Nýtt búr - 30L, Gróður, Endler og rækjur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Nýtt búr - 30L, Gróður, Endler og rækjur

Post by keli »

Smellti upp nýju búri í dag sem ég hef verið að melta í dágóðan tíma... Það er 30 lítrar og í fóru 2 endler gúbbítríó og 10 rauðar rækjur.

Myndir
Image


Image

Image

Image

Image

Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Vá hvað það er mikill munur á endlerönum :shock: Flott búr vantar samt heildar mynd af því :-)
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

megi Stóra Rækjumóðirin veita þér betri lukku en mér! (fæ afkvæmi hjá þér ef þau verða til :wink: ) endlerinn er mjög flottur, sammála með heildarmyndina, verðum að fá hana líka :P
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Líka sniðugur gróður í svona lítið búr.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Smábúr

Post by Bruni »

Flott hjá þér Keli. Ættir að setja skeljar hjá endlernum.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er smávegis skeljasandur þarna... dugir það eða er einhver sérstök ástæða fyrir skeljunum?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Flott hjá þér,hvaða hitastig þarf fyrir svona sorptunnur ?
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

endler

Post by Bruni »

Sæl aftur. Endler líður ekkert sérstaklega vel í mjúku vatni.
User avatar
Kolli93
Posts: 82
Joined: 19 Jan 2008, 21:04

Post by Kolli93 »

geggjaðar rækjur og geggjað búr :) :)
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Hvar fékkstu þessar rækjur? :)
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Rækjurnar og gúbbana fékk ég í dýragarðinum.

Fyrsta endler kerlingin er búin að gjóta hjá mér - hundelt seiði útum allt búr hjá mér. Spurning hvort maður reyni ekki að taka kerlingarnar frá svona fyrst, sérstaklega þar sem það er ekkert sérstaklega mikið af felustöðum í búrinu eins og er.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

3 endler kerlingar búnar að gjóta, líklega 20-30 seiði syndandi um í búrinu.. Stórskemmtilegt að fylgjast með þeim.

Ég sé aldrei nema max 4-6 rækjur í einu, en hef ekki séð neina dauða þannig að ég held og vona að það sé allt í góðu með þær. Væri fúlt ef þær færu að týna tölunni.

Svo þarf ég líklega að finna útúr einhverri snyrtilegri lausn með að bæta við lýsingu í búrið - það er svo lítil lýsing aftast í búrinu að plönturnar fá líklega ekki alveg nóg. Ég er búinn að vera að lesa mér til um díóðulýsingu og var að panta mér nokkrar ansi bjartar rauðar, bláar og hvítar díóður til þess að setja í öftustu röðina. Ég las að plöntur nota víst aðallega rautt og blátt ljós, ca í hlutfallinu 90% rautt og 10% blátt, þannig að díóðurnar ættu að hjálpa plöntunum slatta. Hvítu verða svo bara til þess að gera ljósið fallegra fyrir mannsaugað.
Díóðurnar sem ég pantaði eru smáar, en ansi bjartar, nota aðeins 0.5w, en eru 70-100.000 mcd, eftir lit.

Smelli kannski inn heildarmynd á eftir.. Kannski ekki mikið varið í það samt þar sem mórinn sem ég setti í botnlagið er búinn að lita vatnið tebrúnt og það er ekkert frábært uppá myndatökur. Mér þykir það hinsvegar fallegt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Ég er líka kominn með ca 15 seiði hjá endlerunum mínum. Kippti þeim reyndar frá....er ekkert verið að éta seiðin hjá þér ?
Varð ekki var við það hjá mér - en tók frá til að vera viss.

Gaman að vera kominn með annan guppy-nerd með sér...nú átt þú eftir að smitast :-)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Spennandi project hjá þér.
Þurfa rækjurnar ekki skeljasandinn bara upp á kalkið að gera til að mynda heilbrigða skel? Ég get vel séð af slatta af kalki í þig ef þig vantar.
Riccian hjá þér virðist vera nokkuð fín. Hvað ertu annars með mikla lýsingu yfir búrinu núna?
Hlakka til að sjá heildarmyndina.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Endlerarnir virðast ekki vera að éta seiðin neitt sérstaklega mikið. Þau svamla bara í yfirborðinu og fá að vera í friði þar. Ég tók smá eftir því eftir fyrsta gotið, en núna virðast þeir hafa misst áhugann á seiðunum. Það er alveg hrúga af seiðum og vonandi gengur það bara - ég hef amk ekki pláss til að taka þau frá eins og er :)

