Ólíkar Afríku sikliður sem búrfélagar.
Það eru til þúsundir tegunda af Afrískum sikliðum, bara í Malawi vatni hafa fundist fleiri en 500 tegundir af fiskum sem ekki eru til annars staðar í heiminum og enn er verið að finna nýjar tegundir þannig að það er erfitt að seigja af mikilli staðfestu hvað má eða má ekki gera í sambandi við áhuga okkar á því að hafa þessa fiska sem búrfiska á heimilum okkar.
Margt fiskaáhugafólk hefur áhuga á að blanda saman ólíkum tegundum eins og t.d. Tanganyika og Malawi sikliðum og skoðanir manna eru misjafnar þegar eftir þeim er leitað og oft eru svör við spurningum um slíka blöndun ekki byggð á þekkingu eða vitneskju þeirra sem svara heldur eintómar getgátur
Hér verður farið að einhverju leiti í hverjar þarfir þassara fiska eru í sambandi við fóðrun, vatnsskilyrði og blöndun tegunda.
Fóðrun:
Afrískar sikliður skiptast að mestu leiti í þrjá hópa í sambandi við fóður og næringaþörf., Mbuna fiskar sem halda sig mest í holum og grjóti nærast nær eingöngu á þörung, svo eru það Haplocromis sem halda sig mest á opnum svæðum og verða frekar stórir en þeir eru ránfiskar sem þurfa mikið dýraprótein. Þriðji hópurinn eru svo þeir fiskar sem þrífast á báðum þessum fæðuhópum auk ýmissa smá og skordýra, í þessum hóp eru t.d Álnakörur.
Með því að blanda þessum hópum saman í búr, verður það nánast örugglega skaðlegt einhverjum þeirra næringalega séð. Annað hvort hálfsvelta kjötæturnar þar sem þær fá ekki próteinið sitt ef fóðrið sem gefið er inniheldur mikinn þörung eða ef gefið er fóður sem inniheldur mikið dýraprótein þá er nokkuð líklegt að meltingakerfi Mbunana ráði ekki við það og er alveg öruggt að þeir eru ekkert að sleppa fóðrinu þó það sé ekki ætlað þeim og má eiginlega seigja að græðgin verði þeirra bani.
Þannig að, ekki ætti að setja fiska sem eru kjötætur með fiskum sem þurfa mikið grænfóður.
Vatnsskilyrði:
Annar mikill munur á hinum ýmsu Afríku sikliðum eru mismunandi vatnskröfur. Þetta er í raun samt einfalt atriði og af flestum talið frekar lítilvægt.
Sikliður úr ám og smávötnum eins og t.d. Kribbar (Pelvicacromis pulcer), eru vanir vatni með pH 7.0, meðan Malawi og Viktoriuvatns sikliður þurfa vatn með pH 7.4-8.6, en Tanganykasikliður pH milli 7.8-9.0.
Því ætti ekki að blanda þessum fiskum saman að undanskyldum Malawi og Viktoria sikliðum.
Tanganykasikliður geta þó verið með Malawi og Viktoraia fiskum svo fremi sem skap og fæðuþörf eigi saman og ef vatninu er haldið í efri mörkum Malawi sikliða.
Kranavatnið okkar (Reykjavík) er með pH um 8.0, þannig það hentar Malawi sikliðum vel en þarf að mýkja aðeins fyrir Kribbana og helst herða aðeins fyrir Tanganyka fiskana enda í lægri mörkunum.
Reyndar er mat margra að fiskar sem hafa verið ræktaðir í margar kynslóðir í búrum mundu ekki þekkja sínar náttúrulegu aðstæður þó þeim yrði sleppt þangað og allir eru þeir í vatni úr sama krananum í búðinni.. En á móti kemur að með því að hafa aðstæðurnar sem næst þeim náttúrulegu er líklegra að fiskarnir verði heilbrigðari, fallegri og líkur á hrygningum aukast.
Skapferli:
Flest vandamál við að hafa sikliður sem búrfiska eru vegna þess hve árásargjarnir þeir eru. Yfirleitt er þó vel hægt að vinna úr því með ýmsum ráðum. Sikliður skeita yfirleitt skapi sínu á eigin tegund eða þeim fiskum sem líkastir eru þeim sjálfum í útliti og fiskum sem þær eru í samkeppni við um fæðu. Yfirleitt láta þær minni fiska og þá sem eru ólikir þeim sjálfum í friði þó þær stuggi kanski við öðrum fiskum og berjist um hrygningastaði.
