Ég er semsagt með 400 l fiskabúr með síkliðum,
Er að reyna bögglast við að koma inn myndum af því.
Myndavélin hjá mér er frekar sein svo fiskarnir eru búnir að gefast uppá að bíða og eru farnir úr fókus loks þegar vélin er klár
Ég ætla að reyna koma inn fleiri myndum inn fljótlega.
Þetta lítur vel út hjá þér
Flottur þessi blái fyrir miðju á efri myndinni, Ahli?
borley karlinn mun verða miklu flottari með tímanum, litirnir margfaldast og talandi um glæsileika, úff
Það væri gaman að fá smá upptalningu yfir hvaða fiska þér ert með í búrinu
Glæsilegt, gaman að fá loksins myndir.
Ég er sammála Guðjóni, fleiri myndir og upptalningu á fiskunum.
Einnig væri gaman að fá heildarmynd af búrinu.
Hvaða fiskur er neðarlega í horninu vinstra megin á efri myndinni ?
Hann er beint fyrir ofan að mér sýnist saulosi karl og gæti reyndar sjálfur verið saulosi en er þó eitthvað frábrugðin að mér finnst.
Vargur, fiskurinn sem þú spurðir um er eimitt blanda milli maingano og demasoni.
Uss, skamm !
Glettilega fallegur samt, kom þetta upp hjá þér ? Ertu með marga svona og hvernig haga þeir sér í sambandi við mökun, til í allar tegundir bara ?
Ég er með held ég 5-6 stk og það merkilega er
að þeir virðast bara hafa áhuga á að tímgast með hvor örum,
það er ein bland-kerlingin með seyði uppí sér eftir þá.
Það verður fróðlegt að sjá hvað það verður...
"Þar fóru fagrir fiskar fyrir lítið fé"
Í morgun þegar ég kveikti á búrinu hjá mér voru
dauðir fiskar út um allt búr.
Allir yellow lab, nema fullorðin karlfiskur,"Ahli Par, Aulonocara par x2.
ca 12 stk maingao, 3 stk Borley og urmull af ýmsum seiðum
"Súrt sagði grísinn"
En það lifðu nokkrir skelfinguna af.
Red empress par, nokkrir maingano, red zebra og 3 stk trúða bóthiur..
Eeen.. Ekki þýðir að leggjast í þunglyndi..
(Byrja safna aftur)
Eru ekki einhverjir sem eru vilja losna við malawi seiði
á sanngjörnu verði.
Ég er helst að leita að Haplochromis, en allt kemur til greina,
Endilega hafa samband....
Það má kalla það "Eituefnaslys"
mér var gefið "lyf" í ónefndri Gæludýraverslun sem
ætti að drepa öll snýkjudýr í fiskum og fiskabúrum,
mikið rétt, en mér var ekki sagt að það steindræpi fiskana líka.
En skaðin er skeður...
Ég tek það fram að þetta var EKKI Fiskabúr.is
Þar sem ég hef haft þónokkur samskipti við
þessa verslun, og alltaf allt verið í sómanum,
þá vill ég ekki (þeirra vegna)fara nánar út í hvaða verslun þetta var,
allavega ekki fyrr en ég hef haft samband við þá og fengið
skýringu á þessum ósköpum.
Væntanlega sett þá aðeins meira en er æskilegt. Þetta svínvirkar til að losna við ýmsa sjúkdóma, en er stórhættulegt. Það má vart muna millilíter á skammtastærð þannig að það er eins gott að hafa stabílar hendur og vera viss á skammtastærðinni..
Ég man að það var einusinni set formalín í sýningarbúrið í dýraríkinu og svo gott sem allt drapst í því - hellingur af kóröllum og fiskum osfrv. Það var einhver óprúttinn sem gerði þetta btw, þetta voru ekki mistök...
Ég notaði þetta stundum á diskusana og var alltaf á nálum.
Það þarf að passa upp á hitastigið líka og helst að hafa með þessu loftstein. Var rétt búin að missa allt í búrinu á sínum tíma en náði að bjarga fyrir horn.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.