Sven: Jú ég þarf líklega að passa að það sé amk eitthvað kalk í búrinu, spurning hvort skeljasandurinn dugi eða hvað. Ég veit ekki alveg hvort þeir taki kalkið aðallega úr matnum eða vatninu - þarf að fletta því upp. Vatnið er líka mjög mjúkt með öllum þessum mó eins og er. (sem minnir mig á það, ég þarf að mæla vatnið :))
Lýsingin er 11w PC, sem er allt í lagi í forgrunninum, en öftustu plönturnar fá of litla lýsingu og ég verð að redda því asap - gæti þurft að kaupa mér nýjar plöntur þar því ljósdíóðurnar mínar verða ekki komnar fyrr en eftir 2-3 vikur :)

Ég hef verið að skipta um 20% af vatninu daglega síðan ég setti búrið upp - ég leyfði því ekkert að cycla í friði þannig að það er öruggast að hafa vaðið fyrir neðan sig. Fiskarnir og rækjurnar virðast amk þrífast vel, rækjurnar skipta um ham og fiskarnir éta vel. Vonandi bara að rækjurnar séu allar á lífi, þær halda sig mest í kringum rótina og maður sér þær aldrei allar í einu.

Smellti einni heildarmynd af - sést ágætlega hvað vatnið er mikið litað. Var ekki með fínu myndavélina mína við hendina þannig að ég biðst afsökunar á gæðunum :)
Image


Update:
Mældi pH, það reyndist 6.6-6.8. Ég er mjög sáttur ef það helst þar í kring.
Last edited by keli on 05 Jan 2009, 10:40, edited 1 time in total.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Mjöf flott leyoutið hjá þér, þetta verður hörkubúr þegar lýsingin smellur.
Nú hefur fræinu verið sáð, þú verður kominn á fullt í plönturnar eftir nokkra mánuði ;)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sjáum til með það - ef þetta gengur vel þá gæti manni dottið í hug að stækka búrið aðeins.. En þetta er lítið og viðráðanlegt svona.

Hefur þú (eða einhver annar) eitthvað skoðað díóðu lýsingu fyrir gróðurbúr? Ég hef aðallega lesið mér til um það þegar fólk hefur verið að rækta matjurtir undir svoleiðis lýsingu, en geri ráð fyrir að það sé hægt að nota sömu reglur og ljóshlutföll í þetta (90% rautt, 600-650nm eða svo, 10% blátt, 460-490 nm). Ég er aðallega að pæla í ljósmagni, þar sem það er erfitt að bera saman díóðulýsingu og flúor - wöttin eru bull þar sem díóður eru margfalt effektívari, lumens líka, þar sem díóður eru venjulega bara á einu ljóssviði, en lumens mæla ljós sem spannar mörg ljóssvið (nm)... Hvað mikið ljós er nóg ljós? :)


Blátt ljós ku hvetja plöntur til að vera þykkari, á meðan rautt hvetur til vaxtar og og blómgunar.. Ég pantaði perur sem eru 465-475nm, 75.000 mcd (blátt) og 620-630nm, 100.000 mcd (rautt) og hvít, 120.000 mcd. Þau eru öll með 140 gráðu geisla þannig að ljósið ætti að dreifast vel.
Pælingin var að vera með ca 8 rauðar perur, 2 bláar og 2 hvítar (bara uppá lookið, ekki endilega fyrir plönturnar, þó þær njóti líklega góðs af því líka)

Einhver comment á þetta? :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hef séð marga á Nano-Reef.com vera að nota Cree LED, sem hafa mjög mikið PAR (Sem er mæling á ljósi sem kórallar/plöntur geta nýtt til ljóstilífunar)

Hvaða tegundir af LED eru þetta ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Úff, ég hef ekkert sett mig inn í þennan LED pakka og er í raun hættur að nenna að lesa mig mikið til um mismunandi tegundir af ljósi, ótrúlegt magn upplýsinga til um þetta og ég hef hvorki nennu né tíma til að kynna mér það nógu vel til að geta tekið afstöðu til mismunandi skoðanahópa um hvað er best fyrir hvað. Ferlegt þegar þessir plöntuperrar eru farnir að mæla með einhverri x peru ef þú er með plöntu Y og Z.
Ég hef bara splæst í góða lýsingu og ekki lent í vandræðum með það.
Samt spennandi að geta notað svona LED ljós upp á að auka lýsinguna á takmörkuðum svæðum, fylgist allavega vel með þróuninni hjá þér.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Squinchy: Þetta eru 0.5w, 8mm díóður... Speccarnir eru allir í póstinum fyrir ofan ;)
Cree eru fínar, og fást á þolanlegu verði, t.d. á dealextreme.com. En ég er ekki að pæla í hvítri lýsingu, sem gerir lítið fyrir plöntur (en mikið fyrir kóralla)

