Perur í gróðurbúr

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
svavarm
Posts: 50
Joined: 07 Jan 2009, 23:27

Perur í gróðurbúr

Post by svavarm »

Sælt veri fólkið

Ég hef hugsað í svolítinn tíma að mig langi að prufa að setja upp gróðurbúr.
Ég lét verða afþví að prufa að gera það í gamla 60L búrinu þegar ég fékk mér stærra (125L) búr.

Plönturnar eru komnar (nokkrir afleggjarar sem ég hef fengið héðan og þaðan), algea eaters eru á leiðinn frá Vargi til að segja stríð á hendur þörungnum og ég er að skoða Co2 system. Hinsvegar er ég í vandræðum með lýsingu þar sem ég hef ekki fundið miklar upplýsingar varðandi hana. Hvernig perur er best að hafa í svona búri? Núna er ég með T8 15W eða 18W en ég hef einhverstaðar séð að það sé betra að hafa T5 perur, getur einhver staðfest þetta?

Einnig má endilega koma með góð byrjunarráð varðandi plöntubúr (ég er reyndar búinn að lesa flesta þræði hérna en það er aldrei nóg af góðum ráðum varðandi þetta.

Kv, Svavar Melberg
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

ástæðan fyrir að t5 þykja betri en t8 er einfaldlega bara að þær eru öflugri - meira ljós.

t8 eru ágætar, en þykja venjulega ekki nógu öflugar fyrir nema auðveldar plöntur.

Svo þarf að huga að öðrum hlutum, eins og litrófi peranna ofl, en í kringum 6000k þykir ágætt fyrir plöntur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
svavarm
Posts: 50
Joined: 07 Jan 2009, 23:27

Post by svavarm »

Ég endaði með að smíða nýtt ljósastæði í Eheim 60L búrið þar sem 1 T8 var engan veginn nægileg birta.

Keypti mér 1x Electronískt ballast, 2x 15W kjarnaballast og startara, 3 perustæði, rakaþéttar fatningar og víra og fór í það að búa til perustæði.
Endaði með að búa til perustæði sem passar í gömlu festingarnar þannig að ég get alltaf sett gamla í ef búrið verður selt og er núna með 3x15W í þessu búri. Ætli það sé ekki nóg fyrir einhvern gróður?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta hljómar vel - ætti að duga fyrir næstum allan gróður.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

passaðu bara að hafa ljósin ekki kveikt of lengi og jafnvel prófa þig fyrst áfram bara með 2 perum.
Ljósin stýra nefnilega hraðan í vextinum á plöntunum, ef þær hafa síðan ekki nóg af kolsýru og næringarefnum, þá geta þær ekki nýtt ljósið og þörunagar fara að dafna í staðinn.
Þetta er í raun það sem hendir fólki helst út af sporinu þegar það byrjar í plöntunum, fær sér góða lýsingu, en einhvern annan factor vantar, og þá fer allt til helvítis. Eftir því sem lýsingin er meiri, þá má minna bregða útaf varðadi aðra þætti til að þörungurinn fari á skrið.
Til að byrja með mæli ég allavega með að þú notir 2 perur í 8 tíma á dag, ef allt gengur vel, þá geturðu smám saman aukið lýsinguna (þó ekki lengur en 10 tíma á dag) og að lokum farið að nota 3ju peruna (fara þá aftur niður í 8 tíma)
Leyfðu okkur endilega að fylgjast með þróuninni hjá þér í þessu.
Post Reply