Ég fékk mér 270L búr fyrir stuttu og þegar ég var búinn að láta það ganga í tvo daga komu tveir fyrstu íbúarnir littlir óskarar einn tiger og einn albínó. þeir eru báðir svipað stórir sirka 12 CM og óskarar hafa verið mikið í uppáhaldi hjá mér síðan að fiskahobbýið byrjaði. og stuttu síðar fékk ég mér black ghost og whiptail og fékk mér svo smá pásu í fiskakaupinu. Ghostinn var svolítið feiminn og hélt sér úr augnsýn í nokkra daga. en ég er byrjaður að sjá hann oftar og fynnst mér hann gullfallegur. Whiptailinn hefur ávalt verið það sem mér langaði í og þessvegna "þurfti" ég að kaupa hann . en svo fékk ég tilboð sem ég gat ekki hafnað. það var einn gull fallegur pleggi sem var um það bil 19 CM. Hann hefur verið skemmtilegur undanfarið.
Ég kem með myndir seinna á eftir að redda mér myndavél
Endilega komið með hugmyndir hvað ég ætti að bæta við eða breyta
Last edited by Petur92 on 14 Jan 2009, 18:49, edited 2 times in total.
Pétur
8455242
---------------------------------
mikill áhugamaður hér á ferð
já okei óskarinn minn er samt búinn að láta hann alveg vera og ekkert búinn að spá í honum. svo er ghostinn búinn að vera inní hellinum mest allan tímann og óskarinn hefur spáð í því að fara þangað inn
Last edited by Petur92 on 02 Feb 2009, 14:28, edited 1 time in total.
Pétur
8455242
---------------------------------
mikill áhugamaður hér á ferð
skalarnir ganga ekki lengi í þessu búri með óskörunum... Og óskararnir eru enn það litlir að þeir éta ekki ghostinn.. En þeir gera það fljótlega, því óskararnir stækka hratt, en ghostinn ekki.
Og óskarar para sig ekki svona ungir - þannig að þeir eru ekki par
Fallegt búr - en þetta bara gengur ekki til lengdar.
Þakka ykkur fyrir en fiskarnir voru óðir í rækjurnar og ég ætla að hafa það sem framtíða fóður . ghostinn er slatta stór ennþá og ég vill sjá alla gripina mína stækka það er skemmtilegast að mínu mati
Last edited by Petur92 on 07 Jan 2009, 00:59, edited 1 time in total.
Pétur
8455242
---------------------------------
mikill áhugamaður hér á ferð
Þú vilt s.s. meina að allar síkliðutegundir geti verið saman, útaf því að þær eru síkliður?
Rangt.
Óskarar verða um 30cm, stækka mjög hratt og eru miklir göslarar, matargöt og frekjudollur
Skalar verða max 10-15cm, stækka hægar, eru friðsamir og hlédrægir.
Óskararnir koma til með að annaðhvort drepa skalana beinlínis, eða aféta þá. Hvort heldur sem er - þá drepast skalarnir.
Það eru svosem til undantekningar á þessari reglu - en þær eru fáar og í flestum tilfellum eru skalarnir fullvaxnir, óskararnir koma í búrið litlir og búrið er stórt.
Svona hlutir ganga oft í einhvern tíma, en sjaldan til frambúðar. Það þýðir enganvegin að það sé æskileg eða góð blanda.
Mér er svosem sama þó fólk setji gúbba og óskara saman eða hvaða aðra fiska sem þeim sýnist, en ef fólk getur þá sleppt því að spyrja ráða eða biðja um ábendingar ef það hefur þegar tekið í sig hvað það ætlar að gera, óháð skoðunum og reynslu annarra.
Að halda því fram að skalar og óskarar séu ágæt blanda gerir lítið annað en að sýna þekkingarleysi á hegðun þessara fiska. Auðvitað geta ýmsar tegundir lifrað saman í einhvern tíma en skalar og óskarar eru ekki fiskar sem ganga saman í hefðbundnu fiskabúri til langframa og þar eru ástæðurnar sem Keli nefnir ástæðan.
Já okei ég skil ykkur en allir hafa sitthvort mat á þessum hlutum það eru margir að segja að þeir geta og geta ekki. en veit eitthver hversu gamlir óskarar þurfa að vera til að para sig saman ? og hvernig þekkir maður í sundur kynin á þessum aldri.
Pétur
8455242
---------------------------------
mikill áhugamaður hér á ferð
það er ekki hægt að sjá kynið, eða allavega mjög erfitt, Það er bara hægt að sjá það þegar þeir hrygna. Þannig að þú veist ekki hvort þú ert með kk eða kvk meðan þeir eru litlir og alls óvíst hvort að þínir para sig. Þeir gætu verið tveir kk eða tvær kvk, ef þú ert heppinn þá ertu með bæði kynin.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L