Mér er t.d. minnisstætt þegar einn Pseudotrpheus sp. Kingsizei karlinn minn gekk af göflunum þegar einhver af kerlingunum hans eða fiskar af annari Pseudotrpheus tegund komu nálægt honum eða hellinum hans sem gerður er úr brotnum blómapotti, en leyfði svo Trúðabótíu alveg að vera í friði í námunda við pottinn og inni í honum, það var þó kostulegast af öllu að sjá hann og Bótíuna kúra saman í hellinum á nóttunni eins og ekkert væri eðlilegra.
Til að minnka líkurnar á áflogum ætti því ekki að setja fiska af mjög líkum tegundum og í svipuðum litum saman í búr, önnur góð ástæða er að fiskar af skyldum tegundum geta eignast saman afkvæmi sem er hvimlett vandamál þar sem þeir kynblendingar rata oft í verslanir og eru jafnvel seldir sem hreinræktaðir.
Gæta þarf þess að nógu marga fiska af sömu tegund til að árásargirnin dreyfist, ef einungis eru 2-3 fiskar af sömu tegund er hætt við að einhverjir þeirra verði drepnir eða veslist upp.
Ýmsir alls óskyldir fiskar geta hins vegar lifað í sátt með flestum sikliðum þó vissulega séu undantekningar á því. Td. geta flestar Bótíur lifað í samneyti við nánast allar Afríkusikliður, einnig Pleggar og Ancistur. Afrísku Synodontis kattfiskarnir ganga einnig einstaklega vel með sikliðum þó þeir geti spillt hrygningum. Fiskar eins og Sae og Flying fox, stærri Tetrur og Danio geta einnig gengið.
Niðurstaðan er því sú að að jafnaði ætti ekki að blanda saman Afríkusikliðum sem hafa ólíka fæðuþörf og skapgerð saman þó svo þær komi jafnvel úr sama vatninu. Malawí vatn er t.d. um 31.000.km2 að flatarmáli og fiskarnir þar þrífast við misjafnar aðstæður.
Helst ætti að forðast að blanda saman tegundum úr sitt hvoru vatninu þó það sé hægt ef vel er að því staðið.
Ef ætlunin er að hafa þessa fiska í blönduðu búri ætti því að hafa í huga:
Fæðuþörf sé sú sama: Ekki þörungaætur með kjötætum, þó geta margar tegundir lifað saman á alhliða fiskafóðri en almennt er slíkt ekki ráðlagt. Einnig margar Tanganykategundir mjög lengi að éta en t.d. flestar Malawi sikliður einstaklega snöggar, því er hætta á að annar hópurinn verði vanfóðraður eða hinir éti yfir sig sem getur endað með dauða.
Vatnsþarfir séu svipaðar: Þó eru mismunandi vatnsþarfir eitt lítilvægasta atriðið. Ef farinn er millivegur í æskilegum vatnaskilirðum., td. pH. Haft um 8.3 -8.5 þá geta Malawi, Victoria og Tanganykasikliður vel unað saman þó eitthvað vanti í náttúrulegar aðstæður og hugsanlegt að fiskarnir sýni ekki sínar bestu hliðar. Hér á höfuðborgarsvæðinu og sennilega einnig annarstaðar á landinu er kranavatnið frekar hart og hentar vel fyrir Malawi fiska og með því að bæta skeljasandi í Tanganykabúr ætti vatnið að henta þeim vel. Vænlegast er að kaupa fiska sem hafa verið ræktaðir hér á landi, svo fremi sem vandað hafi verið til verksins, þar sem þeir þrífast betur í því vatni sem þeir eru fæddir og uppaldir í.
Forðast ætti hluti eins og trjárætur í Malawi og Tanganyka búr þar sem þær mýkja vatnið.
Félagslegi þátturinn: Flestar sikliður eru hraðsyndar og árásargjarnar, en margar eru þó eru hægfara og hlédrægar, forðast skal að blanda þessum fiskum saman, gott er að fylgjast með fiskunum í búðinni áður en þeir eru keyptir, ef þeir eru rólegir og seinir í förum henta þeir sennilega ekki í búrið þitt heima með öllum hraðsyndandi ránfiskunum. Ekki velja saman fiska af tegundum sem eru mjög líkar í útliti og litum þar sem það getur valdið stöðugum slagsmálum í búrinu. Einnig geta fiskar af náskyldum tegundam átt illa skap saman og auk þess er hætta á kynblöndum sem er mjög óæskileg fyrir varðveislu tegundana.
Blöndun:
Tökum dæmi úr einu af mínum búrum. Í búrinu eru tvær tegundir af Pseudotrpheus, sem er ein ættkvísl Malawi sikliða, að alast upp ásamt öðrum Malawi fiskum.
