Birkir 06-07 Ameríku síkliður

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gaman að heyra að þú sért ánægður með fesatae, sérstaklega þar sem þeir slysuðust eiginlega til þín ef ég man rétt. :oops:

Varðandi myndina þá getur margt komið til, dökkur bakgrunnur og ljós sandur gerir þetta hugsanlega erfitt fyrir myndavélina, kolsavartur hundur sem flækist með á myndina veldur því sennilega líka að vélin fókuserar ekki rétt.
Bara um að gera að prófa sig áfram með stillingar og stellingar.
Ég á td. mjög erfitt með að ná góðum myndum af sumum af mínum búrum en önnur eru auðveldari.
Reyndar er svo lika málið að oft er maður engan vegin sáttur við sjálf síns myndir en öllum öðrum þykir ekkert að þeim.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Já. Það er margt í þessu.

Annars er klárlega kóngur búrsins hr. Salvini. Þarf að finna nafn á þennan murt. Hann er kominn með æpandi rauðan lit í sporð og ugga. Þessi fiskur er með eitthvað spes í gangi.
festivum
Posts: 45
Joined: 16 Jan 2007, 11:04

Post by festivum »

salvini-inn er að plotta eitthvað sem mun koma aftan að okkur einn daginn ! hann er líka komin með svona "andlitslag" komin með fram mjóan munn og svona semi enni. mjög skemmtilegur fiskur. ótrúlega flottur, alveg að skína skært núna !
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Langt síðan maður hefur uppfært þennan þráð og töluvert gerst síðan þá.
Hér eru myndir sem ég tók í gær:


Image
Image
Image


í dag er ég með eina 1000l dælu í gangi. Stefni á að setja aðra 1000l dælu í gang því að kanarnir eru drulluspaðar og svo stækka þeir frekar hratt.


Ég er búinn að bæta nokkrum kempum í búrið

1X Oscar. Þessi kall er frábær. Fékk hann úr albínóatorfu í Fiskó en hann er ekki alhvítur. Það er ljósgrár litur ríkjandi í honum og myndarlegar appelsínugular skellur. Valdi hann því að venjulega fíla ég ekki albino fiska.

2x 9-10cm demantasíkliður sem ég fékk frá frænda mínum

3x Convict. Tveir stálpaðir karlar 10-11cm og ein lítil kerling. Hún er búin að para sig og þau eru með tvær holur í gangi! Fóru beint í þau mál á innan við viku. Mögulega eru tveir Convictar til sölu.

2X Gibbar. 20cm flykki. Sé þá voða sjaldan. Fyrsti dagurinn hjá þeim fór í slagsmál þeirra á milli. Báðir vildu búa undir sömu rótinni. Annar þeirr fór svolítið illa út úr átökunum og er með mjög lúinn bakugga og eitt sár.
Fiskurinn sem er heill er til sölu. Ég held þessum særða.

1x Hákarlalegur fiskur, veit ekki hvað hann heitir. 11-12 cm. Tekur sig mjög vel út og syndir tignalega og er til friðs. Tekur stundum uppköfunartrylling sem er ógeðslega flott að horfa á. Syndir hrikalega hratt. Hann er til sölu.

1x Balahákarl. 7-8cm. Mjög sterkur silfurlitur í honum. Hrikalega fallegur fiskur. Mögulega til sölu.
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

Það er mikið líf í búrinu og allt virðist eðlilegt og heibrigt. Mikið augnayndi og ég er svolítið montinn.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Lítur vel út hjá þér... Pííínu hreyfðar myndir bara :)


hvítir óskarar með gráu í uggunum heita lutino
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er orðið þrælflott-ara hjá þér drengz.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Keli: Já þessar myndir eru bara sér kapituli út af fyrir sig. Ég get ómögulega tekið góða mynd, ég fer eftir öllum þeim ráðum sem gefin hafa verið hér en ekkert virkar. Niðurstaða = vélin er í raun crap þó að ég sé þess fullviss að ég sé hellings crap líka... eeeen... já.


Lutino. Merkilegt. Takk fyrir þessa vitneskju. Það er líka grátt í búknum á honum.

sliplips: já, takk fyrir það. Þetta er allt að gerast. Langar að fjarlæga pottana í fyllingu tímans til að gera búrið meira ekta.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jamm, heitir lutino líka þegar það er í búknum, það fylgir oftast :)
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Takk Keli.

