vatnið verður gul litað

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
kokpoki
Posts: 43
Joined: 26 Apr 2008, 23:34

vatnið verður gul litað

Post by kokpoki »

ég var að skipta um sand í búrinu mínu um daginn og setti svona hvítan sand... og á sama týma setti ég rót ofaní búrið sem ég keypti hjá fisko og núna virðist vatnið litast og verður hálfpartin gult eða alveg ljósbrúnt...

mér finnst voða ólíklegt að þetta sé sandurinn... þar sem að hann er fengin úr dýragarðinum...

en ef þetta er rótin hvað þarf ég að gera til að losna við þetta...

ef ég skipti um vatn þá er þetta komið eftir svona 1 - 2 daga
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Rótin litar vatnið.

Þú getur sett hana í fötu með vatni í nokkrar vikur og þá ætti það mesta að fara úr.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Rætur lita alltaf eitthvað - en mismikið eftir tegundum, og það minnkar með tímanum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Þetta er ekkert slæmt fyrir fiskana er það nokkuð? Var líka að setja rót hjá mér og vatnið er litað :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Nei, alls ekki - og í mörgum tilfellum er þetta jafnvel betra fyrir fiskana.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
IVAR
Posts: 42
Joined: 10 Jun 2008, 10:37

Post by IVAR »

ég á risa brúna rót sem litaði rosalega vatnið, en ég setti hana í lokaðan bala og setti heitt vatn og kalt til skiptis 2-3 á dag í 4 daga og ég hef aldrei verið svona sáttur með rót og á bara 4 dögum,
hún er í búri núna og já ekki vottur af neinni drullu í vatninu.

sakar ekki að profa, 4 dagar gætu sparað þér einhverjar vikur ef u ætlar að lata hana liggja í köldu vatni.

síðan er bara skemmtilegra að hafa hreint vatn í búrinu hjá sér. :D
kokpoki
Posts: 43
Joined: 26 Apr 2008, 23:34

Post by kokpoki »

IVAR wrote:síðan er bara skemmtilegra að hafa hreint vatn í búrinu hjá sér. :D
já nákvæmlega ég er búin að vera að skipta út 50% af vatninu á 2 daga fresti síðan ég setti hana í :roll:
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Skolaðu hana og skrúbbaðu og láttu hana liggja í heitu vatni í 1-2 daga. Hitt er svo annað mál að flestum fiskum líður betur í "brúnu" vatni.Fæstir fiskar sem við höldum koma úr tæru vatni eins og við erum með í búrunum okkar.
Ace Ventura Islandicus
Post Reply