Þetta eru Pseudotrpheus Lombardoi og Pseudotrpheus sp. Red top Zebra og er ég að bíða eftir að þeir verði undaneldishæfir, þá verða þeir í sitthvoru búrinu. Hjá báðum tegundum er að koma upp einn ráðandi karl, Lombardoi karlinn er að missa bláa unglings/kvk litinn og er að skipta yfir í fallegan kk litinn, bjartan gulan lit með daufum bláleitum þverröndum. Red top Zebra karlinn er að missa brúna unglings litinn og er að komast í gullfallegan Brún/silfur þverröndöttan lit með sterkum gulum blæ. Núna eru þeir af svipaðri stærð og þar sem þeir eru af sömu ættkvísl eru þeir nánast eins í byggingu, og eru báðir að skipta yfir í fullorðinsliti og hittist þannig á að báðir eru þeir núna svipað gulbrúnleitir og er þeim einstaklega illa við hvorn annan þess vegna, þeir slást eins og óðir milli þess sem þeir stugga við búrfélögunum, þegar þeir eldast verða þeir töluvert ólíkir í litum, og kerlingar þeirra verða líka í sitthvorum litnum, sennilega yrðu þeir engir perluvinir ef þeir væru saman í búri vegna þess hvað þeir eru náskyldir, þeir munu berjast um fæðuna og yfirráð í búrinu og spilla fyrir hrygningum hjá hvor öðrum og vegna þess hve skyldar tegundirnar eru er mjög íklegt að kynblöndun eigi sér stað. Þess vegna munu þeir enda í sitthvoru búrinu hjá mér.
Í sama búri er fullorðinn Melanocromis Mangano karl, hann er sá sem ræður í búrinu en lætur sér fátt um finnast þegar hinir slást, hann stuggar við þeim ef þeir koma inn á hans svæði og ef þeir eru of nálægt honum þegar hann er að kroppa eitthvað af grjótinu í búrinu. Þarna er um svo ólíka fiska að ræða að hann telur þá ekki ógnun við sig og búrið er það stórt að hann lætur þá í friði meðan þeir koma ekki of nálægt honum og ekki er mikil samkeppni um fæðu. Pseudotrpheus karlarnir vita báðir að hann ræður, en skipta sér að öðru leiti ekkert af honum enda ólíkir fiskar. þeir berjast hinsvegar grimt um yfiráð í sínum hópi. Maingano karlinn ræðst heiftarlega á sínar kerlingar ef þær sýna ekki áhuga á mökun enda eru bæði kynin eins á litin, vegna óanægju með tvær af fjórum kerlingum lét ég þær fara og taldi að karlinn yrði til friðs með aðeins tvær kerlingar þangað til Maingano unglingarnir mínir myndu bætast í hópinn, það reyndist alls ekki vera, þær sýndu báðar lítinn áhuga á mökunn og réðst karlinn þá harkalega á þær enda telur hann þær þá karla og vill fá þær af sínu svæði, fór svo að hann drap aðra kerlingun, enda réðist hin kerlingin líka á hana þegar sú fyrri fór að þreytast.
Að þessum orsökum bætti ég Pseudotrpheus fiskunum í búrið til bráðabyrgða, þannig draga þeir athyglina frá Maingano kerlingunni þannig hún kemst undan karlinum, án þess þó að þeir séu ógnun við Maingano karlinn. Fljótlega fór kerla að sýna karlinum áhuga og er hann nánast búinn að sættast við hana þó svo að hrygning hafi ekki átt sér stað, hins vegar verð ég að taka hana frá honum ef hún hrygnir sökum þess að þá eftir hrygningu missir hún áhugan og hætt er við að karlinn drepi hana eða hún spýti hrognunum þar sem ekki eru fleiri Mangano fiskar í búrinu til að dreyfa álaginu og fljótlega á hún erfitt með að forðast hann þar sem kerlingarnar éta ekki meðan þær er með hrognin uppi í sér og verða því fljótt máttfarnar.
Vonandi útskýrir þetta hvernig raða þarf fiskum saman þannig álagið dreyfist og friður haldist í búrinu og einnig að ekki verði nein óæskileg blöndun.
Dæmi um blöndun á Tanganyka og Malawi sikliðum.