Þetta hefur potential til að vera jafnvel betra en venjuleg lýsing - og auðvitað miklu ódýrara. Díóðan endist í ca 10 ár, hún hitar ekki, hún gefur bara frá sér ljós sem plantan notar (rautt og blátt), tekur lítið pláss og fleira. Allt saman hentar það sérstaklega vel í svona lítið búr þar sem plássið er af skornum skammti.
Þetta gæti augljóslega virkað fyrir stór búr líka, en þá er startkostnaðurinn orðinn hár og mikil vinna sem færi í að lóða allt draslið saman og koma fyrir snyrtilega í búrinu.
Framþróun er líka mjög hröð í þessu, eftir 1-2 ár verða komnar díóður sem eru miklu betri í þetta og ódýrari. Hinsvegar er venjuleg lýsing, flúor, halide osfrv algjörlega stöðnuð og hefur lítið sem ekkert breyst í mörgmörg ár.

Ég er amk spenntur að prófa þetta, og ef þetta virkar ekki, þá hef ég bara eytt um 3000kr í tilraunirnar :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jæja, þetta fer líklega að verða overkill búr aldarinnar.. Mér áskotnaðist co2 reglari, bubble counter og fleira co2 dót þannig að ég henti því við búrið. Breytti dælunni í búrinu smá þannig að kolsýran fer beint inná hreyfilinn sem splundrar loftbólunum. Tengdi 9kg kút við sem ég átti inní geymslu... Hann ætti að endast í svona 15 ár við þetta búr :shock: :roll: Það er á todo listanum að finna ca 2kg kút í staðinn fyrir þennan risa.

Svo er fyrsta díóðu"stæðan" komin í búrið, í henni eru 6 díóður, 4 rauðar, ein blá og ein hvít. Kemur ágætlega út svosem og tekur ekkert pláss. Get ekki komið fleirum fyrir þar sem mig vantar reglaðan 5v 2-3a straumbreyti til að powera fleiri. Ég hafði hugsað mér að búa til 3-4 auka svona stæður og þá ætti búrið að vera vel lýst.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Brilliant, 9kg kútur á 30ltr búr :-)
2kg kúturinn minn dugar um 3 mánuði í 210ltr búrinu hjá mér, þannig að þinn gæti dugað ca. 5-6 ár 8)

Bið spenntur eftir að sjá fleiri myndir af projectinu.
svavarm
Posts: 50
Joined: 07 Jan 2009, 23:27

Post by svavarm »

Hvernig ætlarðu að "mounta" LED lýsingunni þegar að því kemur? Ef um T5/T8 lýsingu er að ræða þá fær maður sér bara rakaþéttar fatningar og ballestar og tengir en hvernig er þetta með LED?
Hvað heldurðu að svona heildar setup kosti?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég átti til plexi plötu sem ég boraði göt í og límdi LED í. Svo eru vírar aftaná, og ég hafði hugsað mér að spreyja þá með silikoni eða einhverju slíku plastefni til að verjast rakanum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Talandi um endler og seiði - þá er ég að leika mér að rækta mína línu í endler guppy (kemur á óvart) - það sem að ég hef gert öðruvísi þarna heldur í hinni guppyræktuninni er að leyfa þeim bara gjóta í sínu búri - sem er með mikinn javamosa....þeir viraðst ekki vera éta seiðin...sama og hjá þér....
svavarm
Posts: 50
Joined: 07 Jan 2009, 23:27

Post by svavarm »

Mér finnst þetta LED dæmi hljóma mjög áhugavert hjá þér. Hvaðan pantaðirðu díóðurnar?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

ebay
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Amk ein rækja komin með egg... Spennandi! Önnur lota af goti byrjuð hjá endler kerlingunum... Það styttist í grisjun.

Gróðurinn plummar sig ágætlega, en ég þarf að fara að snyrta. Sérstaklega ein plantan sem vex mjög vel. Myndir þegar ég nenni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég horfði á sönnun þess að endlerinn étur seiðin eins og aðrir gúbbíar, horfði á seiði skjótast eftir botninum og stærðar kellingu á eftir á öðru hundraðinu, síðan djöflaðist hún í kellingunni sem var að gjóta og elti hana um allt búr. ég setti fórnarlambið í gotbúr og það eru komin 14 seiði.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

já, ég hef svosem séð það.. En það er samt eins og það tóri miklu fleiri seiði en hjá venjulegum gúbbum..

Annars er það að frétta af þessu búri að plönturnar dafna ágætlega og rækjurnar. Ég minnkaði fjöldann af endler í búrinu, núna er ein kerling þar ásamt slatta af litlum seiðum. Vatnið er hinsvegar næstum kaffilitað og búrið hálf sér um sig sjálft :) Mér finnst það fallegt, "náttúrulegt", en ég er ekki viss um að það væru allir sammála mér :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply