Keppni um hver á fallegasta fiskabúrið.
Þeir sem vilja taka þátt skulu senda heildarmynd af búrinu sínu og 1-2 myndir sem sýna þemað í búrinu.
Vegleg verðlaun verða veitt fyrir 3 fallegustu búrin.
Sennilega mun svo dómnefnd velja fallegustu búrin en fyrirkomulagið er mun vera ákveðið á næstu dögum í samráði við þá sem gefa verðlaunin.
Reglur um þátttöku.
Hver skráður spjallverji má senda mynd einu eða fleiri búrum í sinni eigu.
Senda skal heildarmynd af búrinu ásamt 1-2 myndum sem sýna þemað í búrinu.
Heimilt er að fá annan aðila til að sjá um myndatökuna en myndirnar þurfa allar að hafa verið teknar á þessu ári.
Myndum má ekki breyta í Photoshop en heimilt er að skerpa, lýsa osf. myndir.
Myndir skal senda með tölvupósti á fiskaspjall@gmail.com og skal pósturinn hafa titilinn Fallegasta búrið, staðfesting á móttöku verður send til baka.
Þeir aðilar sem gefa verðlaunin munu hugsanlega nota verðlaunamyndirnar til kynningar en myndin verður eign keppenda.
Skilafrestur er til 15. janúar næstkomandi.
Í fyrra stóð til að hafa samskonar keppni og voru fjölmargir sem sendu inn en þar sem verðlaunin sem veita átti skiluðu sér ekki varð ekkert úr keppninni. Það er þó ekki ólíklegt að myndirnar birtist einhvern góðan dag.
Fallegasta fiskabúrið '08
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Fallegasta fiskabúrið '08
Last edited by Vargur on 23 Jan 2009, 20:29, edited 1 time in total.
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact: