Jæja nú er að verða kominn mánuður frá því að ég kláraði að setja upp hjá mér búrið og um hálfur mánuður frá því dvergvöxnu íbúarnir fluttu í það.
Tankurinn sem ég keypti var 54L jewel búr og hugmyndin hjá mér var sú að vera bara með smávaxna og fallega fiska. Ég var í smá vandræðum með pláss hjá mér í íbúðinni, er bara í 60fm íbúð svo búrið varð að vera í minni kantinum.
Ég fór að leita að fallegum smáfiskum og fann þá hjá Tjörva, ég endaði á að kaupa:
3 - Dverggrana
3 - Dverg Otocinclusa
10 - Kardinal Tetrur
6 - Stjörnurasbora
3 - Siamese Algae Eater
Hrúgu af plöntum, fóður og öflugri dælu.
Ég veit ekki hvort þið hafið áhuga á svona litlum fiskum en hérna eru allvega myndirnar:

Þetta er 54L Jewel búr, ég tók dæluna sem fylgdi búrinu úr með dúkahníf og skellti almennilegri Rena Filstar iV4 hreinsidælu í staðinn. Ég lækkaði síðan í henni kraftinn og það getur verið mjög gaman að sjá fiskana fíflast í straumnum þar sem hann skellur á bakkann.

Þetta eru hákarlarnir að ræna botntöflunni frá oto og ryksugunum. Þeir rýfast oft um töfluna, greinilega eitthvað sem þeim finnst frekar gott. Ég þarf helst að brjóta hana í 4 parta svo þetta gangi upp.

Tetrurnar að hópa sig saman, þær halda sig oftast í "logninu" í búrinu þar sem straumurinn er minni.

Fiskurinn sem þarna sést glitta í er stjörnurasbora, þessir fiskar eru geggjaðir að horfa á með berum augum. Þessi tegund var ekki uppgötvuð fyrr en 2006 og er samkvæmt wiki mjög sjaldgjæfur.

Þarna sjást Oto sugurnar, þessar tvær hanga alltaf saman.

Sjaldséðar hjá mér ryksugurnar, þarna sést glitta í eina.

Hérna sést stjörnurasboran betur en með þeim er SAE hákarl á myndinni.
Ég á von á að fá í viðbót í búrið ef allt gengur að óskum:
6 - Glóbandsdanna
1 - Otocinclus
3 - Dverggrana
Þegar þeir koma þá ætti búrið að fyllast betur, sérstaklega í ljósi þess hve fiskarnir sem ég er með eru allir smávaxnir og eina tegundin sem stækkar eitthvað að ráði er SAE.
Plönturnar sem ég er með eru:
Ceratopterus siliquosa
Saururus cernuus
Echinodorus "Rose"
Samolus floribundus
Eleocharis acicularis
Americana Natan
Vona að þetta hafi skemmt einhverjum

Ég hendi kannski inn fleiri myndum þegar nýju íbúarnir koma.