Gúrkuvandamál

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Gúrkuvandamál

Post by EiríkurArnar »

Ég er með tvö búr og annað er 120l og hitt er 40l. Í 120l set ég gúrkuna (með skrúfu til að sökkva henna) í búrið og hún sekkur fínt og hún er étin smátt saman, en í 40l geri ég það sama en set tvær skrúfur því hún flaut en hún flaut samt en núna er hún á botninum en hún er að leysast upp.

Veit einhver skýringuna á þessu ?
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

og eru einhverjir fiskar á lífi í þessu búri?
Ekkert - retired
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

hmm.... enginn í 40 lítrunum sem étur gúrkur? gúrkan er með gasvandamál? kannski setja bara gaffal en ekki skrúfu? gúrkan er orðin ógeðsleg og enginn vill éta hana?
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

er með 4 littlar ancistrur og þær eru ennþá að éta gúrkuna

gæti verið of heitt í búrinu og kannski er það bara útaf því að hún er búin að vera þarna í 2 daga :D
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

sýnist að þú hafir svarað þér sjálfur! ágætt að athuga að einn gúrkubiti getur mengað alveg helling og þá áttu 4 litlar dauðar ankistrur.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er góður siður að fjarlæga leifarnar af gúrubitanum eftir sólarhring.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Ég læt gúrkuna aldrei vera nema nokkra klst. í búrunum.
Því minna búr - því styttri tími.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

okey, ég hafði ekki vitneskju um þetta, greinilega. en hvað á ég þá að gefa þeim annað en gúrku og hversu reglulega?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

botnfisktöflur
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

EiríkurArnar wrote:okey, ég hafði ekki vitneskju um þetta, greinilega. en hvað á ég þá að gefa þeim annað en gúrku og hversu reglulega?
Þessar töflur hafa reynst mér best
http://www.tetra.de/tetra/go/7B4ECF09E0 ... &lang_id=2

Fengust allavega í dýralíf uppi á Höfða fyrir jólin minnir mig :)

Mínir botnfiskar hafa aldrei farið á svona gúrku en kannski hef ég bara ekki haft hana nógu lengi :P (var með hana kannski í nokkrar klst). En mínir botnfiskar elska þessar töflur og eru orðnir svo pikkí að þeir vilja helst ekkert annað :P meiri segja gullbarbarnir mínir eru hrifnir af þeim.

Ég gef á hverjum degi nokkrar töflur þar sem lítið er um þörung í búrinu og ekkert mikið af matarleyfum :) einnig margir botnfiskar að berjast um botninn og því kannski ekki nóg handa öllum :P
200L Green terror búr
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ég á tetra pleco þannig að ég ætti kannski að prófa þetta sem þú bentir á, þær eru bara svo littlar ennþá. var ekki með neina fiska hjá þeim en var að setja 10 neon tetrur.
Post Reply