Fiskabúrasmíði

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Fiskabúrasmíði

Post by Sven »

Nú stendur til hjá mér að fá mér nýtt búr í stofuna. Ég er með nokkuð ákveðnar hugmyndir um búrið og var að velta fyrir mér að láta smíða það fyrir mig.
Búrið þarf að vera 180-200cm á lengd, 50-60cm djúpt og 50-55 cm hátt.
Ég mundi síðan vilja að þetta væri gert með sem nettastri límingu þannig að það sjáist sem minnst sílikon, og alls ekki klessur langt upp á gler.
Ég mundi helst vilja hafa búrið án þverstífa á milli langhliðanna til að styrkja búrið (geri þá ráð fyrir að glerið í langhliðarnar þurfi að vera nokkuð þykkt). Ég vil ekki heldur hafa ramma á búrinu.

Svo er það bara spurningin, hverjum er helst treystandi til að gera svona búr, og það vel? Ef þetta er eitthvað áhættusamt, þ.e.a.s. að gera svona búr án ramma og þverstífa, þá fer ég náttúrulega ekki út í þetta, spurning hvort búrið sé of stórt fyrir þessar hugmyndir?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er lítið mál að gera t.d. glerkant í staðinn fyrir þverstífurnar. Hann myndi fara svolítið inn í búrið samt. Strákarnir í dýragarðinum hafa verið að gera búr fyrir fólk, og nokkuð snyrtilegt bara þetta sem ég hef séð.

Annars er þetta ekkert alveg útúr kú - 12mm gler ætti að duga vel. Getur prófað að hringja í íspan og fá verð á gleri, gæti ímyndað mér að það yrði svona 40-50þús.

Annað sem kemur til greina eru 720l akvatabil búrin, ég held að þau séu 200x60x60.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

já, ég var að velta fyrir mér hvort að 720ltr akvastabil væri skynsamara, og jafnvel ódýrara þegar upp væri staðið, en þá þyrfti ég reyndar að sætta mig við ramma.
Ætti nokkuð að vera mál að bora botninn á akvastabil búri fyrir bulkhead-a? Það er aldrei notað hert gler í verksmiðjuframleiddu búrin frekar en þau heimasmíðuðu er það nokkuð?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Neimm, lítið mál að bora þau, annaðhvort geturðu gert það sjálfur með demantsbor eða látið t.d. íspan gera það fyrir þig. Ég veit til þess að þeir í dýragarðinum hafa látið einhverja glersmiðjuna gera það fyrir sig þegar kúnnar hafa viljað búrin sín boruð.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þetta verður flott. Strákunum í Dýragarðinum er vel treystandi fyrir þessu eins og Keli sagði hér.
Maður fer að halda að það sé ekki kreppa hjá fiskaáhugafólkinu :lol:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

það eru sér gúmmí til að silicona með ( nokkrar útgáfur )
þau eru það einföld að ég hef séð smið nota svoleiðis með ágætum árangri
þótt flísarar séu þeir allra bestu í kíttun hmmmm
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Gummi, hvernig er þetta annars venjulega gert, festirðu hliðarnar ofan á botninn, eða fara hliðarnar utan um botninn?
Hvað er hægt að hafa samskeytin þunn á búri af þessari stærð? ca. 3mm +/-?
Hvað þyrfti maður að hafa glerið þykkt til að geta sloppið við alla styrktarbita? Ef það er á annað borð hægt á búri af þessari stærð. Þetta mundi náttúrulega ekki vera svo rosalega hátt.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hliðina á botn plötunni
3 +/- er gott
Afhverju viltu ekki styrktar stífur ?, mun kosta mun meira heldur en að hafa minni gler þykt með 2 gler stífum, öruggara búr og svo langt um léttara
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég hef hliðarnar alltaf utanum botnplötuna.. Og hef verið húðskammaður fyrir að stinga uppá hinu :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já vá er ég á eiturlyfjum eða

Meinti það að hliðarnar eiga að fara við hliðina á botn plötunni, ofan á er alveg No, No! :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

af hverju er betra að setja hliðarnar meðfram botnplötunni en ekki ofaná?
ég er með eitt búr fyrir framan mig sem er með hliðarplötur ofaná botnplötunni og finnst eins og ég hafi séð mörg/fleiri þannig ?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Meiri styrkur í límingunni

Munurinn er að hliðarátak er á sílíkonið þegar hliðarnar fara beint ofan á en beint og jafn dreift átaki er á sílíkonið þegar plöturnar eru lagðar við hliðina á botnplötunni

Svo bætist smá viðnám við hliðarplöturnar frá plötunni sem búrið hvílir á
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Flest öll búr sem ég hef séð eru með hliðarnar oná.líka þaug sem ég hef smíðað.

