Var að fá mér sverðdragara í dag, einn karl og tvær kerlur og einn karlinn og önnur kerlingin liggja voðalega mikið.
Ég sá karlinn fyrst liggja upp við dæluna, en núna liggur hann á botninum bara. Fer einstaka sinnum og syndir smá hring, en leggst svo bara aftur út í horn.
Kerlingin er öllu hressari en liggur samt mikið á steini sem ég er með í búrinu.
Hin kerlingin er svaka spræk og syndir um með gúbbífiskunum eins og ekkert sé - og allir aðrir fiskar eru sprækir.
Nú hef ég lent í nitureitrun einu sinni og þá fóru fiskarnir að synda á ýmsa hluti og virtust ekki halda jafnvægi - en sverðdragarkarlinn syndir eðlilega - þ.e. þegar hann syndir... og sama með kerluna.
Ég veit að tegundir eru líka mis næmar fyrir svona... en er þetta eðlilegt?
Ég mældi nitrið fyrr í dag og það virtist í góðu lagi - en ég á ekki fleiri strimla til að mæla aftur. Ég gerði samt smá vatnsskipti til öryggis.
Eru einhverjar hugmyndir hvað þetta gæti verið?
Þegar þau komu í búrið var karlinn og slappari kerlan bara út í horni og svona til baka (eins og reyndar mjög margir fiskar eru þegar þeir koma fyrst í búr) en hressa kerlan fór strax að synda með gúbbífiskunum og er mikið í kringum þá núna.
Eitthvað sem þið mælið með að gera?
Sverðdragarakarl
Já eitthvað er það.
Þeir eru ennþá bara kúkandi eins og þeim sé borgað fyrir það.
Eru líka ekkert að hafa fyrir því að reyna að slíta þetta af eins og ég hef séð suma fiska gera... þetta lafir bara margfalda lengd þeirra. (ég á Maingano síklíður sem verða oft pirraðar ef það eru komnar lengjur og slá sér utan í eitthvað til að losa það)
Stórfurðulegar skepnur.
Þeir eru ennþá bara kúkandi eins og þeim sé borgað fyrir það.
Eru líka ekkert að hafa fyrir því að reyna að slíta þetta af eins og ég hef séð suma fiska gera... þetta lafir bara margfalda lengd þeirra. (ég á Maingano síklíður sem verða oft pirraðar ef það eru komnar lengjur og slá sér utan í eitthvað til að losa það)
Stórfurðulegar skepnur.
Nei sverðdragarnir eru einu fiskarnir sem eru svona.
Það er kannski bara komin cm langur skítur hjá Maingano fiskunum þegar þeir fara að pirra sig á þessu... og það er líka frekar sjaldan sem ég sé þá gera þetta.
Sé fiskana mína bara yfirleitt mjög sjaldan skíta.
Kannski þessvegna sem mér finnst þetta svona furðulegt.
Engir aðrir fiskar í þessu búri skíta svona svakalega.
Það er kannski bara komin cm langur skítur hjá Maingano fiskunum þegar þeir fara að pirra sig á þessu... og það er líka frekar sjaldan sem ég sé þá gera þetta.
Sé fiskana mína bara yfirleitt mjög sjaldan skíta.
Kannski þessvegna sem mér finnst þetta svona furðulegt.
Engir aðrir fiskar í þessu búri skíta svona svakalega.