Gruggugt vatn

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Urriði
Posts: 78
Joined: 10 Oct 2008, 15:30
Location: Rvk

Gruggugt vatn

Post by Urriði »

Er búinn að vera með 240 lítra búr í gangi í 3 mánuði og hef aldrei fengið vatnið alveg tært. Er reyndar með svolítið marga fiska en er mjög duglegur að skipta um vatn. A.m.k. 50-60 % á viku.

Hef prófað að minka gjöfina, hafa búrið ljóslaust. skipta um sand (er núna með hvitan síklíðusand). Er með 2 önnur búr um 60 lítra sem að er ekkert mál að halda tærum.

Dælan er am-top tunnudæla. Það stendur á henni fyrir 500-550 lítra. Gæti verið að það sé miðað við tvær dælur ? Og að ein sé þá passleg fyrir 240 lítra.

Hef látið mæla vatnsgæðin sem að eiga að vera í góðu lagi.

Er einhver sem að hefur hugsanlega lausn á þessum vanda mínum ???

Allar hugmyndir vel þegnar.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvaða fiskar eru í búrinu, og hvernig grugg er þetta? Er það mjólkurlitað? Grænt? Eða eru bara flygsur fljótandi um í vatninu?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Var með rosalega gruggugt vatn í 180L búrinu hjá mér.
Þegar ég skipti svo út sandinum í því þá bjargaðist það. var með fínan hvítann sand. setti grófann í staðinn

s.s. ég skipti út 85% af vatninu og svo sandinum. þessi 15% af vatni sem eftir var varð mjög gruggugt í vinnsluni auðvitað en þegar ég var búinn að filla búrið aftur þá var það skárra. svo daginn eftir alveg kristaltært

vona að þetta gefi þér einhverjar hugmyndir...
Ekkert - retired
Urriði
Posts: 78
Joined: 10 Oct 2008, 15:30
Location: Rvk

Post by Urriði »

Það er hvítt grugg og nokkuð um flygsur. Erum með 2 litla óskara, pangaseus, senegalus og pacu + 3 ryksugur i smærri kantinum. Óskararnir eru mjög miklar subbur.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Búrið er greinilega ekki full cyclað víst að gruggið er hvítleitt

Þetta eru litlar bakteríur sem lifa í vatninu, fjölga sér mjög hratt og mynda þá hvíta þoku í vatnið vegna fjöldans á þeim

Þessar bakteríur lifa á næringarefnum sem eru í vatninu og með því að skipta um vatn svona oft þá ertu að fjölga næringarefnum fyrir bakteríurnar

Þú lostnar við þetta með því að skipta ekki um vatn í viku eða tvær nema í nauð (Ef No3 er orðið of hátt)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Urriði
Posts: 78
Joined: 10 Oct 2008, 15:30
Location: Rvk

Post by Urriði »

geri það takk fyrir.
Post Reply