Komið sæl.
Ég er nú ekki mikill fiska sérfræðingur en á nú samt nokkra fiska.
Ég er td. með tvo Scala (Skallar) sem una sér afar vel í búrinu. En undanfarið hef ég tekið eftir því þegar ég kem heim að annar þeirra (giska á þann minni) hefur verið að hrygna, en hrognin hafa lagst utan í dæluna. Síðan éta þeir báðir hrognin af bestu lyst.
Þetta hefur gerst tvisvar á seinasta mánuði.
Ég tók hrognin í net og læt þau nú fljóta um í búrinu þannig að þau verði ekki étin, en ég býst nú ekki við miklu af þeim þannig séð.
Er einhver séns að þetta takist hjá þessum tveim skölum nema ég fylgist með 24/7?
Hef líka tekið eftir því að sá minni (kvk held ég) breytir töluvert um lit þegar þetta er búið að gerast. Dökknar mikið.
Kv
Lundi
Scalar og hrogn....þarf aðstoð.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli