Um kanínur?

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Alexaah
Posts: 17
Joined: 17 Dec 2008, 23:23
Location: Reykjavík

Um kanínur?

Post by Alexaah »

Jæja, það vildi svo til að ég fór og keypti mér eina Lionhead kanínu í gær, 3 mánaða kvk. Ég er ekk alveg viss hvernig á að ala svona kanínur upp, þar sem ég hef aldrei átt neina, átti einusinni hamstur en þeir eru víst aðeins auðveldari hehe.

Ein spurning: ég var einhvað að fikta í vatnsbrúsanum hennar því hann lekur og hún bókstaflega hvæsti á mig og ætlaði að ráðast á hendina mína. Er það eðlilegt af því að hún er kannski að koma sér fyrir í búrinu eða hvað?

Allar upplýsingar um kanínur og kanínuuppeldi VEL þegnar!! :)
Kv. Alexandra Häsler

-180L Juwel
-60L Tetra
-54L Juwel
-30L Seiðabúr
-20L - Bardagafiskur

- 4 mánaða kvk Lionhead
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

ég las það allavega að búrið væri ÞEIRRA öryggi..og að maður ætti ekki að vera að vesenast inní því... :) hún hefur bara verið mjög óörugg þegar hún ætlaði að ráðast á hendina þína..
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Ertu þá hætt við að taka einn unga hjá mér?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Alexaah
Posts: 17
Joined: 17 Dec 2008, 23:23
Location: Reykjavík

Post by Alexaah »

Ég þigg allar upplýsingar sem þið getið gefið mér. :)
Endilega kommentið ef þið eruðm með einhverjar leyniaðferðir við uppeldið. :wink:
Kv. Alexandra Häsler

-180L Juwel
-60L Tetra
-54L Juwel
-30L Seiðabúr
-20L - Bardagafiskur

- 4 mánaða kvk Lionhead
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Hún er liklega bara hrædd svo nýkomin,
væri samt sniðugt fyrir þig að byrja að leggja fyrir pening til að gelda,
lang flestar kanínur sýna agression hegðun við kynþroska, bíta og vera
erfiðar í umgengni, t.d. merkja með þvagi svo fátt eitt sé nefnt, gelding
kemur í veg fyrir það. Dýraspítalinn í Grafarholti eru búin að vera dugleg
að gelda bæði kven og karldýr, það er þó dýrara að gelda kvendýrin.

Kíktu líka inn á www.kaninur.org, þar eru líkegast allar upplýsingar
sem þú þarft, allt frá að ,,bunny proofing your home" og helstu
uppeldis aðferðir :) Gangi þér vel,

p.s. kaninum líður yfirleitt betur tvær eða fleiri saman, en þægilegast
er að kynna tvo unga saman en að bæta fullorðni kanínu og unga saman svo
ef þú ætlar að fá þér aðra sem selskaps kanínu þá er sterkur leikur að fara að huga að því,
(og spara fyrir geldingu á þeirri líka) ;)
Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

kaninurnar sem ég átti og ég átti kaninur í 10 ár, voru aldrei grimmar eða voru aggressive við mig né aðrar kaninur. Sýndu einu sinni fjandskap við eitt ungdýr en ég leysti það á minn hátt á c.a 15 min (rabbit whisperer) :wink: það verður samt að passa að tvö kynþroska karldýr séu ekki saman, sérstaklega ef kvendýr er nálægt þeim, þeir slást um kvendýrin (gera ekki öll karldýr það :P ) ég átti örugglega samtals um 100 kaninur á þessum 10 árum. Að gelda kaninu var eitthvað maður hafði ekki heyrt um. :lol:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Heppin segi ég nú bara og frábært að þetta gekk svona vel hjá þér :)

Rosalega mikið af kanínum ,,skilað" á kynþroska aldri, út af vandamálum
sem eru auðleyst með geldingu, tala nú ekki um að það lengir líf þeirra og vellíðan,
eitthvað sem ég myndi gera fyrir gæludýrið mitt því mér þykir vænt um það,
þau hjá www.dyrahjalp.org lenda líka í því að fá haug að kanínum sem fólk ræður
ekki við sem hægt væri að leysa með geldingu og nýjir eigendur gera. (sem sé gelda og kanínan verður viðráðanleg aftur).
Það geta ekki allir verið rabbit wisperer
Image
User avatar
Alexaah
Posts: 17
Joined: 17 Dec 2008, 23:23
Location: Reykjavík

Hvað með fræ?

Post by Alexaah »

Hvernig er þetta samt með fóðrun? Ég er búin að vera að lesa enskar síður en hef hvergi fundið svar við því hvort það megi gefa kanínum sólblómafræ, sesamfræ eða graskersfræ og þessháttar. Ég veit að ávextir má gefa í hófi og einnig grænmeti.. en hvað með þessi fræ? Ég þori varla að gefa litlu Nölu neitt nýtt nema gulrætur (sem hún snertir síðan ekki..).

