Skrýtin molly

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Skrýtin molly

Post by Bob »

Sælt veri fólkið

ég er hérna með 1 stk dalmatiu molly að ég held kvk. sem er að haga sér virkilega undarlega og hefur gert það frá því við fengum hana. eða réttarasagt frá því konan fékk hana.. hún á þennan víst :)

málið er að það er eins og hún sé alltaf svo stíf og stirð. hreyfir rétt svo bara hliðaruggana en ekkert sporðinn til að synda nema svona öðruhvoru og fer aldrei hratt yfir.

Hún hefur alltaf verið eins og einhvað að ofanda,

Hún er einnig með 1 brúnan blett á kviðnum. ekkert stóran. bara ósköp svipaðan og svörtu blettirnir. (Hún er semsagt hvít með svörtum blettum)

og svo núna er eins og hún sé byrjuð að fá krampa í sporðinn því hann beigist til hægri í nánast U.

Any ideas?
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mollar haga sér oft undarlega ef þá vantar salt í vatnið.
Þetta gæti samt verið merki um einhverja bakteríusýkingu.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

en ég er nú með 3 molly's í búrinu. 1kk og 1 kvk seglmolly og svo þessa dalmati molly. allir úr sömu búðini. á mismunandi tíma samt.

hinir molly's eru hressir.. alltaf að rí*a og kallinn endalaust að elta kellu. en þessi minni dalmatiu molly'inn er bara einhvað skritin.

ef þetta væri saltleysi myndi það þá ekki bitna á öllum molly's?

ef þetta væri bakterýusíking myndi það ekki sjást á fleyri fiskum?
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sumir molly eru aldir upp í hálfsöltu hjá ræktendum og þeir fiskar þola mismunandi vel að vera í ósöltuðu.

Sýkingar byrja vanalega og leggjast helst þá þá fiska sem hafa minnst mótstöðuafl. Þó einn fiskur sýni einkenni þá er alls ekki þar með sagt að þeir veikist allir.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

bottom line. farga greyinu?
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Persónulega þá farga ég oftast fiskum sem sýna veikindamerki nema þeir séu þeim mun merkilegri. Ég vil ekki taka áhættu á að veikindin breiðist í aðra fiska og vil heldur ekki rækta út frá lélegum fiskum.
Ýmsa smákvilla má þó oftast laga í einangrun og salti.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

true :)

þarf að gera einhvað í þessu :)

Takk fyrir þetta Kallinn :)
Ekkert - retired
Post Reply