Dauð gúbbíkella

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Dauð gúbbíkella

Post by Anna »

Ég átti voðalega fína kellingu, hún var með alveg svartan sporð, fædd og uppalin hjá mér. Ja, hún var eiginlega bara unglingur, og það var komið að því að hún ætlaði að fara að losa sig við seiði. Sá áðan að hún var farin að draga sig til baka, enda orðin vel feit og svarti bletturinn mjög stór. Mér vitanlega á ég engin seiði undan henni, þetta var s.s. hennar fyrsta skipti

Ég setti hana í gotbúr, svona til hátíðabrigða, sá að hún var slöpp. Tók svo eftir því að hún var lögst en synti samt af og til um, lagðist svo á hliðina og dó. ÉG tók hana strax uppúr og gerði keisaraskurð - og náði 11 seiðum úr henni, öll á kviðpokastiginu og öll dauð :cry:
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

:shock:

Það eru 2 lifandi!! Kannski eru þau bara svona "dormant" ???


Edit - þau eru 3 lifandi og komin í búrið, synda um allt með kviðpokann, voðalega spræk :lol:
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Spes...

Væri gaman að vita hvernig gengur, hvað þau lifa lengi etc. :)

Tekin með keisara, það heyrir maður ekki oft!
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Öll 3 lifandi, kviðpokinn er að hverfa.
dragonfly
Posts: 86
Joined: 20 Nov 2008, 09:09

Post by dragonfly »

wow, dugleg! eg skal lata per ad gera keisaraskurd. :) gubby minn do med risa stora bumbu en pvi midur engin seidi ut enn:(
Post Reply