mér áskotnaðist nokkur gullfiska seiði, þau eru ennþá með kviðpokan á sér og ég er ekki allveg klár á því hvað þau eru gömul en spurningarnar eru:
Hvað á ég að gefa þeim að éta?
Hvað á hitastigið að vera?
Mælt er með frekar háum hita fyrir seiðin 22°-25° og góðri loftun.
Þau ættu ekkert að þurfa fóður fyrr en kviðpokinn er farinn og þá artemiu eða annað kröftugt fóður.
Ef gullfiskarnir væru með blaðgrænu til þess að ljóstilífa þá virkar að hafa ljósið á 24/7, en held að það sé ekki ennþá búið að búa til þannig gullfiska
ef þau eru ennþá með kviðpokann þá eru þau ekki farin að synda hjá þér og hanga bara á glerinu eða einhverju en þegar þau fara að synda er kominn tími til að fóðra þau