ok smá spurning.. er bara ný búin að uppgötva þessa endler gubbia.. þurfa þeir bara það sama og venjulegir gubbiar? gæti ég haft þá með venjulegu gubbiunum eða eru þeir eitthvað alveg sér á báti?
Spyr sa sem ekki veit
ég er með ca.480l búr og er með ca.30 gubbi, 1 bardagakall, 4 leopard danio, 1 coridoras, 1 ancistru og 2 stórar sugur sem ég man ekki hvað heita.. gæti ég fengið mér rækjur í það búr??
Endler geta svosem verið með venjulegum gúbbum, en þeir eru smærri og gætu lent í vandræðum. Plús það að þeir geta átt afkvæmi saman og þá er maður kominn með blendinga - sem er kannski ekki alslæmt ef maður veit hvað maður er að gera í ræktuninni eða er að reyna að ná einhverju sérstöku fram.
Svo er líka ágætt að taka það fram áður en fólk fer að fá mikla blauta drauma yfir endlerum að þeir kosta um 1500kr stykkið, og t.d. í dýragarðinum verður maður að kaupa 3stk saman, 1 kall og 2 kerlingar. Líklega aðeins dýrari en fólk hérna gerir sér grein fyrir.
svo ég spurji nú meira en ég er með 1 bardagafisk í stóra mínu... get ég samt fengið mér rækjur?? eru þær mjög litlar? finnst þær svo flottar.. svo er ég með dökkan sand þannig að þær myndu örugglega njóta sín vel.
Ef þú ert að tala um rækjurnar sem ég er með - þá eru þær líklega afbragðs snakk fyrir bardagafiskinn þinn. Og stykkið kostar 2000kr, þannig að það yrði frekar dýr tilraun að athuga hvort hann myndi éta þær eða ekki.