Tunnudælur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Tunnudælur

Post by EiríkurArnar »

Ég var að fá mér tunnudælu...er eðlilegt að það sé svona fret hljóð í henni ?
eru þær svona rosalega hávaðasamar ?
Last edited by EiríkurArnar on 25 Jan 2009, 15:14, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Neibb, frethljóð er ekki eðlilegt, sennilega er hún að draga loft einhversstaðar, koma loftbólur úr úttakinu ?
Hávaði er heldur ekki eðlilegur en er stundum í eldri dælum eða óvandaðri tegundum.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Er með tetratec 600
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

það er eitthvað skröllt í dælunni...ætla að opna hana og skoða, skrítið hljóð :?
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ef að ég sný henni á hvolf þá heyrist bara eðlilegt "viftu" hljóð en ef ég sný henni rétt þá er eins og það sé kúla að skröllta inní henni :(
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tunnudælur geta oft verið í jafnvel nokkra klukkutíma að hreinsa sig af öllu lofti - svo ætti ekki að heyrast neitt í þeim nema etv smávegis suð. Ef þetta er ekki hætt á morgun, þá er hún líklega að taka inn loft einhversstaðar og þarf að athuga.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég hef lent í þessu með litla tunnudælu sem ég er með og co2 dælu sem er með mótor. Mér var kennt smá trikk í einni verslun, að taka dæluna úr sambandi í nokkrar mínútur þá rennur vatnið úr slöngunni til baka inn í dæluna og loftið leitar upp. (vonandi úr dælunni) með co2 dæluna þá þarf ég stundum að gera þetta nokkru sinnum og ég heyri fljótt hvort það er að virka eða ekki. vona að þetta hjálpi eitthvað.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er þetta notuð eða ný dæla ?
Getur verið að það vanti pinnan sem heldur rótornum og rótorinn sé að slást í slífina.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Takk fyrir svörin

þetta er notuð dæla
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ég tók hana í sundur í nótt og setti hana svo saman í morgun þá var hún í góðu lagi :D
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

það er svo mikið loft í slöngunum, er það eðlilegt ?
þarf pípan sem dælir vatninu í búrið aftur að vera fyrir ofan vatns yfirborðið ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er betra að láta bununa koma yfir eða alveg í vatnsyfirborðinu en ekki nauðsynlegt ef sæmileg hreyfing er á yfirborðið.

Varðandi loftið, getur verið að slöngurnar séu óþarflega langar hjá þér og loftið safnist í beygjurnar ? Reyndar er líklegt að dælan dragi einhverstaðar inn loft ef það sést loft í slöngunum.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

slöngurnar eru óþarflega langar...get ég keypt slöngurnar sér ef að ég ákveð að færa búrið eða hækka skápinn ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú getur keypt slöngur hvar sem er eftir máli, mæli sérstaklega með Landvélum.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ég færði dæluna aðeins og pumpaði soldið hressilega og nú sé ég hreyfingu á yfirborðinu...læt þetta ganga smá og stytti þá slöngurnar ef þetta virkar ekki :D

takk fyrir svörin 8)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég prumpa líka alltaf hressilega þegar ég hreyfi tunnudælurnar mínar :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Þú verður að að að ýta á svarta takkan ofaná dæluni áður en þu setur hana i gang til að fylla hana að vatni bara að pumpa eins mikið og hægt er.Ég seldi þer dæluna og það var allt i lagi með hana þegar þu fekkst hana það er lika gott að lesa bækklingin sem fylgdi dæluni
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ég misskyldi þennan bækling eitthvað og setti hana í gang og pumpaði svo en núna er farið að flæða og vona að það haldist núna :D
ætti að gera það allavega
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

efsti filterinn sem ég setti í dæluna var eitthvað að stríða mér og hefur stíflað eitthvað og þetta er komið núna að ég held. allavega mikill kraftur úr henni :D
Post Reply