Eitt sem ég var að spá. í svona búri með mikinn gróður eins og mitt. Er verra að hafa loftdælu í gangi?

Talning á íbúum:

Firemout X4
Gibbi X2 20cm
Green Terror X2
Jack Dempsey X2
Salvini X2
Convict X3
Demantasíkliður X2
Brúsknefjar X8
Randabótíur X2
Tígrisbarbar X3
Oscar X1
Balahákarl X1
Pangasius "hákarl" X1
Festae a.k.a. Red Terror X2
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Loftdælan er verri fyrir gróðurinn en betri fyrir fiskana.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

af hverju er loftdælan verri fyrir gróðurinn?
hvað er sem veldur? vex gróður hægar eða bara ekki neitt ef loft er í búrinu?
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Loftdælan eikur súrefni, hreifir við vatninu og brýtur yfirborðið. Það veldur því að kolsýran (co2) fer mjög hratt úr vatninu en kolsýra er eitt af aðalnæringarefnunum sem plöntur nýta.
festivum
Posts: 45
Joined: 16 Jan 2007, 11:04

Post by festivum »

spurning almenns efnis í þessu samhengi. geta plöntur ekki nýtt súrefni í stað CO2 í neyð ?

mig minnir bara að ég hafi heyrt það einhverntíma, í debatinu við getum ekki lifað án þeirra(því þær framleiða súrefni) en þær geta lifað án okkar (þó að við "framleiðum" CO2, ef það kemur ekki nota þær bara súrefni) eða þarf ég að lesa líffræði bókina aftur?
:s
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Um næturnar nota plöntur súrefni. Það er hinsvegar afar lítið og hefur ekki áhrif á búrið nema það sé sérstaklega mikið af plöntum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það hlýtur að fara að koma up-date hér, er það ekki ? :rosabros:
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Heyrðu jújú. Smá örsaga hérna.
Ég fór erlendis í 17 daga og vinir mínir sáu um dýrin á meðan. Nema hvað að þau gáfu þeim meiri mat á 17 dögum en ég hef gefið fiskunum allt í allt síðan í desember! Til að gera ykkur í hugarlund hversu mikið af mat þetta er þá grunar mig að þau hafi gefið 2-3svar sinnum meira en ég frá upphafi!
Eins og gefur að skilja hófst mikið nitrat-djamm og í ofan á lag þá voru ljósin kveikt mun lengur en ella þannig að þegar ég kom heim var stóri Festae, einn af fallegustu fiskum búrsins, dauður og flestar plönturnar mjög illa á sig komnar og nokkrar dauðar.
Égh er hægt og rólega að laga þessa óreiðu og mun pósta myndum bráðlega.

Keypti reyndar 4 Sae í fiskabúr.is í gær og í dag voru tveir dauðir :x helvítis bögg. Þeir voru ekki í stóra búrinu með stóru könunum. ég setti þá í seyða búrið með tveim litlum Spilerum, einum litlum festivum og einum brúsknefja. Töluverður bömmur.


Friður
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

ég þarf svona SAE..
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Jæja. Á eftir fara fram vatnaskipti í stóra búrinu. Er að taka til í kofanum, Rut á leiðinni og allt stefnir í tiltektarpartí.


Varðandi litla búrið mitt...18l eða 20 l. Ég nota það til að fita litlar síkliður þessa dagana. Ég er ekki með hitara í gangi. hitinn er núna 22-23 gráður. Er það of lítið?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

mig minnir bara að ég hafi heyrt það einhverntíma, í debatinu við getum ekki lifað án þeirra(því þær framleiða súrefni) en þær geta lifað án okkar (þó að við "framleiðum" CO2, ef það kemur ekki nota þær bara súrefni) eða þarf ég að lesa líffræði bókina aftur?
Plöntur þurfa CO2 til að búa til byggingarefni sín, ýmiskonar flókin kolvetni. Kolefnið í þau koma úr CO2, C ið.

Ég veit ekki hvort plöntur geta lifað án CO2 en þær vaxa amk ekkert á meðan.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Plantan þarf Co2 til að einhver "starfsemi" fer fram i plöntu.Eins og "osmose" og framleiðsla á "chlorophyll". Án þessa "framleiðsla" gétur plantan ekki halta áfram að vaxa og er með þvi í raun að deyja.

Plöntur notað á daginn (i birtu) Co2 og gefa frá O2- surefni.
Á nott ( i myrkri) notar planta lika O2 og gefa frá þér CO2.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Hörku CO-eitthvað pælingar hérna sem ég skil ekki :P En allavega, mér var sagt að sleppa því að hafa loftdælu ef ég væri með tiltölulega mikið af gróðri.