það lærði ég frá Parents,en þaug hafa smiðað nokkur 500lt+ búr.
en það eru allveg 15 ár síðan.kanski eithvað breytt núna.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég vill forðast að hafa styrktarbita vegna þess að þetta búr mundi vera opið.
Ef ég hinsvegar ákveð að hafa lok á búrinu, þá skipta styrktarbitarnir náttúrulega engu máli.

Reyndar farinn að hafa svolitlar áhyggjur af því hvar verðmiðinn endar, langhliðarnar gætu þurft að vera helvíti þykkar og ég ætlaði líka að hafa framhliðina úr starphire gleri, sem er víst um 3 sinnum dýrara en venjulegt...... ætli maður endi bara í akvastabil búri.
Annars er þetta bara á teikniborðinu ennþá og ekkert komið á hreint.
Þarf reyndar að ákveða hvernig búrið á að vera á næstunni þar sem ég ætla að smíða skápinn undir búrið. Hann þarf þá að vera tilbúinn og í réttri stærð.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég held að þú sparir þér pening á því að smíða sjálfur, en ef þú notar starphire gler þá verður það auðvitað eitthvað dýrara. En þú fengir ekki þannig gler í akvastabil búr, þannig að akvastabil er ekki alveg sambærilegt í því tilfelli.

Ég held að það sé ekkert stórmál að sleppa rammanum, og þverstífunum. Bara setja glerlista meðfram langhliðunum uppi (innaná búrinu, við vatnsyfirborðið). Ég held að það sé mjög flott, ef það er farið sparlega og varlega með kíttið :) Amk held ég að það sé besti kosturinn ef þú vilt sleppa alveg við ramma.

Prófaðu að hringja í íspan og fá verðhugmynd - þeir geta reiknað það á meðan þú bíður í símanum, vertu bara með c.a plötustærðirnar tilbúnar (2stk 60x60, 3stk 60x200, allt í 10-12mm - gróf mál, en lætur þig fá 100% verðhugmynd) Passaðu að fá glerið slípað er mjög kostnaðarsamt.. Munar líklega allnokkrum þúsundköllum, ef ekki tíuþúsundköllum. Ég hef alltaf fengið glerið alveg óslípað og tekið bitið svo úr því með brýnsteini. Það gæti þó ekki alveg hentað í búr sem á að vera stofustáss.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Já, rétt hjá þér Keli, ætli ég haldi mig ekki við sérsmíðina til að hafa þetta nákvæmlega eins og ég vill.

En ef ég slípa glerið sjálfur, verða hliðarnar þá nokkuð jafn beinar og þegar þær eru vélslípaðar? Getur það ekki líta gert erfiðara að kítta búrið saman með sem minnstu kítti?

Hvað þyrftu svo glerlistar að vera breiðir. Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvernig þeir mundu líta út í opnu búri. Þyrfti ég að fara í einhverja fáránlega þykkt á gleri til að geta sleppt svona listum án þess að þurfa að hafa miklar áhyggjur af því?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Kemur mjög vel út á stóra búrinu í dýragarðinum að hafa svona gler lista, bara þurrka af þeim reglulega svo þeir haldist flottir :)

En vél slípun er mun fallegri og þú munt alveg örugglega ekki sjá eftir peningnum sem fór í hana þegar búrið er upp sett

Glerlistarnir í kringum 10 - 12cm og hafa allt glerið í búrinu í Minnst 12mm gleri svona upp á aukið öryggið
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ef maður slípar sjálfur þá lítur það ekki nálægt því jafn flott út. Það er þó hægt að spara smá með því að sleppa því að slípa botnplötuna og slípa bara þær brúnir sem snúa út.

