Er búinn að vera með 240 lítra búr í gangi í 3 mánuði og hef aldrei fengið vatnið alveg tært. Er reyndar með svolítið marga fiska en er mjög duglegur að skipta um vatn. A.m.k. 50-60 % á viku.
Hef prófað að minka gjöfina, hafa búrið ljóslaust. skipta um sand (er núna með hvitan síklíðusand). Er með 2 önnur búr um 60 lítra sem að er ekkert mál að halda tærum.
Dælan er am-top tunnudæla. Það stendur á henni fyrir 500-550 lítra. Gæti verið að það sé miðað við tvær dælur ? Og að ein sé þá passleg fyrir 240 lítra.
Hef látið mæla vatnsgæðin sem að eiga að vera í góðu lagi.
Er einhver sem að hefur hugsanlega lausn á þessum vanda mínum ???
Allar hugmyndir vel þegnar.
Gruggugt vatn
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Hvaða fiskar eru í búrinu, og hvernig grugg er þetta? Er það mjólkurlitað? Grænt? Eða eru bara flygsur fljótandi um í vatninu?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Var með rosalega gruggugt vatn í 180L búrinu hjá mér.
Þegar ég skipti svo út sandinum í því þá bjargaðist það. var með fínan hvítann sand. setti grófann í staðinn
s.s. ég skipti út 85% af vatninu og svo sandinum. þessi 15% af vatni sem eftir var varð mjög gruggugt í vinnsluni auðvitað en þegar ég var búinn að filla búrið aftur þá var það skárra. svo daginn eftir alveg kristaltært
vona að þetta gefi þér einhverjar hugmyndir...
Þegar ég skipti svo út sandinum í því þá bjargaðist það. var með fínan hvítann sand. setti grófann í staðinn
s.s. ég skipti út 85% af vatninu og svo sandinum. þessi 15% af vatni sem eftir var varð mjög gruggugt í vinnsluni auðvitað en þegar ég var búinn að filla búrið aftur þá var það skárra. svo daginn eftir alveg kristaltært
vona að þetta gefi þér einhverjar hugmyndir...
Ekkert - retired
Búrið er greinilega ekki full cyclað víst að gruggið er hvítleitt
Þetta eru litlar bakteríur sem lifa í vatninu, fjölga sér mjög hratt og mynda þá hvíta þoku í vatnið vegna fjöldans á þeim
Þessar bakteríur lifa á næringarefnum sem eru í vatninu og með því að skipta um vatn svona oft þá ertu að fjölga næringarefnum fyrir bakteríurnar
Þú lostnar við þetta með því að skipta ekki um vatn í viku eða tvær nema í nauð (Ef No3 er orðið of hátt)
Þetta eru litlar bakteríur sem lifa í vatninu, fjölga sér mjög hratt og mynda þá hvíta þoku í vatnið vegna fjöldans á þeim
Þessar bakteríur lifa á næringarefnum sem eru í vatninu og með því að skipta um vatn svona oft þá ertu að fjölga næringarefnum fyrir bakteríurnar
Þú lostnar við þetta með því að skipta ekki um vatn í viku eða tvær nema í nauð (Ef No3 er orðið of hátt)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is