Hvað er búrið margir lítrar?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Hvað er búrið margir lítrar?

Post by Andri Pogo »

Þessi spurning kemur reglulega upp og ef fólk vill komast að því hvað búrið telst margra lítra þarf að gera einfalt reiknidæmi:

Lengd x Breidd x Hæð / 1000

tökum sem dæmi búr standard 54L búr, sem mælist 60cm, 30cm, 30cm:
Image

60 x 30 x 30 = 54000 (cm3).
Til að breyta rúmsentímetrum í lítra þarf að deila í 1000.
54000 / 1000 = 54 (lítar)
Einfalt, ekki satt?

Yfirleitt koma lítratölur fiskabúraframleiðanda út frá utanmáli búsins og flestir reikna út lítra búra þannig og er svo sem ekkert að því.

Til þess að vita hvað búrið heldur mörgum lítrum í raun og veru þarf að mæla innanmál búrsins.
Ofangreint búr, sem mældist 60, 30, 30 að utanmáli heldur semsagt aldrei 54 lítrum.
Segjum að búrið sé með 10mm gleri og að vatnið nái ekki alveg upp að efstu brún, þá liti dæmið út svona:
58 x 28 x 25 = 40600.
40600 / 1000 = 40 (lítar)
Last edited by Andri Pogo on 08 Apr 2009, 01:21, edited 1 time in total.
-Andri
695-4495

Image
rauðbakur
Posts: 35
Joined: 07 Jun 2010, 10:04
Location: álftanesi

Post by rauðbakur »

hvernig finnur maður lítramálið ef búr er með bogið gler. mér langar svo að vita hvað búrið sem ég á er stórt. :?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

rauðbakur wrote:hvernig finnur maður lítramálið ef búr er með bogið gler. mér langar svo að vita hvað búrið sem ég á er stórt. :?
það er töluvert flóknara og þarf í rauninni að reikna búrið í tvennu lagi, annars vegar hvað búrið er stórt fyrir utan bogann framaná og hins vegar hvað boginn sjálfur er stór.
Ef þú kemur með málin á búrinu get ég samt sagt þér hvað það eru margir lítrar. (Lengd, breidd á hlið, breidd yfir mitt búrið þar sem það er breiðast og hæð)
-Andri
695-4495

Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Hvað er búrið margir lítrar?

Post by Birkir »

Kennarinn samur við sig.
Post Reply