Sverðdragar

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Sverðdragar

Post by Jakob »

Góðan dag/kvöld, fékk mér 1kk og 2kvk af Red Tuxedo sverðdrögum. Hvernig er þetta með litaafbrigðin? Getur einhver bent mér á einhverja síðu/r sem að greina frá hvernig afbrigðin og blöndurnar eru eins og á milli litafbrigða.

T.d.

Grænn X Rauður sverðdragi
Red Tuxedo X Svartur sverðdragi
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef stundum vellt þessu fyrir mér og ekkert fundið um málið.
Ég held reyndar að það sé ekki mikið erfitt að seigja með vissu hvaða litur komi úr svona blöndun þar sem það er mjög algengt að stofnarnir séu blandaðir ýmsum litum.
Þess vegna er líklega algengt að það komi ólíklegustu litir þegar stofnum er blandað saman.

Image
Hér er eimitt mynd sem ég rakst á af annari blöndunni sem þú nefnir. Karlinn á myndinni er undan Red tuxedo og villtum grænum.

Mér dettur í hug að dr. Bruni gæti lumað á upplýsingum um þessi genafræði.
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

sverðdragarar

Post by Bruni »

Sæll sikliða. Þú virðist vera að þokast til þroska í hobbyinu. Þetta með gotfiskana sannar það vonandi. Þú verður að vera þolinmóður og velja góð eintök til undaneldis. Veð gerum greinarmun á fjölgun fiska eða ræktun ? :wink: Ekki satt ? Það er góð regla að skilja kynin að megnið af tímanum. Þá losna kerlingarnar við áreitið frá karlinum.

Rauður x grænn = rústrauður þar sem um jafnríkjandi gen er að ræða sem ákvarða litinn. Þetta á vitaskuld við um arfhreina einstaklinga. Útkoman verður mjög gjarna stórir og öflugir fiskar.

Tuxedo x svartur = er oftast ekki góð blanda.

http://www.aquarticles.com/articles/bre ... words.html
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Já er ekki afar hæpið að finna genetískt hreina fiska af innfluttum frá heildsala þar sem "öllu" er blandað saman?. Og er ekki rétt hjá mér að svartir/Tuxedo eru viðkvæmari fyrir einhverskonar Krabbameini þ.e ofvexti í litafrumum.
Ace Ventura Islandicus
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

X.helleri

Post by Bruni »

Þetta er rétt Jói. Svarta litarefnið getur myndað æxli á fiskinum. Minnst á þetta í greininni hér fyrir ofan. Hvað er hreint í sverðdrögurum. Allir sverðdragarar nema villtir grænir hafa gen frá platy. Hitt er svo annað mál hvaða blöndun hefur á sér stað hjá heildsala eða smásala.
Last edited by Bruni on 09 Jan 2009, 12:49, edited 1 time in total.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Það eru blendingar Platy/Sverð, að mínu viti í Gotfiskabúrinu uppá lofti í Fiskó rauðleitar Kellingar sem eru svona of þybbnar fyrir Sverðdr. og of langar fyrir Platy. Svo sést þetta oft þegar maður skoðar vel í hópinn, hvað sumir eru svona "ólögulegir". En þetta með svarta litinn þ.e. Oft einsog svartir séu í "sokkabuxum" þ.e Hreystrið eins og bólgið.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Takk fyrir þessar upplýsingar Animal og Bruni og ég ætla að byrja á að fá mér nokkra rauða sverðdraga og fikta mig svo áfram í þeim og Red Tuxedo.

Ef að einhver veit um ræktanda með góðan stofn af rauðum sverðdrögum eða góðan stofn af Long Fin þá má sá sami láta mig vita.

Kv. Jakob.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply