Hæ. Ég var með kasólétta black molly kerlingu sem er búin að vera alveg hreint að springa. Ég setti hana í gotbúr og í morgun hafði hún gotið 20-30 seiðum en þau voru öll dauð og litu mjög skringilega út. Líktust ekkert black molly seiðum heldur voru þau ljós-brúnleit og furðuleg í laginu.
Ég er með nokkrar tegundir af gotfiskum í búrinu, er séns að þarna hafi orðið eitthvað litninga mix-up?
Vargur wrote:Kerla hefur sennilega verið stressuð á bröltinu hjá þér og gotið of snemma.
Það var samt ekkert brölt enda hefur hún gotið áður í þetta búr og allt verið eðlilegt. En seiðin voru stærri en venjuleg black molly seiði ef eitthvað er.