að kaupa gott salt í gæludyraverslun, ég notaði þó sjó til þess að fylla búrið mitt til að spara smá salt, en geri svo vikuleg vatn skipti með salti

Þú þarft seltumælir til þess að mæla seltuna í vatninu, svoleiðis gripur er til í mörgum dýrabúðum

skimmer hjálpar til að fjarlægja óhreinindi í vatninu, getur fengið ódýran skimmer hjá Sono hérna á spjallinu http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=5757
Ég er að nota sama skimmer og er mjög ánægður með hann

Seltan á að vera í kringum 1.025
Hitastigið i kringum 25°C

#3
Svo þarftu Live Rock, einhver 15.kg til að byrja með og örugglega 15-20.kg af Live sand, mæli með að fá þessa tvo hluti í dýragarðinum

No3 Mælisett, ég nota No3 test kit frá tetra og finnst það mjög fínnt

#4
Og þá þarftu bara 2 - 4 fiska (t.d. Yellow tail dampsel, þeir eru harðgerðir og oft notaðir til þess að starta búrum) til að koma búrinu í gang í sirka 3 - 4 vikur og þá er búrið tilbúið fyrir fleiri fiska (Hægt og rólega auðvitað)

2 - 3 vika þá bætir þú sniglum og hermit kröbbum við þeir sjá um að hreinsa búrið
Kv. Jökull
Dyralif.is
Regína
Posts: 49
Joined: 03 Jan 2009, 19:01

Post by Regína »

ok snilld..
en aðeins fleiri spurningar:

Hvað er skimmer og hvað gerir það?
Hvað er No3 test kit og hvað gerir það?
Getur maður notað bara venjulega hitara í sjávarbúr?
En mig myndi t.d. langa að fá mér trigger fiskana en ekki hina.. hvernig myndi ég byrja fá mér í búrið??
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Mæli með því að þú kynnir þér um virkni Nitrogen hringsins hérna http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=456

Jú þú getur notað venjulegan hitara

Skimmer er frekar flókið fyrirbæri að lýsa í nokkrum örðum en heildar virknin hanns er þannig að ör smáar loft bólur safna utan á sig ör smáum ögnum af drullu sem enda síðan ofan í bolla efst á skimmernum

En ég mæli ekki með því að þú kaupir trigger, hann er ekki fyrir byrjendur og mun hann líklegast drepast hjá byrjanda

Eins og í ferskvatninu er mælt með því að byrja á fiskum sem eru flokkaðir auðveldir fyrir byrjendur

Og þess vegna mæli ég með því að þú byrjir á kanski pari a clown fish og nokkrum Yellow tail dampsel
Kv. Jökull
Dyralif.is
Regína
Posts: 49
Joined: 03 Jan 2009, 19:01

Post by Regína »

Ok takk fyrir þetta.. mig langar rosalega að gera þetta en veit ekki alveg hvort maður fari útí það strax, ætla kynna mér þetta betur og safna smá pening :wink: en má ég spurja hvað er það sem er svona erfitt með Triggerinn? ég er svo kolfallin fyrir þeim.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já ég mæli með því fyrir þig að þú bíðir aðeins með þetta og farir að lesa þér virkilega vel til um þetta

Triggerinn er viðkvæmur fyrir breytingum í vatninu og þarf mjög góð vatns gæði, fyrir byrjanda er það hægar sagt en gert að viðhalda vatninu réttu
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Trigger er lika ekki reefsafe.
Regína
Posts: 49
Joined: 03 Jan 2009, 19:01

Post by Regína »

reefsafe? sry hvað er það? (veit ég er alveg glær) já ég vil gera þetta alveg rétt þegar ég geri þetta þannig að ég ætla að bíða aðeins og skoða þetta betur. en takk æðislega fyrir svörin, ég er miklu nær því núna um hvað þetta snýst allt saman :D
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Regína wrote:reefsafe? sry hvað er það? (veit ég er alveg glær) já ég vil gera þetta alveg rétt þegar ég geri þetta þannig að ég ætla að bíða aðeins og skoða þetta betur. en takk æðislega fyrir svörin, ég er miklu nær því núna um hvað þetta snýst allt saman :D
Þýðir bara að hann hentar ekki í Coral reef búr, étur minni fiska og þarf allveg örugglega stærra búr en 180 lítra
Minn fiskur étur þinn fisk!
Regína
Posts: 49
Joined: 03 Jan 2009, 19:01

