Black molly í salti
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- EiríkurArnar
- Posts: 475
- Joined: 30 Nov 2008, 21:18
- Location: Garður
Black molly í salti
Hversu mikið salt er verið að tala um þegar að black molly líður best í salti ? er verið að tala um 1 gr á lítran eða eitthvað mun minna ?
ertu með stofn sem þarf salt eða prófaðu bara að salta ekki það þarf ekkért að salta það er ekki skilda sko ég er að fá mér stofn sem var ekki í salti en samt það er betra en samt það er bara verra fyrir gróðurinn en saltaðu bara hjá þér en já söltunin er eithvað sirka svona eins og þú sagðir
Gotfskar...
- EiríkurArnar
- Posts: 475
- Joined: 30 Nov 2008, 21:18
- Location: Garður
- EiríkurArnar
- Posts: 475
- Joined: 30 Nov 2008, 21:18
- Location: Garður
- EiríkurArnar
- Posts: 475
- Joined: 30 Nov 2008, 21:18
- Location: Garður
moll/molly
Molly og molly. Flestir mollyar sem hingað koma eru einhverskonar blendingar, þar sem tvær eða þrjár tegundir hafa einhverstaðar í ferlinu komið við sögu.
Poecilia velifera. Seglmolly, er að margra mati einn glæsilegasti gotfiskurinn, karlinn er með gríðarmikinn bakugga. Undirtónninn er ljósgrænn í villta fiskinum en ræktuð litafbrigði eru fjölmörg. Þessi tegund þarf eðlilega mjög stór búr til þess að ná góðri stærð. Tegundin þarf helst að vera í einhverju salti ef vel á að fara um hana. Hitt gengur að hafa ekki salt, en fiskarnir verða ekki eins stórir og langlífir og verða móttækilegri fyrir sjúkdómum.
Poecilia latipinna. Svipar mjög til P. velifera, en bakuginn er aðeins minni. Eru til svartir og seldir sem Black Molly, eflaust blandaðir. Líður betur í einhverju salti.
Poecilia sphenops. Er minnsta tegundin af þessum þremur. Margir villtir og tiltölulega ólíkir stofnar finnast og ræktuð afbrigði fjölmörg, þar á meðal Black Molly. Þessi tegund er með minnsta bakuggann. Hvítur augnhringur eru sterk einkenni þar sem P. sphenops er grunngerðin. Þessi tegund er algeng hérlendis og fæst í flestum betri gæludýraverslunum. Þetta er tegundin sem Svavar var að benda á. Ég hef ræktað þessa tegund í langan tíma og get fullyrt að hún þarf ekki salt til þess að líða vel og ná hámarksstærð. Það er samt ekkert sem bannar það að hafa salt.
Poecilia velifera. Seglmolly, er að margra mati einn glæsilegasti gotfiskurinn, karlinn er með gríðarmikinn bakugga. Undirtónninn er ljósgrænn í villta fiskinum en ræktuð litafbrigði eru fjölmörg. Þessi tegund þarf eðlilega mjög stór búr til þess að ná góðri stærð. Tegundin þarf helst að vera í einhverju salti ef vel á að fara um hana. Hitt gengur að hafa ekki salt, en fiskarnir verða ekki eins stórir og langlífir og verða móttækilegri fyrir sjúkdómum.
Poecilia latipinna. Svipar mjög til P. velifera, en bakuginn er aðeins minni. Eru til svartir og seldir sem Black Molly, eflaust blandaðir. Líður betur í einhverju salti.
Poecilia sphenops. Er minnsta tegundin af þessum þremur. Margir villtir og tiltölulega ólíkir stofnar finnast og ræktuð afbrigði fjölmörg, þar á meðal Black Molly. Þessi tegund er með minnsta bakuggann. Hvítur augnhringur eru sterk einkenni þar sem P. sphenops er grunngerðin. Þessi tegund er algeng hérlendis og fæst í flestum betri gæludýraverslunum. Þetta er tegundin sem Svavar var að benda á. Ég hef ræktað þessa tegund í langan tíma og get fullyrt að hún þarf ekki salt til þess að líða vel og ná hámarksstærð. Það er samt ekkert sem bannar það að hafa salt.