Glerlistarnir ættu bara að þurfa að vera á langhliðunum, þannig að þetta ætti alls ekki að líta illa út. Ætli þeir þurfi ekki að vera 5-10cm breiðir.

Kíttunin er svo annað mál - líklega lítið mál fyrir vanan mann, en fyrir einhvern sem er að kítta sitt fyrsta búr þá er líklega erfitt að halda því snyrtilegu :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Nokkuð víst að ég ætla ekki að koma nálægt kíttuninni á þessu, ætla ekki að eyða formúgu í slípað starphire gler og klessa svo kítti út um það allt :)

En keli, þú átt svona eheim electronic fance-pancy dælu, hvernig ertu að fíla hana? Er þetta electronic dót peninganna virði?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég nota þannig séð ekkert þetta electronic dæmi - ágætt að sjá hvað dælan er stífluð en annað ekki. Ég nota ekki wavemaker dæmið eða neitt svoleiðis. Mér finnst hún vera aðeins háværari en eheim II pro dæla sem ég á og stíflast hraðar. Hávaðinn er þó kannski útskýranlegur með því að hún dælir rúmlega 2x meira á klst.
Mér skilst að það hafi verið gerðar einhverjar smávægilegar breytingar á þeim eftir að ég keypti sem á að laga einhverja smá bögga.


Það er fljótlegt að hreinsa prefilterinn í henni, þannig að ég er í heildina bara frekar sáttur við dæluna. Búinn að eiga hana í næstum 1.5 ár núna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það ætti að vera mjög auðvelt fyrir þig að kítta þetta sjálfur, notar bara Málningar tape til að marka hvar þú vilt að Sílíkonið stoppi

Held að það sé alveg hægt líka að láta bara slípa aðra hliðina á glerinu, þannig að það sem snýr upp að límingunni sé ekki slípað
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Gerði smá 3D Teikningu af svipuðu búri í málunum 200x60x55 660 lítrar (609 raunlítrar (197,6x57,6x53,5))
Gler málin eru
12mm
1* 197x57 (Botn)
2* 200x55
2* 57x55
2* 7x197

3mm líming

Image
Image
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Mr. sketchup, takk fyrir þetta.

Ég hafði altaf hugsað listana styttri, þ.e.a.a. þannig að þeir næðu ekki eftir allri hliðinni. En þetta kemur mun betur út að hafa þetta alla leiðina. Getur örugglega lookað nokkuð vel með góðri kíttingu. Spurning hvort það komi betur að hafa glært kítti á glerlistunum eða svart.
Ég hafði hugsað mér að hafa búrið annars límt með svörtu kítti.

Hafiði annars hugmynd hvað kostar að láta bora hvert gat í búrið? bara gróflega?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Göt kosta ~500kr hjá íspan.

Ég myndi mæla með svörtu silikoni í allt, glæra tekur í sig lit og leiðindi og er ljótt finnst mér.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Svart 4TW
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Slípunin kostar 530 á metran ef ég man rétt.
Ég mundi sleppa henni nema kannski á framhliðinni.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ég hef ýmist sett glerið ofaná eða til hliðar og í litlum búrum skiftir það engu máli vegna þess hversu þunt og létt glerið er
en allavega hef ég sett nokkur hundruð búr þannig saman og ennþá er voða gaman

Silicon er einfalt í notkunn og ekkert mál að ná því góðu með réttu græjunum línurnar verða beinar og allt jafnt
það kemur aldrei eins vel út að teipa
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Búrið mitt er 205*65*67 12mm 834 ltr innanmál

reyndar er rammi á botninum en það eru listar allan hrínginn að ofan og kemur bara Þokkalega út.

en svo eru líka þverstífur.listarnir eru 8mm og þverstífurnar líka.
haldiði að listarnir séu nóg og ég gæti jafnvel tekið þverstífurnar í burt?


Þetta er ástæðan fyrir því að ég væri til í að losna við þær
Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Tape er snilld og auðveldara en að nota það ekki þar sem ekki eru nú allir flísarar sem æfa sig að kítta allan daginn, svo þarf að nota spaða til að slétta kíttið

Sérð svona spaða á þessari mynd, hvítur og lítur út eins og búmerang
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég hélt það væri alltaf sléttað með blautum putta :shock:
Post Reply