
karlinn með seiðin


og seiða hrúgan

tók eftir þessu í morgun og varð verulega hissa þar sem ég var ekki með nein seiðabúr tilbúin og aðstaðan ekki fullkláruð.
ég setti þó seiðin í 100l búr sem ég gróf upp úti í bílskúr og gerði það klárt fyrir seiðin og geri ég ráð fyrir að ég færi seiðin þangað um miðjan dag á morgun.
svo ég kynni mig almeininlega þá heiti ég þórarinn guðjónsson og bý á reyðarfirði.
ég fékk delluna 11 ára gamall og hef verið með fiska síðan þá.
fyrir um 4 árum síðan var ég búinn að koma mér upp heljarinnar ræktun í kjallaranum, þar var ég með diskus, skala, gubby og aðra gotfiska, gúrama og ameríku síklíður en varð frá að hverfa þar sem ég þurfti að stunda nám.
nú er náminu lokið og ég hef startað öllu upp aftur í rólegheitum og stefni á að bæta við mig 6 rekkum sem hver um sig heldur uppi 5 110l búrum sem verða hólfaskipt.
í þessum rekkum er ætlunin að rækta ameriku síklíður, skala, gotfiska, gúrama og hver veit nema maður fari í diskusinn aftur.
var þekktur sem tf tóti fiskur fyrir nokkrum árumef einhver kveikir á peruni


á þessum þráð verður hægt að sjá uppdate af búrunum mínum fyrir þá sem hafa einhvern áhuga á því
takk í bili
