Hæ hæ
Mig langar til að varpa einni spurningu til ykkar.
Hver er ykkar reynsla af því að hafa Stóra eplasnigla og Bótíur í sama búri ?
Skiptir kannski máli hvaða Bótíur um er að ræða ?
Stærð Eplasniglanna skiptir örugglega heilmiklu máli.
Kannski gaman að láta fylgja hvursu stórt búrið sé ef þið hafið einhverja reynslu af þessu.
Hvort ég geti haldið Bótíunum frá Eplansniglunum með rækjugjöf eða einhverju öðru?
Fullt af spukuleringum.
Málið er að mér þykir voða vænt um stóru Eplasniglanna mína sem eru svo rosalega iðnir við þrifin og heimta voða lítið í staðinn. Gúrkubita við og við.
Þeir farinir að skríða upp í lokið og verpa þar.
En ég vil ekki að búrið fyllist af einhverjum brúnum littlum sniglum sem eru farnir að verpa útum allt sem villtust í búrið með gróðri sem ég setti í búrið.
Stóru eplasniglarnir sáu við Bótíunum og fóru að verpa svo nú hafa Bótíurnar nóg að éta, því það er fullt af littlum Eplasniglum útum allt búr
Svo þeir stóru fá örugglega frið í bili.