ALLAR upplýsingar VEL þegnar!! :)
Kv. Alexandra Häsler

-180L Juwel
-60L Tetra
-54L Juwel
-30L Seiðabúr
-20L - Bardagafiskur

- 4 mánaða kvk Lionhead
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Kál finnst þeim mjög gott :)
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

nei það er rétt hjá þér, vigdís, það geta ekki allir verið rabbit whisperer. :wink: Kannski eru bara þessar kaninur sem verið er að selja í búðum núna, eins og lion head, dvergar og eitthvað.... brjálaðari í skapinu heldur en þessar "gömlu íslensku" sem ég átti. :-)
Ein sem ég átti var svo ljúf og góð alla hennar æfi. Lá hjá mér úti á túni, borðaði gras og kom jafnvel þegar ég kallaði á hana, jafnvel þegar hún var um 100m í burtu. Hún varð um 8 ára gömul. Eina ástæðan fyrir því að ég átti kaninur svona lengi er að þær voru svo góðar allar :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

ég átti nú kanínur þegar ég bjó fyrir vestan og þegar mest var voru nálægt 30 kvikindi á bænum og allar voru þær ljúfar nema ein sem misti ungana sína úr fyrsta goti.
er að fikta mig áfram;)
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Hehe, ekki það að mínar voru líka allar ljúfar og ógeldar,
en mér finnst allt í lagi að kynna nýjum kanínu eigendum það að margir
einstaklinar (kanínur) virkilega þurfa á þessari aðgerð að halda en
auðvitað ekki allar. Persónulega myndi ég samt núna í dag, þó
að ég ætti kanínu sem ,,snappar" ekki við kynþroskan og helst róleg
og fín þá myndi ég samt gelda hana, eykur líkurnar á að þær nái fullum
aldri 12 ára, minnkar stress hjá þeim og fleira :)

Varðandi fóðrun Alexaah þá gætirðu kíkt á þennan lista
(linkur á gæludýraverslun birtur með góðfúslegu leyfi eiganda fiskaspjalls.is)
Inná listanum eru örfáar grænmetis tegundir sem maður fattar
oft ekki að prófa og gæti verið skemmtileg tilraun fyrir ykkur.

Fræin sem þú spurðir um eru ekki á þessum lista, þær mega fá þau en
í algeru lámarki, sem nammi helst, nema að af einhverri ástæðu dýrið
er mjög grannt eða er að fá einhverja ofur hreyfingu daglega.
Þessi fræ eru mjög orkurík og óholl en flest nagdýr og nartarar eru hrifin af þeim ;)
Einhver nefndi kál hérna fyrir ofan, þá er mælt meira með káli í grænni
kantinum eins og t.d. lambhaga, Iceberg t.d. finnst þeim flestum æðislegt
en á bara að gefa sparlega, þeim finnst það yfirleitt það gott að þær myndu
éta það eingöngu ef þær fengju að ráða, Iceberg er nánast bara vatn
og mjög litla næringu að fá úr því, dýr sem fá að éta Iceberg sem megin
fæðu eru mun líklegri til að þjást af næringarskort en önnur dýr.

P.s. Nala er bara krúttleg, til hamingju aftur!
Image
Solla
Posts: 14
Joined: 17 Jan 2009, 19:25

Post by Solla »

Ég er búin að eiga ansi margar kanínur. Í dag á ég eftir 3 kanínur, lion head, hollenska holdakanínu og castor rex sem er orðin 11 ára og nálgast heimsmetabókina en sú elsta þar er 13 eða 14 ára. Bætti við http://www.boston.com/news/local/breaki ... gusto.html

Mitt besta og lang einfaldasta ráð er að kenna kanínunni að hendur eru góðar.
Byrjaðu á að fá þér leðurhanska og farðu með höndina í búrið og færðu henni mat. Ekki kippast burt þegar hún stekkur að höndinni því hún meiðir þig ekki í gegn um hanskann og urrið er yfirleitt bara til að sýna hver ræður. Þær bíta sjaldan. Hafðu búrin á rólegum stað en samt þannig að fólk sé reglulega í kring um það.
Fljótlega venst hún fikti í búrinu sínu og að hönd þýði mat.
Ekki láta kanínuna liggja hvolfi en ég sá mynd af kanínu þannig hér á síðunni einhversstaðar. Þær eiga erfitt með að anda þannig.

Það er mjög ólíklegt að hún sýni þér yffirráðahegðun utan búrsins.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Hmm ég þekki kanínu sem er eldri en þetta,
hvernig ætli fólk ,,sanni" aldurinn til að koma þessu í guinnes?

Image
Solla
Posts: 14
Joined: 17 Jan 2009, 19:25

Post by Solla »

Enda held ég að þessi skráða kanína þarna sé nú ekki sú elsta í heimi. En gaman að þessu engu að síður.
Þý þyrftir lílega að eiga ljósmyndir sem einhverju sem sýnir bæði kanínuna og dagsetningu og einhverja votta.

Annars er ég með Lionhead kanínu sem gýtur fljótlega. Pabbinn er Holland lop. Svona ef einhver hefur áhuga..
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

hmm, samt gæti verið bara önnur svört kanína þannig,
hlýtur að þurfa að örmerkja þetta sem unga eða eitthvað í þeim dúr...
Image
Post Reply