720 lítra Monsterbúr

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Pinnis félagarnir Retropinnis og Ornatipinnis

Image

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þegar bakteríuvesen virðist vera að lagast komu bara önnur leiðindi í staðinn en vonandi ekki jafn alvarleg. :?
Pangasiusinn er kominn með hvítblettaveiki en þetta er í fyrsta sinn sem veikin kemur upp í þessu búri.
Ég hef nú svosem bara verið þakklátur fyrir það, þessir pangasius eru mestu hvítblettaveikisseglar sem ég veit um.
Þar sem polypterusarnir eru viðkvæmir fyrir ýmsum lyfjum þá vil ég reyna að komast hjá lyfjagjöf.
Ég gerði því 50% vatnsskipti, hækkaði hitann í 28°, setti lofstút á aðra tunnudæluna og skellti 1kg af salti í.
Svo aftur á móti eru plönturnar viðkvæmar fyrir salti þannig að ég tók slatta af þeim og kom fyrir í 130L búrinu á meðan ég reyni að losna við hvítblettaveikina.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

UV Unitið ætti að sjá um þetta fljóit lega mundi samt hækka hitann smá :)
Þegar Þessi veiki kom hjá mér um daginn(var búinn að vera með slökkt á ljósinu í soldinn tíma) þá setti ég það í gang hækkaði hitann um 2 gráður og setti salt sem var nóg fyrir 250 lítra og þetta var farið eftir 2 daga
Minn fiskur étur þinn fisk!
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

eru hvítir blettir þá á fisknum ef hann er með hvítblettaveiki ???

veit að þetta er heimskuleg spurning en fínt að vita hvernig er best að fylgjast með hvort þetta komi nokkuð fyirr hjá manni.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já svona eins og það hafi verið stráð fínu salti yfir fiskinn.
Fínar upplýsingar um sjúkdóminn efst í Aðstoð

smellti einni (lélegri) mynd af pangasius til að sýna þér:
Image

við nánari athugun á fiskum áðan eru nokkrir blettir á Tigernum og Ropefish
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Drasl. leiðinlegt að fá þessa pest í búrin. veit það mjööög vel. En gæti þó verið skárra en það sem þú ert búinn að vera að glima við ... eða svona...

Vona að þú losnir við þetta sem fyrst :)
Ekkert - retired
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Helvítis Fokking Fokk
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þær gerast ekki mikið stærri palmas polli kerlurnar :shock:

Image

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

:shock: Rosaleg er hún stór og falleg, fyrir utan augað reyndar :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

hvað er hun margir cm?
kristinn.
-----------
215l
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég er bara ekki viss, ég skal mæla hana fljótlega og ath það
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

26cm
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

nú lét ég 1000gr af salti í búrið í fyrradag, 500gr til viðbótar í gær og önnur 500gr í dag.
Það gera um 3gr af salti á hvern lítra. Er það ekki bara passlegt?
Hvernær ættu blettirnir að fara að hverfa, ég sé ekki neinn sjáanleg mun á Pangasiusinum enn. Spurning hvort ég ætti að bíða rólegur eða salta meira, hef (sem betur fer) ekki mikla reynslu af hvítblettaveiki.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Þetta ætti að fara fljótlega, er ekki góður straumur á Uv unitinu?
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

bara einsog venjulega, ekki mikill, þetta er um 500L/klst ef ég man rétt
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

3kg/l er einmitt fínt - það er ríflegur skammtur en ekkert of mikið. Ég hef venjulega losnað alveg við hvítblettaveiki í trúðabótíum á 1-2 sólarhringum með þessu magni. Þú gætir farið uppí 4gr/l ef þú ert stressaður, ég veit þó ekki 100% hvernig polyarnir taka í það.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jæja þessi hvítblettaveiki virðist fara minnkandi, það sést amk mun minna á pangasiusinum.
Svo var ég víst að fatta það að ég fjarlægði margar plöntur áður en ég saltaði, en hvítblettaveikin getur víst ferðast með plönunum áfram, spurning hvort/hvernær það sé óhætt að henda þeim til baka í búrið án þess að þetta blossi upp aftur...
kannski best að setja lyf í plöntubúrið, en það er alveg fiskalaust...

svo er ég ánægður að ég náði myndum af tálknunum af þessum:
Image

hann er nefnilega búinn að missa þau, reyndar ekki alveg á þann hátt sem ég var að vonast eftir en lítill jaguar gemlingur sem var að jafna sig í delhezi búrinu eftir árás stóra bróður síns beit tálknin af honum :?

Bætti annars við tveimur stórum og flottum polypterus palmas polli í búrið í dag, kk & kvk.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

um helmingurinn af safninu:
Image

feiti senegalus:
Image

Trimaculatus að taka liti enda eina síkliðan í búrinu:
Image

og Tigerinn er orðinn helvíti flottur 8)
líklega besta myndin sem ég hef náð af honum líka

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Tigerinn er orðinn all suddalegur, veistu hvað hann er orðinn langur?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

nei hef ekki getað mælt hann að viti lengi, en hann var 17cm þegar ég fékk hann fyrir 7mánuðum og þeir stækka mjög hægt, minna en cm á mánuði.
Ef ég ætti að giska myndi eg segja 21-22cm en hann er hins vegar búinn að breikka rosalega síðan hann var svona:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

askoti er þetta brútal kvikindi :shock:
Ekkert - retired
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hann er flottur maður, en dýr er hann, 12þús síðast þegar ég vissi :shock:

+Trimac er BJÚTÍFÚL. :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

verðmiðinn á þessum var að vísu 49.900kr og það hafa ekki komið fleiri til landsins, ég sá reyndar þetta góða verð hjá Tjörvari en það er spurning hvort hann sé til hjá birgja, er ekkert alltof viss um það þar sem þeir eru ekki svo algengir.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

birgja?
Réttur verðmiði er samt um 20þús. miðað við hversu sjaldséðir þeir eru.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Síkliðan wrote:birgja?
Réttur verðmiði er samt um 20þús. miðað við hversu sjaldséðir þeir eru.
Hvar finnur þú réttan verðmiða ? Ert þú með í höndunum sameiginlega verðskrá íslenskra fiskainnflytjenda ?
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Hahahaha! Ég tilnefni Síkliðuna til þess að halda upp "Verð vakt síðu" fyrir gæludýraverslanir!

:rofl:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Nei meinti það nú ekki þannig en mér finnst bara þessi 2 verð 12þús og 49,9þús, 20þús er nokkuð inni á milli, enda sjaldgæfir fiskar.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta er nú orðið alveg óþolandi... pangasiusinn var búinn að vera blettalaus í 2-3 daga en í dag er hann allur út í einhverjum flekkjum, lítur ekki beínt út eins og hvítblettaveikin en það er meira eins og húðin sé að flagna af honum... hann gerir ekkert annað en að synda í útstreyminu úr tunnudælunni, sem er tengt við loftstút, eins og honum vanti súrefni...

Image

Image

blettir á nokkrum ropefish hafa hins vegar ekkert horfið..
Ég saltaði fyrir viku síðan :?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Vonandi fara þeir að losna við þennan óþverra. Væri leiðinlegt að missa svona flotta fiska.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hreisturlausir fiskar flagna oft svona eftir veikindi og eru svo fínir eftir 1-2 daga.
Það að hann syndi upp í straumin er sennilega vegna þess að hann "klæjar" eitthvað og þá reynir hann að synda í súrefnisríkara vatn og reynir að losa sig við kláðan.
Post Reply