Squinchy: Þetta eru 0.5w, 8mm díóður... Speccarnir eru allir í póstinum fyrir ofan

Cree eru fínar, og fást á þolanlegu verði, t.d. á dealextreme.com. En ég er ekki að pæla í hvítri lýsingu, sem gerir lítið fyrir plöntur (en mikið fyrir kóralla)
Þetta hefur potential til að vera jafnvel betra en venjuleg lýsing - og auðvitað miklu ódýrara. Díóðan endist í ca 10 ár, hún hitar ekki, hún gefur bara frá sér ljós sem plantan notar (rautt og blátt), tekur lítið pláss og fleira. Allt saman hentar það sérstaklega vel í svona lítið búr þar sem plássið er af skornum skammti.
Þetta gæti augljóslega virkað fyrir stór búr líka, en þá er startkostnaðurinn orðinn hár og mikil vinna sem færi í að lóða allt draslið saman og koma fyrir snyrtilega í búrinu.
Framþróun er líka mjög hröð í þessu, eftir 1-2 ár verða komnar díóður sem eru miklu betri í þetta og ódýrari. Hinsvegar er venjuleg lýsing, flúor, halide osfrv algjörlega stöðnuð og hefur lítið sem ekkert breyst í mörgmörg ár.
Ég er amk spenntur að prófa þetta, og ef þetta virkar ekki, þá hef ég bara eytt um 3000kr í tilraunirnar
