Ljósmyndafikt

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Ljósmyndafikt

Post by keli »

Hafði hugsað mér að pósta því sem ég er að fikta með að taka myndir af hverju sinni hér... Endilega kommenta :)

Og hér er fyrsta myndin:
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Fín mynd hjá þér Keli
ég tók einmitt mynd fyrir tveim dögum sem er í stíl
bara aðeins eldra eintak

Image

Ég hendi henni svo bara út þegar þú ert búinn að skoða hana (láttu mig vita )
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Flottar myndir.
Það væri cool að fá að vita hvernig linsa er notuð og eitthvað svoleiðis fyrir okkur jólasveinana.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fínt að mynd Guðmundar standi Kela til hvatningar, ansi góð mynd á ódýra vél... :?

Hér er ein af fáum piranha myndum sem ég hef tekið.
Image
Tróð auðvitað Rolexinu með, he he. :geispa:
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Mér finnst skemmtilegra að sjá aðeins svona grimmari myndir af Pirönum, þetta eru allt eitthvað svo miklar dúllur hjá ykkur. En mér finnst lýsingin skemmtileg á fyrstu myndinni og sömuleiðis litirnir í fisknum.
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Já og eitt annað. Það pirrar mig rosalega mikið hvað maður sér fiskinn á fyrstu myndinni detta úr fókus þegar maður horfir eftir munninum á honum. Betra ef skerpan þar hefði alveg haldist út.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

sindris wrote:Já og eitt annað. Það pirrar mig rosalega mikið hvað maður sér fiskinn á fyrstu myndinni detta úr fókus þegar maður horfir eftir munninum á honum. Betra ef skerpan þar hefði alveg haldist út.
Ég er sammála þessu. Stundum eru myndir hjá mér svona. Hvað gerir maður til að laga þetta ?

Vil svo benda mönnum á edit takkann vilji þeir breyta eða bæta við innleggi strax á eftir öðru innleggi frá sér. :wink:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Já, þetta fór líka í taugarnar á mér. Ástæðan er að DOF var aðeins of lítið þannig að hann var ekki allur í fókus.

Þetta er ein af fyrstu myndunum sem ég tók með 100mm f2.8 macro sem ég fékk í gær, langaði bara að monta mig þótt að myndin væri kannski ekki sú besta. Þær skána vonandi myndirnar eftir að ég er búinn að taka fleiri með nýju græjunum :)

Til þess að laga þetta borgar sig að stækka ljósopið bara til að fá dýpra DOF - Eða fókusa manually.

Hérna sést ágætlega hvað DOF er ótrúlega lítið þegar maður er með ljósopið galopið:
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tók þessa líka í gær... Sýnir jafnvel betur hvað DOF er lítið... réttsvo augað bara í fókus :)


Image
Sem minnir mig líka á það... Ég þarf að þrífa glerið á búrinu áður en ég tek fleiri myndir, ekkert gaman að hafa einhverjar þörungaklessur fyrir framan fiskana..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Já, æji ég fýla ekki svona lítið DOF, það er eitthvað sem pirrar mig. Stækka frekar ljósopið aðeins, til að ná stærri hluta fisksins í fókus.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Já það fer svosem bara eftir því hvað maður er að gera... Ég er bara að fikta mig áfram með þessa linsu :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Þrengir maður ekki ljósopið til að auka fjarlægðarsviðið sem er í fókus? Þannig virkaði það allaveganna í gamladaga. Annars myndi maður bara skrúfa ljósopið í efstu stöðu því það vantar jú alltaf meiri birtu.
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Hrafnkell wrote:Þrengir maður ekki ljósopið til að auka fjarlægðarsviðið sem er í fókus? Þannig virkaði það allaveganna í gamladaga.
Haha, ég held nú að ljósmyndatæknin hvað varðar ljósop og hraða hafi lítið breyst frá því um 1880 :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jú, maður minnkar ljósopið til að breikka DOF - þar af leiðandi kemst minna ljós inn og shutter hraðinn minnkar... Maður verður einhversstaðar að komast að málamiðlun, það er því miður ekki búið að gera ljósmyndatæknina þannig að þetta gerist allt að sjálfu sér :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Frábært :)
-það eru greinilega ljósmynda snillingar hérna líka :D

..almáttugur hvað fiskgreyið er ógeðslega ljótur (sorry!)
ég hefði ekki þorað að halda á þessu kvikindi þó að mér hefði verið hótað með morðvopni :shock:

Mér finnst skemmtilegra að sjá aðeins svona grimmari myndir af Pirönum, þetta eru allt eitthvað svo miklar dúllur hjá ykkur.
Sindri; finnst þér þessi í alvöru sakleysileg dúlla?? (ég fæ hroll! :oops: )
Post Reply