í gær mætti Rut á svæðið og við grúskuðum aðeins í búrinu og höfðum mikil vatnaskipti til að vinna gegn nitretbombunni sem varð um daginn. Það hefur verið í mesta lagi 10% vatn í búrinu þegar ég dælædi nýju og fersku vatni í búrið.
Allt annað að sjá þetta.
Ef ég hef tíma í dag þá mun ég raða plöntunum upp á nýtt.
Er að hugsa um að fara út á land að finna mér grjót og svona.

í litla búrinu dó þriðji SAE fiskurinn minn. Alveg magnað. Aðeins einn eftir. Keypti þá síðastliðinn laugardag. Fjandinn.
Setti nýja spegla á ljósin í stóra búrinu. Allt annað líf.
Það er stemmari í gangi.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Fór í fiskabúr.is og keypti plöntu sem heitir væntanlega Þráinn eða Párís, ég veit ekkert um það, en hún er falleg. Bætti við mig SAE. Var að vakna, fiskarnir búnir að vera sólahring í búrinu og að sjálfsögðu eru báðir fiskarnir sem ég var að versla, dauðir :? Þetta er handónýtt. SAmt eru allir henir eldhressir í búinu og í góðum fíling.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

you have brought the SAE curse over you!..
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Voru þetta pínkulitlir SAE?
Getur verið að þeir sem fyrir eru í búrinu séu kaldrifjaðir morðingjar?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Síðasta SAE var hugsanlega myrt í nótt. Ég held að þarna séu 5 SAE búnir að enda líf sitt á einni viku. Hrikalegt. Já ég er farinn að hallast að því að ég hafi vanmetið morðóðar síkliðurnar með þeirri forsendu einni að þær væru of smáar fyrir morð og annað slíkt. Ég dreg þessa ályktun því að þær eru í fínu lagi og sprækar þannig að það virðist vera í lagi með vatnið.

Af stóra búrinu er það að frétta að vatnaskiptin miklu og nýjir speglar gerðu algert kraftaverk. Litirnir í fiskunum eru magnaðir. Salvini er gjörsamlega að sprengja á mér hausinn. Hef bara aldrei séð svona flottan salvini, ekki einu sinni á netinu og er farinn að halda að ég hafi verið einstaklega heppinn með fallegt eintak. Rauði liturinn er sérstaklega ríkur í honum, bæði aftast á skrokknum, um miðjan líkamann undir stórri svartri röndinni sem er umlikin æðandi bláum lit svo eru uggarnir og sporðurinn vel rauðir. Elska þennan kjéppz!
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég myndi nú bara hvíla þetta SAE dæmi þangað til þú dettur niður á einhverja stóra, greinilega vonlaus að setja einhverja titti þarna ofan í.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég setti þá í litla búrið með agnarsmáu síkliðunum. Vanmat þær líklega. Ég sé ekki fram á að finna stóra sae. en já, þetta er búið í bili.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Um leið og þú hættir að leita að SAE og ert búinn að gleyma tilvist þeirra hér á jörðu er ég alveg viss um að það poppar upp stór SAE!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

sliplips wrote:Um leið og þú hættir að leita að SAE og ert búinn að gleyma tilvist þeirra hér á jörðu er ég alveg viss um að það poppar upp stór SAE!
Æji takk moms.

En allavega, það er allt með feldu í búrinu. Hefur aldrei verið flottara að sjá íbúana. Hef verið að að reyna að selja demantana og núna loksins þegar ég er kominn með áhugasamann kaupenda þá fer ég að sjá eftir þeim og vill helst ekki sleppa þeim því þetta par er gjörsamlega að toppa núna. Lygilegar sterkir litir í þeim.

Vona að vinur minn sem á alvöru myndavél geti skjalfest þessa fegurð sem og hina fiskana auðvitað. Hrikalegt að vera svona illa settur myndavéla séð.
Er að hugsa um að setja salt í búrið í kvöld.

Uss Salvini er að buffa alla í þessum töluðu orðum og skartar sínu fegursta *slef*
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Seldi annan stóra gibban hjá mér áðan. Spjalverjin JinX kom hérna ásamt syni sínum og sýndist mér þeir vera hrikalega ánægðir með murtinn.
Gaman af þessu.
Post Reply