Post by Regína »

já ok ég skil.. mig myndi langa fá mér minnst 300L búr til að gera sjávarbúr úr. ég vissi að hann æti minni fiska og er í raun ránfiskur er það ekki? þeir eru bara svo skemmtilegir finnst mér. elta á manni puttan, fylgjast með manni og leggja sig.. svo fyndið að sjá það.. ég hélt að fiskurinn væri dauður.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Breyttu 500 lítra búrinu í sjávar :-) Mæli svo með ljónafisk Antenna eða Volitans, þurfa um 200 lítra og eru svakalegir karacterar.
Gætir þá verið með trigger og ljónafisk svo einhverja Meðal Tanga
Minn fiskur étur þinn fisk!
Regína
Posts: 49
Joined: 03 Jan 2009, 19:01

Post by Regína »

ljónafiskanir eru geðveikir.. en veit einhver hvernig þeir eru seldir? ég fór til bahamas í haust og vorum við mikið að snorkla fyrir utan hótelið hjá okkur og það var allstaðar viðvaranir um ljónafiska. lenntum svo í því að rekast á eina 3 sem voru þá á steini 2 metra frá okkur. ég fékk svona nett flog mér brá svo. skoðuðum þá aðeins og drifum okkur svo í land. svo ákváðum við að spurja útí þetta á hótelinu og þeir sögðu að það skipti einhverjum mínútum að komast á sjúkrahús svo maðu dræpist ekki eftir að vera stungin af ljónafisk. og þá fórum við að velta því fyrir okkur.. hvernig eru þeir seldir.. varla bara í venjulegum pokum eða er gert eitthvað við þá áður en þeir fara í verslanir eða hvernig er þetta? (ein að pæla)
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

þeir eru bara settir í poka, fáum alltaf Ljónafiska með sjávarsendingum niðrí Dýragarði.Ef maður er Stunginn verður maður að fá Stífkrampa lyf og verðum með beinverki í eihverjar vikur á eftir.
Minn fiskur étur þinn fisk!
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

tegundinar eru misjafnlega eitraðar.volitans lion er sá sem er mest harmless ég stakk mig nokrum sinnum á minum og það var svona svipað og vera stúnginn af bíflugu.en,það eru sumir með ofnæmi fyrir eitrinnu og efa þeir eru stungnir þá eru þeir í vondum málum.

þessir sem þú sást á skiltinu.var það ekki stonefish? þeir eru baneitraðir og mjög algeignt að kafara rekist í þá á botninum vegna þess hversu þróaður felubúningurinn er og þar af leiðandi mjög erft að sjá þá.
Regína
Posts: 49
Joined: 03 Jan 2009, 19:01

Post by Regína »

úff ég er ekki alveg viss.. minnir að það hafi verið 3 myndir á spjöldunum (semsagt 3 litarafbrigði). man sko að ég var að snorkla í mjög grunnu.. ég náði til botns þegar ég stóð. ég tók eftir einhverju skrítnu á steinunum.. horfði í smá stund og hugsaði með mér að þetta hlyti bara að vera einhver gróður... hélt svo áfram og rakst þá á einn ekki á steini fyrir framan mig og þá fattaði ég að hitt var ekk gróður... en mig minnir að þeir hafi verið frekar dökkir sem ég sá. ég var svo stressuð eitthvað eftir þetta að ég man illa eftir þeim. en þetta var eins og ég segi á grynni en mér skildist að þeir væru reknir út í sjó aftur þegar þeir væru sjéðir svona nálægt.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Lion fish
Image
stone fish
Image
Regína
Posts: 49
Joined: 03 Jan 2009, 19:01

Post by Regína »

nei þetta var sko lionfish sem ég sá... ekkert líkir stonefish. :)
Post Reply