Hræddar neon tetrur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Hræddar neon tetrur

Post by EiríkurArnar »

Ég er með 10 neon tetru og var með þær í 120l búrinu mínu og voru þær sýnilegar og fínar mjög lengi en svo þegar að ég fékk mér fleiri fiska (1 molly, 2 sverðdragar og 3 hvítar tetru (ghost)) síðan þá hafa þær verið í felum og varla fá sér að borða. Núna er ég með þær í 40l búri með 4 litlum ancistrum og þær liggja bara utaní dælunni eða undir grjótum :(
Eru þær kannski bara að venjast nýja búrinu en hafa orðið eitthvað smeikar í 120l búrinu ?
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Ég er einmitt með 10 cardinal tetrur og það var ekki nema þegar öll ljós voru slökkt í íbúðinni sem þær komu út. Annars voru þær eins og þú lýstir að fela sig undir dælunni, þær urðu svona hjá mér eftir vatnsskipti en þær hafa smám saman verið að koma úr skjóli, sérstaklega eftir að ég setti bakgrunn á búrið og aðra hliðina.
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Ég hef tekið eftir því hjá mér að ef ég stilli dæluna í botn þá flýja þær undir en á lægri stillingum þá synda þær venjulega, getur verið að það sé málið hjá þér ?
Post Reply