fór austur um jól og áramót og systir konunar minnar var að passa fiskana. Vinkona hennar fór með henni heim að gefa fiskunum og hún missti fulla dollu af fiskamat ofaní búrið og nær veiddu mesta uppúr því en ætluðu svo að þrífa búrið daginn eftir en það drógst um einn dag og þegar þær komu og ætluðu að þrífa það þá voru allir dauðir nema 3.
ég vissi ekki af þessu fyrir en 3 dögum seinna og þá voru þeir allir dauðir... mig langaði að fara að grenja þegar ég frétti þetta
Það má læra af þessu.
Ef maður fær einhvern til að gefa fyrir sig er gott að sýna fólki hvað á að gefa mikið og taka fóðrið úr dollunni milli fingra en alls ekki sturta úr henni.
ég er með litlar dollur sem eru notaðar undir lyf á elliheimilum og set passlega skammta í þær. fyrirbyggir allan misskilning og slys. fólk fattar heldur ekki hvað það er hrikalegt að missa svona mikið í búrið.
já ég hef lært helling af þessu.. nú mun ég pottþétt nota svona kerfi eins og þú ert að tala um Vargur á helling af svona litlum pokum sem ég hef verið að bölva í mörg ár yfir að ég myndi aldrei nota þetta..
er að spá í að setja nú eingöngu Malawi Utaka síkiluður í það, helst þær sem verða ekki yfir 15 cm.
Keypti mér par af Blue Acara fiskum, þeir fara í sér búr hjá mér.
allavega þá fékk ég þá á þriðjudaginn og henti þeim ofaní 240l búrið þar sem það er eiginlega tómt, einn yellow lab í því og viti menn núna í dag var parið að hrygna í eitt hornið
Það er ekkert í þessu búri nema 10 plöntur, hélt að þau þyrftu eitthvað meira (hella, steina eða eitthvað)
Hvað tekur yfirleitt langan tíma fyrir hrogn að klekjast út ?
Hvernær væri best fyrir mig að taka seiðin uppúr ? þau eru iðandi á fullu ofaní sandinum, svona tæpir 2 sólarhringar síðan þau fóru að hreyfa sig, samt ekki syndandi.
er ekki besta leiðin þegar ég tek þau úr að bara sjúga þau bara upp slönguna sem ég nota til að taka vatn úr búrinu ?
Eldhali: held að þeir séu svona um 1000 kr "notaðir" (þar að segja ekki úr búðum) en geta líka kostað mun meira ef t.d. stærðin, hvort það sé par....
Þú getur auðvitað notað háf til að ná þeim, en það vekur örugglega litla lukku hjá parinu... slangan kannski ekki heldur, en þú verður mikið sneggri að ná þessu þannig og nærð líka öllum seyðunum þess vegna. Hratt og örugglega.
Jæja þá fór ég í það að taka seiðin uppúr búrinu :
notaði slöngu til að sjúga þau uppúr.
þetta kom í fyrstu tilraun :
Helvíti mörg. Setti þau í sér búr en gerði þau misstök að hafa helling af möl(litlum steinum í botninum) nú eru þau búin að grafa sig neðst í botninn og ég er skíthræddur um að þau komist ekkert aftur upp :S
en á ég að setja foreldrana með eða hafa þau bara sér ?