Dverga Tankurinn - 54L

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Dverga Tankurinn - 54L

Post by Ragnarvil »

Sælir áhugamenn.

Jæja nú er að verða kominn mánuður frá því að ég kláraði að setja upp hjá mér búrið og um hálfur mánuður frá því dvergvöxnu íbúarnir fluttu í það.

Tankurinn sem ég keypti var 54L jewel búr og hugmyndin hjá mér var sú að vera bara með smávaxna og fallega fiska. Ég var í smá vandræðum með pláss hjá mér í íbúðinni, er bara í 60fm íbúð svo búrið varð að vera í minni kantinum.

Ég fór að leita að fallegum smáfiskum og fann þá hjá Tjörva, ég endaði á að kaupa:

3 - Dverggrana
3 - Dverg Otocinclusa
10 - Kardinal Tetrur
6 - Stjörnurasbora
3 - Siamese Algae Eater
Hrúgu af plöntum, fóður og öflugri dælu.

Ég veit ekki hvort þið hafið áhuga á svona litlum fiskum en hérna eru allvega myndirnar:


Image
Þetta er 54L Jewel búr, ég tók dæluna sem fylgdi búrinu úr með dúkahníf og skellti almennilegri Rena Filstar iV4 hreinsidælu í staðinn. Ég lækkaði síðan í henni kraftinn og það getur verið mjög gaman að sjá fiskana fíflast í straumnum þar sem hann skellur á bakkann.


Image
Þetta eru hákarlarnir að ræna botntöflunni frá oto og ryksugunum. Þeir rýfast oft um töfluna, greinilega eitthvað sem þeim finnst frekar gott. Ég þarf helst að brjóta hana í 4 parta svo þetta gangi upp.


Image
Tetrurnar að hópa sig saman, þær halda sig oftast í "logninu" í búrinu þar sem straumurinn er minni.


Image
Fiskurinn sem þarna sést glitta í er stjörnurasbora, þessir fiskar eru geggjaðir að horfa á með berum augum. Þessi tegund var ekki uppgötvuð fyrr en 2006 og er samkvæmt wiki mjög sjaldgjæfur.


Image
Þarna sjást Oto sugurnar, þessar tvær hanga alltaf saman.


Image
Sjaldséðar hjá mér ryksugurnar, þarna sést glitta í eina.


Image
Hérna sést stjörnurasboran betur en með þeim er SAE hákarl á myndinni.


Ég á von á að fá í viðbót í búrið ef allt gengur að óskum:
6 - Glóbandsdanna
1 - Otocinclus
3 - Dverggrana

Þegar þeir koma þá ætti búrið að fyllast betur, sérstaklega í ljósi þess hve fiskarnir sem ég er með eru allir smávaxnir og eina tegundin sem stækkar eitthvað að ráði er SAE.

Plönturnar sem ég er með eru:
Ceratopterus siliquosa
Saururus cernuus
Echinodorus "Rose"
Samolus floribundus
Eleocharis acicularis
Americana Natan

Vona að þetta hafi skemmt einhverjum ;)
Ég hendi kannski inn fleiri myndum þegar nýju íbúarnir koma.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mjög smekklegt. Flottir Pygmy Corydoras :-)
Á von á fisk frá tjorva á eftir, pikka up um 6 leitið. :-)
Last edited by Jakob on 22 Jan 2009, 13:42, edited 1 time in total.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Urriði
Posts: 78
Joined: 10 Oct 2008, 15:30
Location: Rvk

Post by Urriði »

Fallegt búr. Til hamingju
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Stjörnu... rass... bora? :S Heitir fiskurinn í alvöru StjörnuRassBora?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Tjörvar er með íslensk nöfn fyrir flesta fiska
reyndar stundum önnur nöfn heldur en aðrir nota en þar sem ekki er til reglubók um hvað hvaða fiskur á að kallast þá geta verið mismunandi nöfn á fiskunum
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

rasborur, ekki rassborur. :lol:
En þessar stjörnurasborur eru fallegar.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

mig minnir reyndar að þetta teljist danio
og þætti mér það ekki skrítið miðað við líkamsbyggingu og hegðun
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jamm þetta er kallað celestial danio
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Flott búr hjá þér ;) og flottar myndir líka :D
200L Green terror búr
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Skemmtilegt búr.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Virkilega fallegt búr. Það eru margir sem átta sig ekki á hvað það þarf gott auga til að gera lítil búr svona falleg.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

mjög smekkleg uppsetning!!
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Takk fyrir svörin, núna er ég bara að vona að fiskarnir gjóti hjá mér. Það
væri alveg ný reynsla. Ég hef átt nokkur búr áður en var ekki það
heppinn þá að fá að prófa að ala seiði.


Jæja það eru nokkrar nýjar myndir sem ég ætla að bjóða ykkur uppá,
gróðurinn hefur náttúrulega tekið dálítið stökk en umfram allt þá hafa
bæst við nýjir íbúar í búrið.

Ég er strax farinn að safna fyrir stærra búri (Juwel Rio 180) og stefni á að
kaupa mér þannig í sumar. Maður er fljótur að fá algjöra dellu fyrir
þessu, það ætti að vera viðvörun á búrunum þegar maður kaupir þau. ;)

Hérna eru myndirnar:

Image
Plönturnar eru aðeins farnar að sá sér og afleggjarinn sem Tjörfi lét mig
fá er farinn að verða að myndalegri plöntu, þessi ljósgræna fyrir miðju.

Image

Image
Otocinclusarnir, ég verð að segja að það kemur mjög á óvart hve
duglegir þeir eru að þrýfa fyrir mig, þeir hverfa stundum á daginn og eru
svo á fullu á nóttunni.

Image

Image
Þetta eru nýjustu íbúarnir Glóbandsdannarnir, rosalega flottir fiskar að
horfa á.

Image
Feitasta Cardinal Tetran sem ég á.

Image

Image

Image
SAE ásamt dverggrana.

Image
Þarna sést dverggraninn betur, þeir eru alveg geggjaðir þegar þeir láta
sjá sig.
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Image
Nýjir íbúar sem ég keypti hjá Varg, glæsilegir brúsknefjar og brúnn eplasnigill.

Image
Lífið í búrinu, ég færði allann gróðurinn aftast í búrið þetta var orðin algjör órækt hjá mér.

Image
Hérna sést einn af brúsknefjunum eftir að hann hafði komið sér fyrir, vitiði hvort það sé vandamál að hafa t.d. 4 stykki af þeim ?
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nokkrir brúskar saman eru ekki til vandræða þó þeir eigi til að hnippa hver í annan.
Hvernig væri að fá nýja heildarmynd af búrinu ?
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Image
Þarna er líka nanó tankurinn.
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
Post Reply