Ég fór á netið og ætlaði að afla mér upplýsinga um gullfiska (því ég veit lítið um þá) og rakst heppilega á þessa síðu.
Gulli er gullfiskur á 3 ári og er orðinn veikur, hann flakkar um búrið á hvolfi og ég vil geta hjálpað honum. Hann er búinn að vera skrítinn í tvo daga og slappur en nú er hann kominn á hvolf.
Ég tók hann úr búrinu í gær og setti hann í skál með hreinu vatni og aðeins kaldara en því sem er í búrinu og það hafði lítið að segja. Hann hresstist fyrst en líklega bara vegna kuldans í vatninu. Svo ég neyðist til að viðurkenna að ég er úrræðalaus.
Hvað er sporðáta?
Hann borðar tetrafin flögur og er í búri með plastplöntu og 2 öðrum gullfiskum, ryksugufiski og þríhyrndum fiski. Ég er ekki viss um hvort hann er kvenkyns eða karlskyns.
..þetta hljómar kannski ekkert of vel...
Getið þið frætt mig eitthvað og gefið mér ráð?
Myndina má sjá á www.123.is/solla > blogg