Frontosa er Tanganyka sikliða sem er gríðarlega vinsæl enda ber hún með sér einhverskonar værðarlegan glæsibrag. Frontosa er hægfara og mesti rólegheita fiskur, hún er kjötæta og í náttúrinni nærist hún aðallega á seyðum annara fiska og já, minni fiskum enda er fullorðin Frontosa risavaxinn fiskur á venjulegan sikliðu mælikvarða. Frontosan hefur þann hæfileika að sjá mjög vel í myrkri og nær sér yfirleitt í bitann sinn í ljósaskiptunum þegar aðrir fiskar eru hálfblindir eða sofandi, hún lætur sig reka rólega að varnarlausri bráðinni og nýtir sér nætursjónina til að hremma hana.
Þar sem Frontosan er kjötæta og að mestu ránfiskur þá líkar henni sennilega ekki grænmetisblandan hjá þörunga ætunum og fær líklega ekki þá næringu sem hún þarf til að dafna auk þess yrðu hún aftarlega í kapphlaupinu um fóðrið því Malawí fiskarnir eru gríðarlega snöggir þeir eru að úða í sig fæðunni. Þess vegna þarf Frontosa að vera með fiskum sem eru kjötætur eins og hún sjálf, en þó er ekki allt fengið með því að vera með fiskum sem þurfa sama mataræði og vatnaskilirði. Þar sem Frontaosan er frekar hægfara gæti verið vandamál fyrir hana að ná í fæðu og séu búrfélagarnir í sprettharðari kantinum þá gæti farið að hún yrði hálfsvelt eða hinir afvelta af áti og vatnið mengað af umframfóðri ef gjöfin væri aukin.
Þá kemur til sögunnar vitneskja okkar um atferli Frontosunar, þetta gæti mátt leysa með að gefa örlítið fóður áður en ljósið et kveikt á morgnana, Frontosan notar nætursjónina til að nærast en hinir fiskarnir eru hálfblindir og eiga erfitt með að greina fóðrið, þeir sjá samt um umframfóðrið þegar ljósin eru kveikt.
Vonandi áttar fólks sig, með þessum dæmum hvað það getur verið mikilvægt að fræðast um heildaratferli og eðlishvöt fiskana til að geta valið saman tegundir sem geta átt góða daga í sama búri og að það er jafnvel vel framkvæmanlegt að hafa ólíkar tegundir saman hafi maður skilning á mismunandi þörfum fiskana og áhuga til að leysa þær.
Hugsanlega telja einhverjir við lestur þessarar greinar að Afríkubúr sé hinn mesti höfuðverkur, slíkt er þó að mínu mati alrangt. Afrískar sikliður eru með þægilegri fiskum sem hægt er að halda. Ég hef að mestu leiti haldið mig við Malawi Mbuna sikliður, þær eru að mínu mati með áhugaverðari fiskum, harðgerðar og veikjast nánast ekki ef frá er talið hið svokallaða “Malawi Bloat” sem reyndar getur herjað á nánast allar sikliður og er tiltörulega einfalt að forðast (grein væntanleg).
Með skilning á þörfum þessara fiska og hefðbundinni fiskabúraumhirðu eru þeir nánast “viðhaldsfríir” og endalaus uppspretta ánægu með lífleika sínum og litagleði.
Þó svo að ég sé langt því frá að vera eitthvað að velta mér uppúr því að hafa allar aðstæður fiskanna eins og í náttúrunni enda ómögulegt í litlu fiskabúri á Íslandi, er skilningur á fæðuþörf og félagslega þættinum að mínu mati mikilvægur til að fiskarnir njóti sín betur og þar með veiti okkur meiri ánægju. Þó svo að þessir fiskar þrífist við hinar ýmsu aðstæður geta þessi smáatriði gert gæfumun, jafnvel þó við tökum ekki með beinum hætti eftir breytingunum.
Hafi fólk einhverjar spurningar um blöndun tegunda eða alment um Afríkusikliður skal ég eftir fremsta megni reyna að svara þeim þó svo að ég mæli persónulega frekar frá því. Ég er langt því frá að vera alvitur um þessa fiska þá reyni ég ávallt að afla mér upplýsinga um það sem ég ekki veit.
Ég mun svo fljótlega reyna að setja inn grein um hvaða fiskar séu helst taldir henta saman í búr.
Höfundur:
Hlynur Ingi Grétarsson
Grein þess má ekki afrita eða birta annarstaðar
nema með leifi höfundar.
Heimildir:
G.F. Turner (2004) Lake Malawi Mbuna
G.F. Turner (2004) Lake Malawi habitats
M. Elieson (2006) African Cicilid Compatibility issues
Robert Goldstein (1973) Cicilids of the world
M. Elieson (2006) Haps vs. Mbuna
Ólíkar Afríku sikliður sem búrfélagar
Moderators: Vargur, Andri Pogo