ég er hérna með 1 stk dalmatiu molly að ég held kvk. sem er að haga sér virkilega undarlega og hefur gert það frá því við fengum hana. eða réttarasagt frá því konan fékk hana.. hún á þennan víst
málið er að það er eins og hún sé alltaf svo stíf og stirð. hreyfir rétt svo bara hliðaruggana en ekkert sporðinn til að synda nema svona öðruhvoru og fer aldrei hratt yfir.
Hún hefur alltaf verið eins og einhvað að ofanda,
Hún er einnig með 1 brúnan blett á kviðnum. ekkert stóran. bara ósköp svipaðan og svörtu blettirnir. (Hún er semsagt hvít með svörtum blettum)
og svo núna er eins og hún sé byrjuð að fá krampa í sporðinn því hann beigist til hægri í nánast U.
Sumir molly eru aldir upp í hálfsöltu hjá ræktendum og þeir fiskar þola mismunandi vel að vera í ósöltuðu.
Sýkingar byrja vanalega og leggjast helst þá þá fiska sem hafa minnst mótstöðuafl. Þó einn fiskur sýni einkenni þá er alls ekki þar með sagt að þeir veikist allir.
Persónulega þá farga ég oftast fiskum sem sýna veikindamerki nema þeir séu þeim mun merkilegri. Ég vil ekki taka áhættu á að veikindin breiðist í aðra fiska og vil heldur ekki rækta út frá lélegum fiskum.
Ýmsa smákvilla má þó oftast laga í einangrun og salti.